Telur óbreyttar aðgerðir á landamærum dýrkeypt mistök Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 4. nóvember 2021 21:49 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Stöð 2 Ákvörðun stjórnvalda um að halda sóttvarnaaðgerðum á landamærum Íslands óbreyttum áfram eru dýrkeypt mistök efnahagslega, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir að skimun á landamærunum geti dregið úr eftirspurn eftir ferðum til Íslands um 10-20 prósent. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að núgildandi takmarkanir á landamærunum yrði óbreyttar til 15. janúar. Allir farþegar sem koma til landsins, hvort sem þeir eru íslenskir eða ekki, þurfa að framvísa neikvæðu PCR- eða hraðgreiningarprófi sem má ekki vera eldra en 72 klukkustundir. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það kosti þjóðarbúið um 26 milljarða króna fyrir hverja hundrað þúsund ferðamenn sem koma ekki til landsins. Flugfélög meti þörfina eftir flugsætum til Íslands næsta sumar þessa dagana og fram í janúar. Ákvörðunin um að halda takmörkunum óbreyttum nú muni því hafa áhrif á eftirspurnina og verðmæti fyrir þjóðarbúið langt inn í næsta ár. „Þetta er bara efnahagslega óverjandi ákvörðun,“ segir Jóhannes Þór. Hann telur eðlilegt að stjórnvöld birti mat sitt þar sem sóttvarnarsjónarmið og efnahagsleg sjónarmið séu vegin og metin. Þó að ákvörðunin nú sé ekki beint óvænt sé hún ferðaþjónustunni áfall. Hún hafi gert sér vonir um að ríkisstjórnin tæki mark á ábendingum hennar. „Það er augljóslega ekki gert í þessu tilfelli.“ Brotthvarf eins flugfélags kosta sex og hálfan milljarð í glataðar tekjur Spurður að því hvort að það sé virkilega svo íþyngjandi fyrir erlenda ferðamenn að fara í eitt Covid-próf segir Jóhannes Þór að flugfélög og erlendar ferðaskrifstofur meti það svo að það eitt geti dregið úr eftirspurn um tíu til tuttugu prósent. „Við erum þegar búin að sjá eitt flugfélag sem var með áætlarnir um að koma hér með 25.000 flugsæti næsta sumar hefur ákveðið að fara með þá eitthvað annað,“ segir Jóhannes Þór. Þeir farþegar fari ekki til annarra flugfélaga sem fljúga til Íslands í staðinn því erlenda flugfélagið sé einnig ferðaskrifstofa sem selur flugsætin. Félagið hafi þegar ákveðið að selja flugsætin til annarra áfangastaða. „Bara þetta eina flugfélag er sex og hálfur milljarður í tap fyrir íslenska þjóðarbúið þannig að þetta eru alvöru fjárhæðir, þetta eru alvöru vandamál og þetta er alvöru efnahagslegur skaði sem þetta veldur. Mér finnst bara kominn tími til að ríkisstjórnin taki mark á því,“ segir Jóhannes Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að núgildandi takmarkanir á landamærunum yrði óbreyttar til 15. janúar. Allir farþegar sem koma til landsins, hvort sem þeir eru íslenskir eða ekki, þurfa að framvísa neikvæðu PCR- eða hraðgreiningarprófi sem má ekki vera eldra en 72 klukkustundir. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það kosti þjóðarbúið um 26 milljarða króna fyrir hverja hundrað þúsund ferðamenn sem koma ekki til landsins. Flugfélög meti þörfina eftir flugsætum til Íslands næsta sumar þessa dagana og fram í janúar. Ákvörðunin um að halda takmörkunum óbreyttum nú muni því hafa áhrif á eftirspurnina og verðmæti fyrir þjóðarbúið langt inn í næsta ár. „Þetta er bara efnahagslega óverjandi ákvörðun,“ segir Jóhannes Þór. Hann telur eðlilegt að stjórnvöld birti mat sitt þar sem sóttvarnarsjónarmið og efnahagsleg sjónarmið séu vegin og metin. Þó að ákvörðunin nú sé ekki beint óvænt sé hún ferðaþjónustunni áfall. Hún hafi gert sér vonir um að ríkisstjórnin tæki mark á ábendingum hennar. „Það er augljóslega ekki gert í þessu tilfelli.“ Brotthvarf eins flugfélags kosta sex og hálfan milljarð í glataðar tekjur Spurður að því hvort að það sé virkilega svo íþyngjandi fyrir erlenda ferðamenn að fara í eitt Covid-próf segir Jóhannes Þór að flugfélög og erlendar ferðaskrifstofur meti það svo að það eitt geti dregið úr eftirspurn um tíu til tuttugu prósent. „Við erum þegar búin að sjá eitt flugfélag sem var með áætlarnir um að koma hér með 25.000 flugsæti næsta sumar hefur ákveðið að fara með þá eitthvað annað,“ segir Jóhannes Þór. Þeir farþegar fari ekki til annarra flugfélaga sem fljúga til Íslands í staðinn því erlenda flugfélagið sé einnig ferðaskrifstofa sem selur flugsætin. Félagið hafi þegar ákveðið að selja flugsætin til annarra áfangastaða. „Bara þetta eina flugfélag er sex og hálfur milljarður í tap fyrir íslenska þjóðarbúið þannig að þetta eru alvöru fjárhæðir, þetta eru alvöru vandamál og þetta er alvöru efnahagslegur skaði sem þetta veldur. Mér finnst bara kominn tími til að ríkisstjórnin taki mark á því,“ segir Jóhannes Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Sjá meira