Eymd í Eþíópíu: Sameinuðu þjóðirnar saka allar stríðandi fylkingar um morð og nauðganir Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2021 16:12 Allar stríðandi fylkingar í Eþíópíu eru meðal annars sagðar hafa myrt fjölda almennra borgara. AP Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að átökin í Eþíópíu, sem hafi staðið yfir í ár, hafi einkennst af gífurlegri grimmd. Rannsókn hafi sýnt fram að allar fylkingar átakanna hafi framið ýmis ódæði sem gætu talist stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyninu. Rannsókn þessi var birt í dag en hún tíundar fjölda brota eins og morð, pyntingar, nauðganir og að þvinga fólk af heimilum sínum með valdi. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) vann rannsóknina í samvinnu við Mannréttindaráð Eþíópíu, sem er ríkisstofnun. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja forsvarsmenn SÞ það hafa verið nauðsynlegt til að fá aðgang að Tigray-héraði, þar sem mest átökin hafa átt sér stað. Ríkisstjórn Eþíópíu hefur takmarkað flæði upplýsinga þaðan verulega og meinað blaðamönnum, hjálparsamtökum og eftirlitsaðilum aðgang. Átökin í Eþíópíu hófust fyrir ári síðan. Stjórnarher landsins réðst þá til atlögu gegn Frelsisfylkingunni í Tigray, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður þar til Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra landsins árið 2018. Ræddu við fórnarlömb og vitni Skýrsla sem gerð var um niðurstöður rannsóknarinnar byggir á viðtölum við fjölda fórnarlamba ódæða og vitni. Skýrslan nær yfir tímabilið frá 3. nóvember 2020 til 28. júní 2021 þegar ríkisstjórn Eþíópíu lýsti yfir vopnahléi. Sjá einnig: Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Lýstu yfir neyðarástandi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu í kjölfar þess að sveitum Frelsisfylkingarinnar hefur vaxið ásmegin í norðurhluta landsins. Átökin hafa þá dreifst út fyrir Tigray-hérað og orðið harðari. Hér að neðan má sjá frá blaðamannafundi sem haldinn var í dag þar sem Bachelet og aðrir í OHCHR kynntu skýrsluna. Hermenn Eþíópíu, Eritreu og hermenn Frelsisfylkingarinnar svokölluðu eru sagðir hafa gert árásir á almenna borgara og byggingar eins og skóla, sjúkrahús og bænahús. Þeir eru einnig sagðir hafa myrt fjölda manna í hefndardrápum. Vísað er til ódæða sem framin voru í nóvember í fyrra. Þá eru sveitir frá Tigray sagðar hafa myrt rúmlega tvö hundruð íbúa í Mai Kadra. Aðrar fylkingar myrtu svo fjölmarga í Tigray, til að hefna fyrir morðin í Mai Kadra. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.AP/Marital Trezzini Einnig hafi fundist vísbendingar um að hermenn hafi markvisst myrt fólk sem tilheyrði ákveðnum ættbálkum og það teljist sem glæpur gegn mannkyninu. Almennir borgarar og fangar eru sagðir hafa verið pyntaðir í massavís auk þess sem hermenn fóru ránshendi um heimili þeirra. Þá segir í skýrslunni að vísbendingar hafi fundist um að allar fylkingar hafi framið kynferðisbrot eins og nauðganir. Rannsakendur hafi komist á snoðir um fjölmargar hópnauðganir. Rætt var við þrjátíu konur vegna rannsóknarinnar en tæpur helmingur þeirra sagðist hafa orðið fyrir hópnauðgun. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt France24 um ástandið í Eþíópíu. Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Eritrea Tengdar fréttir Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41 Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Rannsókn þessi var birt í dag en hún tíundar fjölda brota eins og morð, pyntingar, nauðganir og að þvinga fólk af heimilum sínum með valdi. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) vann rannsóknina í samvinnu við Mannréttindaráð Eþíópíu, sem er ríkisstofnun. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja forsvarsmenn SÞ það hafa verið nauðsynlegt til að fá aðgang að Tigray-héraði, þar sem mest átökin hafa átt sér stað. Ríkisstjórn Eþíópíu hefur takmarkað flæði upplýsinga þaðan verulega og meinað blaðamönnum, hjálparsamtökum og eftirlitsaðilum aðgang. Átökin í Eþíópíu hófust fyrir ári síðan. Stjórnarher landsins réðst þá til atlögu gegn Frelsisfylkingunni í Tigray, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður þar til Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra landsins árið 2018. Ræddu við fórnarlömb og vitni Skýrsla sem gerð var um niðurstöður rannsóknarinnar byggir á viðtölum við fjölda fórnarlamba ódæða og vitni. Skýrslan nær yfir tímabilið frá 3. nóvember 2020 til 28. júní 2021 þegar ríkisstjórn Eþíópíu lýsti yfir vopnahléi. Sjá einnig: Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Lýstu yfir neyðarástandi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu í kjölfar þess að sveitum Frelsisfylkingarinnar hefur vaxið ásmegin í norðurhluta landsins. Átökin hafa þá dreifst út fyrir Tigray-hérað og orðið harðari. Hér að neðan má sjá frá blaðamannafundi sem haldinn var í dag þar sem Bachelet og aðrir í OHCHR kynntu skýrsluna. Hermenn Eþíópíu, Eritreu og hermenn Frelsisfylkingarinnar svokölluðu eru sagðir hafa gert árásir á almenna borgara og byggingar eins og skóla, sjúkrahús og bænahús. Þeir eru einnig sagðir hafa myrt fjölda manna í hefndardrápum. Vísað er til ódæða sem framin voru í nóvember í fyrra. Þá eru sveitir frá Tigray sagðar hafa myrt rúmlega tvö hundruð íbúa í Mai Kadra. Aðrar fylkingar myrtu svo fjölmarga í Tigray, til að hefna fyrir morðin í Mai Kadra. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.AP/Marital Trezzini Einnig hafi fundist vísbendingar um að hermenn hafi markvisst myrt fólk sem tilheyrði ákveðnum ættbálkum og það teljist sem glæpur gegn mannkyninu. Almennir borgarar og fangar eru sagðir hafa verið pyntaðir í massavís auk þess sem hermenn fóru ránshendi um heimili þeirra. Þá segir í skýrslunni að vísbendingar hafi fundist um að allar fylkingar hafi framið kynferðisbrot eins og nauðganir. Rannsakendur hafi komist á snoðir um fjölmargar hópnauðganir. Rætt var við þrjátíu konur vegna rannsóknarinnar en tæpur helmingur þeirra sagðist hafa orðið fyrir hópnauðgun. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt France24 um ástandið í Eþíópíu.
Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Eritrea Tengdar fréttir Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41 Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41
Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20
Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06