Sólveig og Viðar enn einir yfirmennirnir sem fari illa með starfsmenn sína Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2021 06:00 Christina Milcher á sviði á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. Hún studdi B-lista Sólveigar Önnu en var rekin áður en hún gat raunverulega hafið störf á skrifstofu Eflingar. Christina Milcher Fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Eflingar segir að Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafi tekið upp sömu misnotkun á starfsfólki og þau sögðust berjast gegn. Bæði nýir og gamlir starfsmenn á skrifstofunni hafi sömu sögu að segja um stjórnarhætti þeirra. Sólveig Anna tilkynnti skyndilega um afsögn sína sem formaður Eflingar í Facebook-færslu á sunnudagskvöld. Viðar tilkynnti um uppsögn sína sem framkvæmdastjóri daginn eftir. Sólveig Anna vísaði til þess að starfsfólkið hafi í reynd lýst yfir vantrausti á sig með því að draga ekki til baka ályktun frá því í sumar þar sem stjórnarhættir hennar voru gagnrýndir og vanlíðan starfsfólksins lýst. Undanfarna daga hafa Sólveig Anna og Viðar ráðist á starfsfólk skrifstofunnar og meðal annars sakað það um ofbeldismenningu og að halda félaginu í gíslingu. Á meðal þess sem starfsfólkið lýsti vanlíðan yfir var ótti við fyrirvaralausar uppsagnir. Christina Milcher, fyrrverandi starfsmaður á félagssviði Eflingar, lýsir aðdraganda uppsagnar í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í gærkvöldi. Hún greinir frá því hvernig henni var sagt upp störfum fyrirvaralaust vorið 2019. Í samtali við Vísi segist hún ekki enn vita með vissu hvers vegna hún var rekin. Mannauðsstjóri öskraði á þær Christina var fyrst ráðin tímabundið í verkfallsteymi Eflinar í janúar árið 2019. Hún var svo ráðin fast á félagssvið á skrifstofu Eflingar frá 1. apríl. Sólveig Anna var kjörin formaður Eflingar árið áður. Vandræðin hófust þegar Sólveig Anna rak Max Baru, yfirmann Christinu, fyrirvaralaust í mars 2019. Christina segir Vísi að Max hafi ekki fengið skriflegar skýringar á brottrekstrinum sem hann óskaði eftir. Hann bað Christinu um að koma með sér í lokaviðtal hjá Eflingu sem trúnaðarmaður. Eina skýringin sem var gefin á brottrekstrinum var meintur trúnaðarbrestur. Mánudaginn eftir að Max var rekinn segir Christina að samstarfsmenn hans hafi sent Sólveigu Önnu tölvupóst um að þeim fyndist ekki rétt að hann væri rekinn fyrirvaralaust í í miðju verkfalli Eflingarfólks. Í kjölfarið segir Christina að hún hafi verið boðuð á fund með Berglindi Rós Gunnarsdóttur, þáverandi mannauðsstjóra Eflingar. Hún hafi öskrað á sig og þáverandi stjórnarkonu í Elfingu sem hún tók með sér á fundinn þannig að þær hafi báðar tárast. Spurð um hvað mannauðsstjórinn hafi fundið að henni segir Christina: „Þetta var svona: hvernig dirfist þið að véfengja ákvarðanir okkar?“ Í yfirlýsingu sem Max sendi fjölmiðlum á mánudagskvöld rakti hann brottrekstur sinn og annarra erlendra starfsmanna Eflingar til þess að Sólveig Anna hafi verið óánægð með að stéttarfélögin hefðu skrifað undir kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins vorið 2019. Hún hafi þá byrjað að leita uppi óvini innanhúss. „Klassískt einelti“ Fyrst segist Christina hafa verið sett í launað leyfi strax í fyrstu vikunni á félagssviði Eflingar. Hún rekur það til þess að Max hafi vilja hafa sig með sem trúnaðarmann á fund með forystufólki Eflingar vegna brottrekstrar hans. Hún segist hafa látið fólk í trúnaðarráði Eflingar og stjórn vita af því. Þegar hún kom aftur til vinnu úr leyfi 23. apríl hafi hún strax verið kölluð á fund og hún rekin. Sólveigu Önnu og Viðari hafi fundist það trúnaðarbrestur að hún leitaði til stjórnar og trúnaðarmanna vegna leyfisins sem henni var gert að taka. Christina lýsir því sem hún telur einelti á vinnustaðnum. Hún hafi ekki fengið að sinna því starfi sem hún var ráðin til að gera og ekki fengið þau tól sem hún þurfti til að framkvæma þau verkefni sem hún fékk. Fólk hafi hætt að tala þegar hún gekk inn í herbergi. „Allt klassískt einelti,“ segir hún. Öðru starfsfólki Eflingar hafi verið sagt að treysta henni ekki og halda henni úti í kuldanum. Christina var á uppsagnarfresti fram í júní. Hún segist þannig hafa fengið greitt fyrir þriggja mánaða starf en aðeins unnið fyrir Eflingu í föstu starfi í tvær vikur. Sólveig Anna Jónsdóttir boðaði róttæka stéttabaráttu þegar hún var kjörin formaður Eflingar árið 2018. Hún sagði af sér í byrjun vikunnar í kjölfar illdeilna á skrifstofu stéttarfélagsins.Vísir/Vilhelm Var eins og valdamikill karl og lýsti sér sem fórnarlambi Í yfirlýsingu sinni segir Christina að áður en hún hafi verkið rekin hafi Sólveig Anna rætt við hana á skrifstofu sinni. „Á meðan á samtalinu stóð sat hún á sófa og andvarpaði. Hún líkti eftir misnotkun valdamikilla karla og yfirmanna og lýsti sjálfri sér sem fórnarlambi vegna þess að hún, manneskjan í valdastöðunni, sat undir gagnrýni vegna misnotkunarinnar sem hún stóð fyrir. Ég á erfitt með að sjá annað en að þið séu að endurtaka þessa hegðun núna,“ skrifar Christina. Hún segir að Viðar hafi látið fulltrúa trúnaðarráðs og stjórnar Eflingar sem tóku málstað hennar heyra það. Hann hafi kallað þá „lýð“ sem væru aðdáendur eða fylgjendur fyrrverandi yfirmanns á skrifstofunni sem var rekinn fyrirvaralaust. Allir þessir fulltrúar hafi í kjölfarið horfið úr embættum sínum. Viðar Þorsteinsson hefur látið starfsfólk Eflingar heyra það í fjölmiðlum eftir að hann og Sólveig Anna sögðu skilið við félagið í byrjun vikunnar.Vísir/Vilhelm Allir hafi sömu sögu að segja Þá segir Christina fullyrðingar Sólveigar Önnu og Viðars um að eldri starfsmenn sem voru á skrifstofunni fyrir valdatöku þeirra stæðu fyrir óánægju á vinnustaðnum. Eldra starfsfólk, fólk sem var ráðið á sama tíma og Christina og eftir brottrekstur hennar segir allt sömu söguna. „Þið setji ykkur í hlutverk lítilmagnans sem berst gegn valdafólki en þegar þið komust til valda byrjuðu þið að taka upp sömu misnotkunina. Þið eruð ekki fórnarlömbin hérna. Þið eruð bara enn eitt dæmið um yfirmenn sem fara illa með verkafólk,“ skrifar Christina. Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09 Ummæli Viðars sorgleg og skaðleg fyrir trúnaðarmenn vinnustaða Hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti segir ummæli Viðars Þorsteinssonar, fráfarandi framkvæmdastjóra Eflingar, um trúnaðarmenn félagsins vera sorgleg. Hún telur að þau geti gert starf trúnaðarmanna á ýmsum vinnustöðum erfiðari. 3. nóvember 2021 18:31 Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. 3. nóvember 2021 12:49 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Sólveig Anna tilkynnti skyndilega um afsögn sína sem formaður Eflingar í Facebook-færslu á sunnudagskvöld. Viðar tilkynnti um uppsögn sína sem framkvæmdastjóri daginn eftir. Sólveig Anna vísaði til þess að starfsfólkið hafi í reynd lýst yfir vantrausti á sig með því að draga ekki til baka ályktun frá því í sumar þar sem stjórnarhættir hennar voru gagnrýndir og vanlíðan starfsfólksins lýst. Undanfarna daga hafa Sólveig Anna og Viðar ráðist á starfsfólk skrifstofunnar og meðal annars sakað það um ofbeldismenningu og að halda félaginu í gíslingu. Á meðal þess sem starfsfólkið lýsti vanlíðan yfir var ótti við fyrirvaralausar uppsagnir. Christina Milcher, fyrrverandi starfsmaður á félagssviði Eflingar, lýsir aðdraganda uppsagnar í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í gærkvöldi. Hún greinir frá því hvernig henni var sagt upp störfum fyrirvaralaust vorið 2019. Í samtali við Vísi segist hún ekki enn vita með vissu hvers vegna hún var rekin. Mannauðsstjóri öskraði á þær Christina var fyrst ráðin tímabundið í verkfallsteymi Eflinar í janúar árið 2019. Hún var svo ráðin fast á félagssvið á skrifstofu Eflingar frá 1. apríl. Sólveig Anna var kjörin formaður Eflingar árið áður. Vandræðin hófust þegar Sólveig Anna rak Max Baru, yfirmann Christinu, fyrirvaralaust í mars 2019. Christina segir Vísi að Max hafi ekki fengið skriflegar skýringar á brottrekstrinum sem hann óskaði eftir. Hann bað Christinu um að koma með sér í lokaviðtal hjá Eflingu sem trúnaðarmaður. Eina skýringin sem var gefin á brottrekstrinum var meintur trúnaðarbrestur. Mánudaginn eftir að Max var rekinn segir Christina að samstarfsmenn hans hafi sent Sólveigu Önnu tölvupóst um að þeim fyndist ekki rétt að hann væri rekinn fyrirvaralaust í í miðju verkfalli Eflingarfólks. Í kjölfarið segir Christina að hún hafi verið boðuð á fund með Berglindi Rós Gunnarsdóttur, þáverandi mannauðsstjóra Eflingar. Hún hafi öskrað á sig og þáverandi stjórnarkonu í Elfingu sem hún tók með sér á fundinn þannig að þær hafi báðar tárast. Spurð um hvað mannauðsstjórinn hafi fundið að henni segir Christina: „Þetta var svona: hvernig dirfist þið að véfengja ákvarðanir okkar?“ Í yfirlýsingu sem Max sendi fjölmiðlum á mánudagskvöld rakti hann brottrekstur sinn og annarra erlendra starfsmanna Eflingar til þess að Sólveig Anna hafi verið óánægð með að stéttarfélögin hefðu skrifað undir kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins vorið 2019. Hún hafi þá byrjað að leita uppi óvini innanhúss. „Klassískt einelti“ Fyrst segist Christina hafa verið sett í launað leyfi strax í fyrstu vikunni á félagssviði Eflingar. Hún rekur það til þess að Max hafi vilja hafa sig með sem trúnaðarmann á fund með forystufólki Eflingar vegna brottrekstrar hans. Hún segist hafa látið fólk í trúnaðarráði Eflingar og stjórn vita af því. Þegar hún kom aftur til vinnu úr leyfi 23. apríl hafi hún strax verið kölluð á fund og hún rekin. Sólveigu Önnu og Viðari hafi fundist það trúnaðarbrestur að hún leitaði til stjórnar og trúnaðarmanna vegna leyfisins sem henni var gert að taka. Christina lýsir því sem hún telur einelti á vinnustaðnum. Hún hafi ekki fengið að sinna því starfi sem hún var ráðin til að gera og ekki fengið þau tól sem hún þurfti til að framkvæma þau verkefni sem hún fékk. Fólk hafi hætt að tala þegar hún gekk inn í herbergi. „Allt klassískt einelti,“ segir hún. Öðru starfsfólki Eflingar hafi verið sagt að treysta henni ekki og halda henni úti í kuldanum. Christina var á uppsagnarfresti fram í júní. Hún segist þannig hafa fengið greitt fyrir þriggja mánaða starf en aðeins unnið fyrir Eflingu í föstu starfi í tvær vikur. Sólveig Anna Jónsdóttir boðaði róttæka stéttabaráttu þegar hún var kjörin formaður Eflingar árið 2018. Hún sagði af sér í byrjun vikunnar í kjölfar illdeilna á skrifstofu stéttarfélagsins.Vísir/Vilhelm Var eins og valdamikill karl og lýsti sér sem fórnarlambi Í yfirlýsingu sinni segir Christina að áður en hún hafi verkið rekin hafi Sólveig Anna rætt við hana á skrifstofu sinni. „Á meðan á samtalinu stóð sat hún á sófa og andvarpaði. Hún líkti eftir misnotkun valdamikilla karla og yfirmanna og lýsti sjálfri sér sem fórnarlambi vegna þess að hún, manneskjan í valdastöðunni, sat undir gagnrýni vegna misnotkunarinnar sem hún stóð fyrir. Ég á erfitt með að sjá annað en að þið séu að endurtaka þessa hegðun núna,“ skrifar Christina. Hún segir að Viðar hafi látið fulltrúa trúnaðarráðs og stjórnar Eflingar sem tóku málstað hennar heyra það. Hann hafi kallað þá „lýð“ sem væru aðdáendur eða fylgjendur fyrrverandi yfirmanns á skrifstofunni sem var rekinn fyrirvaralaust. Allir þessir fulltrúar hafi í kjölfarið horfið úr embættum sínum. Viðar Þorsteinsson hefur látið starfsfólk Eflingar heyra það í fjölmiðlum eftir að hann og Sólveig Anna sögðu skilið við félagið í byrjun vikunnar.Vísir/Vilhelm Allir hafi sömu sögu að segja Þá segir Christina fullyrðingar Sólveigar Önnu og Viðars um að eldri starfsmenn sem voru á skrifstofunni fyrir valdatöku þeirra stæðu fyrir óánægju á vinnustaðnum. Eldra starfsfólk, fólk sem var ráðið á sama tíma og Christina og eftir brottrekstur hennar segir allt sömu söguna. „Þið setji ykkur í hlutverk lítilmagnans sem berst gegn valdafólki en þegar þið komust til valda byrjuðu þið að taka upp sömu misnotkunina. Þið eruð ekki fórnarlömbin hérna. Þið eruð bara enn eitt dæmið um yfirmenn sem fara illa með verkafólk,“ skrifar Christina.
Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09 Ummæli Viðars sorgleg og skaðleg fyrir trúnaðarmenn vinnustaða Hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti segir ummæli Viðars Þorsteinssonar, fráfarandi framkvæmdastjóra Eflingar, um trúnaðarmenn félagsins vera sorgleg. Hún telur að þau geti gert starf trúnaðarmanna á ýmsum vinnustöðum erfiðari. 3. nóvember 2021 18:31 Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. 3. nóvember 2021 12:49 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Trúnaðarmenn Eflingar: „Þessar árásir í fjölmiðlum eru bæði særandi og vanvirðing við störf trúnaðarmanna.“ Trúnaðarmenn Eflingar, sem lögðu fram títtrædda ályktun um meinta vanlíðan starfsfólks á skrifstofu félagsins, segja engar ásakanir að finna þar um kjarasamningsbrot „heldur beinar lýsingar á upplifunum starfsfólks“. 3. nóvember 2021 21:09
Ummæli Viðars sorgleg og skaðleg fyrir trúnaðarmenn vinnustaða Hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti segir ummæli Viðars Þorsteinssonar, fráfarandi framkvæmdastjóra Eflingar, um trúnaðarmenn félagsins vera sorgleg. Hún telur að þau geti gert starf trúnaðarmanna á ýmsum vinnustöðum erfiðari. 3. nóvember 2021 18:31
Segir starfsfólk Eflingar lokað inni í skrifstofuvirki og aftengt veruleika félagsmanna Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa þegið góð laun og haft allt til alls, „lokuð inní einhverskonar skrifstofuvirki, aftengd efnahagslegum veruleika þeirra sem greiddu félagsgjöldin“. 3. nóvember 2021 12:49