„Við erum í mjög, mjög slæmri stöðu“ Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2021 12:30 Það er langt um liðið síðan að Tryggvi Snær Hlinason og félagar í íslenska landsliðinu gátu síðast spilað heimaleik og óvíst hvenær það gerist næst. Kórónuveirufaraldurinn og vatnsskemmdir í Laugardalshöll valda því. vísir/bára Íslenska karlalandsliðið í körfubolta þarf nær örugglega að spila heimaleik á Ítalíu í febrúar og greiða Ítölum fyrir framkvæmdina. „Við erum í mjög, mjög slæmri stöðu,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Hannes segir að íslensk stjórnvöld verði að taka nú þegar af skarið við að láta reisa nýja íþróttahöll fyrir landsliðin í innanhússíþróttum. Allar forsendur liggi fyrir – nú þurfi fjármagn og vilja til að taka fyrstu skóflustungu. Laugardalshöll hefur með undanþágu getað nýst sem keppnishöll fyrir íslensk landslið síðustu ár en er ónothæf eftir miklar vatnsskemmdir í höllinni fyrir ári síðan. Ætluðu að banna kvennalandsliðinu líka að spila á Íslandi Körfuknattleikssambandið hefur því neyðst til að skipta við Rússa á heimaleikjum í undankeppni HM karla, með von um að geta spilað á heimavelli næsta sumar. Hins vegar á Ísland að mæta Ítalíu í tveimur leikjum í lok febrúar og ekki er hægt að gera neinar breytingar varðandi það. Hannes segir því útlit fyrir að báðir leikirnir fari fram á Ítalíu, með tilheyrandi tjóni fyrir íslenskan körfubolta og fjárhagstapi fyrir KKÍ. FIBA gaf hins vegar undanþágu fyrir því að íslenska kvennalandsliðið spilaði heimaleiki í Ólafssal á Ásvöllum, þar sem liðið mætir Ungverjalandi 14. nóvember. „Þeir voru tregir með það og ætluðu að neita okkur með það líka,“ segir Hannes um forráðamenn FIBA en KKÍ hefur átt í miklum samskiptum við alþjóðasambandið vegna heimavallarmálanna. Starfshópar og skýrslur en hvað svo? „Við höfum sagt við FIBA í mörg ár að það sé vilji hjá yfirvöldum hér heima til að byggja þjóðarhöll. Það er búið að skipa starfshópa og gefa út skýrslur, en eins og FIBA hefur sagt þá kemur ekkert meira; Hvenær kemur höllin? 2030? 2050? Eigum við að gefa ykkur undanþágu næstu tuttugu árin? Hvað er verið að biðja um? Aðstaðan okkar er bara ekki góð, miðað við nánast öll önnur lönd í Evrópu. FIBA sagðist ekki geta gert meira núna,“ segir Hannes. „Held að staðan sé hvergi svona slæm í Evrópu“ Hann hefur sjálfur verið í starfshópum og tekið þátt í skýrsluvinnu vegna nýrrar þjóðarhallar og segir að þeirri vinnu sé allri lokið. Laugardalshöll var komin til ára sinna áður en að vatnsskemmdir gerðu hana ónothæfa. Við höllina er nýleg frjálsíþróttahöll.vísir/Egill Aðalsteinsson „Það er ekki nóg að vera alltaf að tala um þetta og svo gerist ekkert meira. Í fjármálaáætlun til 2026 er ekkert um þjóðarleikvanga. Vonandi breytist það núna. Ég veit ekki hvað þarf meira til svo að það fari eitthvað að gerast í þessum málum. Við erum heppin að stelpurnar fái að spila hérna heima. Ég held að staðan sé hvergi svona slæm í Evrópu. Það er verst að Færeyingar skyldu ekki byrja á sinni nýju höll aðeins fyrr. Þá hefðum við getað spilað í Færeyjum. Það hefði nú verið eitthvað. En þetta snýst auðvitað ekki bara um leikina. Landsliðin okkar hafa ekkert heimili. Þegar þau æfa þurfum við að leita að aðstöðu úti um allt. Við þurfum aðstöðu fyrir landsliðin okkar,“ segir Hannes. Vonuðust eftir að fá loksins tekjur eftir langa bið Aðstöðuleysið bitnar ekki bara illa á íslensku landsliðunum með beinum hætti, heldur verður KKÍ fyrir fjárhagstapi af því að geta ekki spilað á heimavelli. Þess í stað þarf að standa straum af kostnaði við ferðalag til Rússlands í nóvember. Landsliðin hafa ekki getað spilað heimaleiki síðan í byrjun árs 2020 en FIBA hefur látið leiki í undankeppnum fara fram í „sóttvarnabublum“. Kvennalandsliðið í körfubolta fékk undanþágu til að spila í Ólafssal, ofan á undanþáguna sem íslensku landsliðin hafa haft til að spila í Laugardalshöll.vísir/bára „Við vorum að vonast eftir því að fá loksins einhverjar tekjur af því að spila hér heima. Í staðinn lendum við í þessu. Við sem sérsamband höfum ekki fengið neinn stuðning frá stjórnvöldum. Ríkisstjórnin hefur gert margt mjög vel í að styðja til dæmis við íþróttafélögin, en við sérsamböndin höfum ekki fengið krónu,“ segir Hannes og bendir á að KKÍ hafi til að mynda þurft að leggja út um 2,5 milljón króna í smitpróf vegna Covid-19. Viljum við taka þátt eða ekki? KKÍ fundaði nýlega með Lilju Dögg Alfreðsdóttur, ráðherra íþróttamála, um stöðuna. Ekki er þó ljóst hvort aðstöðuleysi íslenskra landsliða er meðal þess sem rætt er um í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. „Ég held að fáir íþróttamálaráðherrar hafi lagt í eins mikla vinnu við þjóðarleikvanga eins og Lilja hefur gert í sinni ráðherratíð. En núna þarf meira en það. Það þarf að koma gröfunum af stað og kýla á þetta. Skýrslurnar eru til. Það er búið að vinna alla vinnu og við vitum hvað þarf að gera. Það þarf bara að setja peninga í það að fara að gera þessa hluti,“ segir Hannes og bætir við: „Ef að menn ákveða að gera það ekki þá mun þetta hafa áhrif á landsliðin okkar, ekki bara í körfubolta. Viljum við eiga íþróttamenn í fremstu röð eða ekki? Viljum við taka þátt í þessum keppnum eða ekki? Því verða fleiri en við hjá KKÍ að svara. Ef að stjórnvöld vilja það ekki þá getum við farið í gamla farið og spilað bara æfingaleiki 1-2 á ári eða eitthvað slíkt. Ríkisvaldið þarf að sýna þessu þann skilning sem það á skilið.“ Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
Hannes segir að íslensk stjórnvöld verði að taka nú þegar af skarið við að láta reisa nýja íþróttahöll fyrir landsliðin í innanhússíþróttum. Allar forsendur liggi fyrir – nú þurfi fjármagn og vilja til að taka fyrstu skóflustungu. Laugardalshöll hefur með undanþágu getað nýst sem keppnishöll fyrir íslensk landslið síðustu ár en er ónothæf eftir miklar vatnsskemmdir í höllinni fyrir ári síðan. Ætluðu að banna kvennalandsliðinu líka að spila á Íslandi Körfuknattleikssambandið hefur því neyðst til að skipta við Rússa á heimaleikjum í undankeppni HM karla, með von um að geta spilað á heimavelli næsta sumar. Hins vegar á Ísland að mæta Ítalíu í tveimur leikjum í lok febrúar og ekki er hægt að gera neinar breytingar varðandi það. Hannes segir því útlit fyrir að báðir leikirnir fari fram á Ítalíu, með tilheyrandi tjóni fyrir íslenskan körfubolta og fjárhagstapi fyrir KKÍ. FIBA gaf hins vegar undanþágu fyrir því að íslenska kvennalandsliðið spilaði heimaleiki í Ólafssal á Ásvöllum, þar sem liðið mætir Ungverjalandi 14. nóvember. „Þeir voru tregir með það og ætluðu að neita okkur með það líka,“ segir Hannes um forráðamenn FIBA en KKÍ hefur átt í miklum samskiptum við alþjóðasambandið vegna heimavallarmálanna. Starfshópar og skýrslur en hvað svo? „Við höfum sagt við FIBA í mörg ár að það sé vilji hjá yfirvöldum hér heima til að byggja þjóðarhöll. Það er búið að skipa starfshópa og gefa út skýrslur, en eins og FIBA hefur sagt þá kemur ekkert meira; Hvenær kemur höllin? 2030? 2050? Eigum við að gefa ykkur undanþágu næstu tuttugu árin? Hvað er verið að biðja um? Aðstaðan okkar er bara ekki góð, miðað við nánast öll önnur lönd í Evrópu. FIBA sagðist ekki geta gert meira núna,“ segir Hannes. „Held að staðan sé hvergi svona slæm í Evrópu“ Hann hefur sjálfur verið í starfshópum og tekið þátt í skýrsluvinnu vegna nýrrar þjóðarhallar og segir að þeirri vinnu sé allri lokið. Laugardalshöll var komin til ára sinna áður en að vatnsskemmdir gerðu hana ónothæfa. Við höllina er nýleg frjálsíþróttahöll.vísir/Egill Aðalsteinsson „Það er ekki nóg að vera alltaf að tala um þetta og svo gerist ekkert meira. Í fjármálaáætlun til 2026 er ekkert um þjóðarleikvanga. Vonandi breytist það núna. Ég veit ekki hvað þarf meira til svo að það fari eitthvað að gerast í þessum málum. Við erum heppin að stelpurnar fái að spila hérna heima. Ég held að staðan sé hvergi svona slæm í Evrópu. Það er verst að Færeyingar skyldu ekki byrja á sinni nýju höll aðeins fyrr. Þá hefðum við getað spilað í Færeyjum. Það hefði nú verið eitthvað. En þetta snýst auðvitað ekki bara um leikina. Landsliðin okkar hafa ekkert heimili. Þegar þau æfa þurfum við að leita að aðstöðu úti um allt. Við þurfum aðstöðu fyrir landsliðin okkar,“ segir Hannes. Vonuðust eftir að fá loksins tekjur eftir langa bið Aðstöðuleysið bitnar ekki bara illa á íslensku landsliðunum með beinum hætti, heldur verður KKÍ fyrir fjárhagstapi af því að geta ekki spilað á heimavelli. Þess í stað þarf að standa straum af kostnaði við ferðalag til Rússlands í nóvember. Landsliðin hafa ekki getað spilað heimaleiki síðan í byrjun árs 2020 en FIBA hefur látið leiki í undankeppnum fara fram í „sóttvarnabublum“. Kvennalandsliðið í körfubolta fékk undanþágu til að spila í Ólafssal, ofan á undanþáguna sem íslensku landsliðin hafa haft til að spila í Laugardalshöll.vísir/bára „Við vorum að vonast eftir því að fá loksins einhverjar tekjur af því að spila hér heima. Í staðinn lendum við í þessu. Við sem sérsamband höfum ekki fengið neinn stuðning frá stjórnvöldum. Ríkisstjórnin hefur gert margt mjög vel í að styðja til dæmis við íþróttafélögin, en við sérsamböndin höfum ekki fengið krónu,“ segir Hannes og bendir á að KKÍ hafi til að mynda þurft að leggja út um 2,5 milljón króna í smitpróf vegna Covid-19. Viljum við taka þátt eða ekki? KKÍ fundaði nýlega með Lilju Dögg Alfreðsdóttur, ráðherra íþróttamála, um stöðuna. Ekki er þó ljóst hvort aðstöðuleysi íslenskra landsliða er meðal þess sem rætt er um í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. „Ég held að fáir íþróttamálaráðherrar hafi lagt í eins mikla vinnu við þjóðarleikvanga eins og Lilja hefur gert í sinni ráðherratíð. En núna þarf meira en það. Það þarf að koma gröfunum af stað og kýla á þetta. Skýrslurnar eru til. Það er búið að vinna alla vinnu og við vitum hvað þarf að gera. Það þarf bara að setja peninga í það að fara að gera þessa hluti,“ segir Hannes og bætir við: „Ef að menn ákveða að gera það ekki þá mun þetta hafa áhrif á landsliðin okkar, ekki bara í körfubolta. Viljum við eiga íþróttamenn í fremstu röð eða ekki? Viljum við taka þátt í þessum keppnum eða ekki? Því verða fleiri en við hjá KKÍ að svara. Ef að stjórnvöld vilja það ekki þá getum við farið í gamla farið og spilað bara æfingaleiki 1-2 á ári eða eitthvað slíkt. Ríkisvaldið þarf að sýna þessu þann skilning sem það á skilið.“
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira