Emil þakkar fyrir sig: „Væri ekki á lífi án starfsfólks Sogndal“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2021 12:44 Emil Pálsson ásamt fjölskyldu sinni á sjúkrahúsinu í Haukeland. twitter-síða emils pálssonar Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni, setti inn færslu á Twitter þar sem hann þakkar læknateymi og starfsfólki Sogndal fyrir að vera á lífi. Með færslunni birti Emil mynd af sér með fjölskyldu sinni sem flaug út til Noregs til að vera hjá honum. Emil dvelur núna á háskólasjúkrahúsinu í Haukeland í Björgvin. pic.twitter.com/laihrhPFxO— Emil Pálsson (@EmilPals) November 5, 2021 „Ég vil þakka mörgum í dag. Fyrst og síðast starfsfólki og sjúkraliði Sogndal. Án þeirra væri ég ekki á lífi í dag,“ skrifaði Emil á Twitter. „Ég þakka einnig öllum leikmönnum og stuðningsfólki á vellinum fyrir samvinnuna. Og að hafa fjölskylduna, sem kom frá Íslandi og var við hlið mér þegar ég vaknaði, var ómetanlegt.“ Emil segist snortinn yfir öllum kveðjunum sem honum hafa borist alls staðar að undanfarna daga og segir að þær hafi hjálpað sér og fjölskyldu sinni. Emil hné niður á 12. mínútu í leik Sogndal og Stjørdals/Blink á mánudaginn. Hann var endurlífgaður og fluttur með sjúkraþyrlu á háskólasjúkrahúsið í Haukeland. Síðustu 78 mínúturnar í leiknum verða kláraðar á miðvikudaginn. Sogndal var 1-0 yfir þegar leik var hætt. Næsti leikur Sogndal er gegn KFUM Oslo á morgun. Norski boltinn Tengdar fréttir Læknir Sogndal segir liðið hafa bjargað lífi Emils Læknir norska knattspyrnuliðsins Sogndal, Anders Rosø segir liðið hafa bjargað lífi Emils Pálssonar er leikmaðurinn fór í hjartastopp í leik liðsins gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni síðastliðinn mánudag. 5. nóvember 2021 07:00 „Gott að sjá Emil brosa“ Eirik Bakke, þjálfari Sogndal, segir að það hafi verið gott að hitta Emil Pálsson og sjá hann brosa. 3. nóvember 2021 16:29 Lýst sem hetju eftir að hafa hjálpað manni sem hneig niður Danski landsliðsmaðurinn Pierre Emile Höjbjerg var á vellinum og hjálpaði til þegar Christian Eriksen fór í hjartastopp á EM í sumar. Hann lenti í svipuðum aðstæðum á sunnudag. 3. nóvember 2021 14:30 Emil vakandi og líðan hans sögð góð eftir aðstæðum Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik með Sogndal í gær, er vakandi og líðan hans er eftir aðstæðum góð. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal. 2. nóvember 2021 15:23 Ástand Emils stöðugt Ástand Emils Pálssonar, sem hné fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni í gær, er stöðugt. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal í dag. 2. nóvember 2021 13:11 Fjölskylda Emils komin til Noregs Fjölskylda fótboltamannsins Emils Pálssonar er komin til Noregs. Hann fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni í gær en var endurlífgaður á staðnum og fluttur með sjúkraþyrlu á háskólasjúkrahúsið í Haukeland í Björgvin. 2. nóvember 2021 10:58 Vill endurmeta læknisskoðanir hér heima eftir það sem gerðist í gær Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA í Pepsi Max deild karla, vill sjá íslensk félagslið uppfæra læknisskoðun leikmanna í ljósi þess sem kom fyrir Emil Pálsson í gær. 2. nóvember 2021 07:01 Emil Pálsson hné niður á vellinum Leikur Sogndal og Stjørdals/Blink var flautaður af þegar knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hné niður eftir tólf mínútna leik. Emil lá á vellinum í um tíu mínútur en var kominn til meðvitundar þegar hann var settur um borð í sjúkraþyrlu. 1. nóvember 2021 18:22 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Með færslunni birti Emil mynd af sér með fjölskyldu sinni sem flaug út til Noregs til að vera hjá honum. Emil dvelur núna á háskólasjúkrahúsinu í Haukeland í Björgvin. pic.twitter.com/laihrhPFxO— Emil Pálsson (@EmilPals) November 5, 2021 „Ég vil þakka mörgum í dag. Fyrst og síðast starfsfólki og sjúkraliði Sogndal. Án þeirra væri ég ekki á lífi í dag,“ skrifaði Emil á Twitter. „Ég þakka einnig öllum leikmönnum og stuðningsfólki á vellinum fyrir samvinnuna. Og að hafa fjölskylduna, sem kom frá Íslandi og var við hlið mér þegar ég vaknaði, var ómetanlegt.“ Emil segist snortinn yfir öllum kveðjunum sem honum hafa borist alls staðar að undanfarna daga og segir að þær hafi hjálpað sér og fjölskyldu sinni. Emil hné niður á 12. mínútu í leik Sogndal og Stjørdals/Blink á mánudaginn. Hann var endurlífgaður og fluttur með sjúkraþyrlu á háskólasjúkrahúsið í Haukeland. Síðustu 78 mínúturnar í leiknum verða kláraðar á miðvikudaginn. Sogndal var 1-0 yfir þegar leik var hætt. Næsti leikur Sogndal er gegn KFUM Oslo á morgun.
Norski boltinn Tengdar fréttir Læknir Sogndal segir liðið hafa bjargað lífi Emils Læknir norska knattspyrnuliðsins Sogndal, Anders Rosø segir liðið hafa bjargað lífi Emils Pálssonar er leikmaðurinn fór í hjartastopp í leik liðsins gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni síðastliðinn mánudag. 5. nóvember 2021 07:00 „Gott að sjá Emil brosa“ Eirik Bakke, þjálfari Sogndal, segir að það hafi verið gott að hitta Emil Pálsson og sjá hann brosa. 3. nóvember 2021 16:29 Lýst sem hetju eftir að hafa hjálpað manni sem hneig niður Danski landsliðsmaðurinn Pierre Emile Höjbjerg var á vellinum og hjálpaði til þegar Christian Eriksen fór í hjartastopp á EM í sumar. Hann lenti í svipuðum aðstæðum á sunnudag. 3. nóvember 2021 14:30 Emil vakandi og líðan hans sögð góð eftir aðstæðum Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik með Sogndal í gær, er vakandi og líðan hans er eftir aðstæðum góð. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal. 2. nóvember 2021 15:23 Ástand Emils stöðugt Ástand Emils Pálssonar, sem hné fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni í gær, er stöðugt. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal í dag. 2. nóvember 2021 13:11 Fjölskylda Emils komin til Noregs Fjölskylda fótboltamannsins Emils Pálssonar er komin til Noregs. Hann fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni í gær en var endurlífgaður á staðnum og fluttur með sjúkraþyrlu á háskólasjúkrahúsið í Haukeland í Björgvin. 2. nóvember 2021 10:58 Vill endurmeta læknisskoðanir hér heima eftir það sem gerðist í gær Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA í Pepsi Max deild karla, vill sjá íslensk félagslið uppfæra læknisskoðun leikmanna í ljósi þess sem kom fyrir Emil Pálsson í gær. 2. nóvember 2021 07:01 Emil Pálsson hné niður á vellinum Leikur Sogndal og Stjørdals/Blink var flautaður af þegar knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hné niður eftir tólf mínútna leik. Emil lá á vellinum í um tíu mínútur en var kominn til meðvitundar þegar hann var settur um borð í sjúkraþyrlu. 1. nóvember 2021 18:22 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Læknir Sogndal segir liðið hafa bjargað lífi Emils Læknir norska knattspyrnuliðsins Sogndal, Anders Rosø segir liðið hafa bjargað lífi Emils Pálssonar er leikmaðurinn fór í hjartastopp í leik liðsins gegn Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni síðastliðinn mánudag. 5. nóvember 2021 07:00
„Gott að sjá Emil brosa“ Eirik Bakke, þjálfari Sogndal, segir að það hafi verið gott að hitta Emil Pálsson og sjá hann brosa. 3. nóvember 2021 16:29
Lýst sem hetju eftir að hafa hjálpað manni sem hneig niður Danski landsliðsmaðurinn Pierre Emile Höjbjerg var á vellinum og hjálpaði til þegar Christian Eriksen fór í hjartastopp á EM í sumar. Hann lenti í svipuðum aðstæðum á sunnudag. 3. nóvember 2021 14:30
Emil vakandi og líðan hans sögð góð eftir aðstæðum Emil Pálsson, sem fór í hjartastopp í leik með Sogndal í gær, er vakandi og líðan hans er eftir aðstæðum góð. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal. 2. nóvember 2021 15:23
Ástand Emils stöðugt Ástand Emils Pálssonar, sem hné fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni í gær, er stöðugt. Þetta kemur fram í stuttri yfirlýsingu frá Sogndal í dag. 2. nóvember 2021 13:11
Fjölskylda Emils komin til Noregs Fjölskylda fótboltamannsins Emils Pálssonar er komin til Noregs. Hann fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni í gær en var endurlífgaður á staðnum og fluttur með sjúkraþyrlu á háskólasjúkrahúsið í Haukeland í Björgvin. 2. nóvember 2021 10:58
Vill endurmeta læknisskoðanir hér heima eftir það sem gerðist í gær Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA í Pepsi Max deild karla, vill sjá íslensk félagslið uppfæra læknisskoðun leikmanna í ljósi þess sem kom fyrir Emil Pálsson í gær. 2. nóvember 2021 07:01
Emil Pálsson hné niður á vellinum Leikur Sogndal og Stjørdals/Blink var flautaður af þegar knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson hné niður eftir tólf mínútna leik. Emil lá á vellinum í um tíu mínútur en var kominn til meðvitundar þegar hann var settur um borð í sjúkraþyrlu. 1. nóvember 2021 18:22