Mega skoða síma manns sem grunaður er um að hafa sent fjölmörg hótunarskilaboð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2021 14:06 Landsréttur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Lögreglan á Suðurnesjum hefur fengið heimild til þess að fara yfir farsímagögn manns sem grunaður er um líkamsárás og umsáturseinelti. Þá telur lögregla að gögnin geti nýst í öðru sakamáli gegn manninum. Í gær staðfesti Landsréttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness um að lögreglu væru heimilt að skoða gögn á farsíma mannsins. Er lögreglan að rannsaka mál þar sem umræddur maður er grunaður um að hafa framið líkamsárás gegn manni sem hann taldi hafa verið að reyna að við fyrrverandi kærustu sína. Segist brotaþolinn hafa fengið mikið af skilaboðum, raddskilaboðum, Facebook-skilaboðum og fleira frá manninum með hótunum um líkamsmeiðingar og að maðurinn myndi drepa hann. Þá er maðurinn grunaður um líkamsárás gegn brotaþola með því að hafa margt oft slegið til hans inn um rúðu á vörubíl. Telja að gögnin geti varpað ljósi á íkveikju Einnig kemur fram í úrskurði Landsréttar að maðurinn hafi hlotið tvo dóma á árinu. Hann hafi unað einum þeirra en áfrýjað hluta hins til Landsréttar, ákæru um íkveikju sem hann var sakfelldur fyrir í héraði. Við rannsókn á hinni meintu líkamsárás og meintu umsáturseinelti segist lögregla hafa fundið fjölda skilaboða á mörgum miðlum og einnig í formi símtala við brotaþola málsins þar sem hann meðal annars nefnir framangreinda íkveikju. Telur lögregla því að síminn sem um ræðir hafi að geyma samskipti, myndir og fleiri upplýsingar sem gætu skipt miklu fyrir rannsókn og dómsmeðferð framangreindra mála. Tók Landsréttur undir röksemdir lögreglunnar og staðfesti úrskurðu héraðsdóms þess efnis að lögregla megi skoða þau gögn sem kunni að leynast í síma mannsins. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Í gær staðfesti Landsréttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness um að lögreglu væru heimilt að skoða gögn á farsíma mannsins. Er lögreglan að rannsaka mál þar sem umræddur maður er grunaður um að hafa framið líkamsárás gegn manni sem hann taldi hafa verið að reyna að við fyrrverandi kærustu sína. Segist brotaþolinn hafa fengið mikið af skilaboðum, raddskilaboðum, Facebook-skilaboðum og fleira frá manninum með hótunum um líkamsmeiðingar og að maðurinn myndi drepa hann. Þá er maðurinn grunaður um líkamsárás gegn brotaþola með því að hafa margt oft slegið til hans inn um rúðu á vörubíl. Telja að gögnin geti varpað ljósi á íkveikju Einnig kemur fram í úrskurði Landsréttar að maðurinn hafi hlotið tvo dóma á árinu. Hann hafi unað einum þeirra en áfrýjað hluta hins til Landsréttar, ákæru um íkveikju sem hann var sakfelldur fyrir í héraði. Við rannsókn á hinni meintu líkamsárás og meintu umsáturseinelti segist lögregla hafa fundið fjölda skilaboða á mörgum miðlum og einnig í formi símtala við brotaþola málsins þar sem hann meðal annars nefnir framangreinda íkveikju. Telur lögregla því að síminn sem um ræðir hafi að geyma samskipti, myndir og fleiri upplýsingar sem gætu skipt miklu fyrir rannsókn og dómsmeðferð framangreindra mála. Tók Landsréttur undir röksemdir lögreglunnar og staðfesti úrskurðu héraðsdóms þess efnis að lögregla megi skoða þau gögn sem kunni að leynast í síma mannsins.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira