Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Tindastóll 72-83 | Njarðvíkingar töpuðu þriðja leiknum í röð Atli Arason skrifar 5. nóvember 2021 22:44 Tindastóll vann í Njarðvík. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll sá til þess að Njarðvík tapaði þriðja leiknum í röð í Subway-deild karla í körfubolta er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld, lokatölur 72-83. Stólarnir komu gífurlega öflugir inn í leikinn. Gestirnir spiluðu góðan varnarleik sem Njarðvíkingum tókst ekki að brjóta upp. Skotnýtingin var ekki góð á fyrstu mínútunum hjá báðum liðum en þegar gestirnir fóru að setja niður sín skot þá byggðu þeir upp myndarlegt forskot sem jókst eftir því sem á leið en mestur var munurinn 15 stig þegar tæp mínúta var eftir af fyrsta leikhlutanum. Richotti skorar þá fyrstu sjö stig sín í leiknum sem öll komu á síðustu mínútu fyrsta fjórðungs sem Tindastóll vann með 11 stigum, 17-28. Tindastóll gerir fyrstu 5 stig annars leikhluta og þar ná þeir mestu forystu sinni sem varð í leiknum, 16 stig, áður en að heimamenn mæta almennilega til leiks, 11-0 kafli um miðbik leikhlutans og 8-0 kafli á næst síðustu mínútunni sá til þess að liðin fóru jöfn inn í hálfleikinn, 41-41. Richotti var stigahæstur heimamanna í fyrri hálfleik með 9 stig, Basile og Fotios voru með 8 stig hvor. Hjá Tindastóll var Javon Bess stigahæstur í hálfleiknum með 12 stig og Taiwo Badmus kom þar á eftir með 11. Njarðvíkingar komu brattir út í þriðja leikhluta en Basile sá til þess að heimamenn voru komnir með sex stiga forskot þegar mínúta var liðin af leikhlutanum. Við tók 0-9 kafli frá gestunum og náðu þeir aftur yfirhöndinni og leikurinn var jafn og spennandi það sem eftir lifði af þriðja fjórðung. Stólarnir voru þó skrefi á undan og fór svo að þeir unnu leikhlutann með 3 stigum, 21-24. Staðan fyrir síðasta leikhlutann var því 62-65. Síðasti leikhluti var eign gestanna. Agaður og öflugur varnarleikur sá til þess að Njarðvík náði aldrei að brúa bilið, heldur voru það Stólarnir sem bara bættu í og fór svo að lokum að Tindastóll vann sannfærandi sigur, 74-83. Af hverju vann Tindastóll? Varnarleikur er það sem Stólarnir segjast standa fyrir og hann var mjög flottur hjá þeim í kvöld og þá sérstaklega í fyrsta og síðasta leikhlutanum. Liðin voru jöfn í flestum tölfræðiþáttum en Njarðvíkingar tapaði boltanum oftar og Stólarnir tóku örlítið fleiri fráköst. Hverjir stóðu upp úr? Javon Anthony Bess var stigahæsti leikmaður vallarins með 22 stig en Sigurður Gunnar, sem hefur verið frábær fyrir Stólana á tímabilinu, átti enn einn góðan leik með 15 stig og 10 fráköst. Hjá Njarðvíkingum var Fotios Lampropoulos bestur með 18 stig og 8 fráköst. Hvað gerist næst? Tindastóll leikur við Vestri á heimavelli þann 11. nóvember. Njarðvík fær hins vegar langt frí þar sem þeir eru búnir að leika sinn leik í sjöttu umferð. Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Breiðablik þann 18. nóvember. „Við erum ekki nógu harðir“ Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna.Vísir/Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur var pirraður og fúll eftir tapið gegn Tindastól í kvöld. „Ég er ógeðslega tapsár núna eins og eftir öll töp. Þetta er versta tilfinning í heimi og hún venst aldrei. Hvort sem það er deildar- eða bikarleikur þá er ömurlegt að tapa,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leik. Það voru mörg atriði sem fóru úrskeiðis í leik Njarðvíkur í kvöld að mati Benedikts. „Ég get týnt til sitt lítið að hverju. Við erum í veseni með grunnatriðin eins og almennileg ‘screen‘ og við erum ekki að stíga nægilega vel út. Við erum að brjóta í einhverjum stökkskotum sem maður á ekki að gera í körfubolta. Það sem böggar mig samt mest er að við erum ekki nógu harðir, við erum bara of linir,“ svaraði Benedikt aðspurður af því hvers vegna Njarðvíkingar töpuðu í kvöld. Það er langt í næsta leik hjá Njarðvík og Benedikt kveðst ætla að nota þann tíma vel til að drilla liðið og fara yfir það sem fór úrskeiðis í kvöld. „Við eigum næst leik þann 18. nóvember, þannig það eru fullt af æfingum fram undan,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. „Við vorum þéttir á varnarvelli“ Baldur Þór Ragnarsson.Vísir/Daníel Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, gat verið glaður í leikslok en hann hrósaði varnarleik sinna manna. „Við sýndum mikinn styrk í kvöld. Við vorum þéttir á varnarvelli sem var mjög gott,“ sagði Baldur í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. „Menn stigu upp eftir að Njarðvík tók áhlaup. Það var alltaf vitað að við myndum ekki bara labba í gegnum þetta eins og við gerðum í fyrsta leikhluta, þeir voru alltaf að fara að koma til baka en við sýndum mikinn styrk.“ Stigasöfnun Tindastóls dreifðist vel á liðið en alls voru fjórir leikmenn þeirra með tveggja stafa tölu í stigaskori. „Við hreyfum boltann vel og gerum vel í því. Það er enginn sem vill vera að hanga á boltanum og menn ná vel saman. Við verðum betri með hverjum leik.“ Baldur varar sína menn við því að vera að slaka eitthvað á og hvetur þá til að halda áfram að bæta sig og sýna sama ákafa í næstu leikjum eins og þeir gerðu í kvöld. „Vestri á heimavelli er næst og þetta er eins og við þekkjum í þessari deild að um leið og maður slakar á í hvaða leik sem er þá tapar liðið þitt. Við þurfum að halda þessum ákafa áfram,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson að lokum Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll
Tindastóll sá til þess að Njarðvík tapaði þriðja leiknum í röð í Subway-deild karla í körfubolta er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld, lokatölur 72-83. Stólarnir komu gífurlega öflugir inn í leikinn. Gestirnir spiluðu góðan varnarleik sem Njarðvíkingum tókst ekki að brjóta upp. Skotnýtingin var ekki góð á fyrstu mínútunum hjá báðum liðum en þegar gestirnir fóru að setja niður sín skot þá byggðu þeir upp myndarlegt forskot sem jókst eftir því sem á leið en mestur var munurinn 15 stig þegar tæp mínúta var eftir af fyrsta leikhlutanum. Richotti skorar þá fyrstu sjö stig sín í leiknum sem öll komu á síðustu mínútu fyrsta fjórðungs sem Tindastóll vann með 11 stigum, 17-28. Tindastóll gerir fyrstu 5 stig annars leikhluta og þar ná þeir mestu forystu sinni sem varð í leiknum, 16 stig, áður en að heimamenn mæta almennilega til leiks, 11-0 kafli um miðbik leikhlutans og 8-0 kafli á næst síðustu mínútunni sá til þess að liðin fóru jöfn inn í hálfleikinn, 41-41. Richotti var stigahæstur heimamanna í fyrri hálfleik með 9 stig, Basile og Fotios voru með 8 stig hvor. Hjá Tindastóll var Javon Bess stigahæstur í hálfleiknum með 12 stig og Taiwo Badmus kom þar á eftir með 11. Njarðvíkingar komu brattir út í þriðja leikhluta en Basile sá til þess að heimamenn voru komnir með sex stiga forskot þegar mínúta var liðin af leikhlutanum. Við tók 0-9 kafli frá gestunum og náðu þeir aftur yfirhöndinni og leikurinn var jafn og spennandi það sem eftir lifði af þriðja fjórðung. Stólarnir voru þó skrefi á undan og fór svo að þeir unnu leikhlutann með 3 stigum, 21-24. Staðan fyrir síðasta leikhlutann var því 62-65. Síðasti leikhluti var eign gestanna. Agaður og öflugur varnarleikur sá til þess að Njarðvík náði aldrei að brúa bilið, heldur voru það Stólarnir sem bara bættu í og fór svo að lokum að Tindastóll vann sannfærandi sigur, 74-83. Af hverju vann Tindastóll? Varnarleikur er það sem Stólarnir segjast standa fyrir og hann var mjög flottur hjá þeim í kvöld og þá sérstaklega í fyrsta og síðasta leikhlutanum. Liðin voru jöfn í flestum tölfræðiþáttum en Njarðvíkingar tapaði boltanum oftar og Stólarnir tóku örlítið fleiri fráköst. Hverjir stóðu upp úr? Javon Anthony Bess var stigahæsti leikmaður vallarins með 22 stig en Sigurður Gunnar, sem hefur verið frábær fyrir Stólana á tímabilinu, átti enn einn góðan leik með 15 stig og 10 fráköst. Hjá Njarðvíkingum var Fotios Lampropoulos bestur með 18 stig og 8 fráköst. Hvað gerist næst? Tindastóll leikur við Vestri á heimavelli þann 11. nóvember. Njarðvík fær hins vegar langt frí þar sem þeir eru búnir að leika sinn leik í sjöttu umferð. Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Breiðablik þann 18. nóvember. „Við erum ekki nógu harðir“ Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna.Vísir/Bára Dröfn Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur var pirraður og fúll eftir tapið gegn Tindastól í kvöld. „Ég er ógeðslega tapsár núna eins og eftir öll töp. Þetta er versta tilfinning í heimi og hún venst aldrei. Hvort sem það er deildar- eða bikarleikur þá er ömurlegt að tapa,“ sagði Benedikt í viðtali við Vísi eftir leik. Það voru mörg atriði sem fóru úrskeiðis í leik Njarðvíkur í kvöld að mati Benedikts. „Ég get týnt til sitt lítið að hverju. Við erum í veseni með grunnatriðin eins og almennileg ‘screen‘ og við erum ekki að stíga nægilega vel út. Við erum að brjóta í einhverjum stökkskotum sem maður á ekki að gera í körfubolta. Það sem böggar mig samt mest er að við erum ekki nógu harðir, við erum bara of linir,“ svaraði Benedikt aðspurður af því hvers vegna Njarðvíkingar töpuðu í kvöld. Það er langt í næsta leik hjá Njarðvík og Benedikt kveðst ætla að nota þann tíma vel til að drilla liðið og fara yfir það sem fór úrskeiðis í kvöld. „Við eigum næst leik þann 18. nóvember, þannig það eru fullt af æfingum fram undan,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. „Við vorum þéttir á varnarvelli“ Baldur Þór Ragnarsson.Vísir/Daníel Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, gat verið glaður í leikslok en hann hrósaði varnarleik sinna manna. „Við sýndum mikinn styrk í kvöld. Við vorum þéttir á varnarvelli sem var mjög gott,“ sagði Baldur í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. „Menn stigu upp eftir að Njarðvík tók áhlaup. Það var alltaf vitað að við myndum ekki bara labba í gegnum þetta eins og við gerðum í fyrsta leikhluta, þeir voru alltaf að fara að koma til baka en við sýndum mikinn styrk.“ Stigasöfnun Tindastóls dreifðist vel á liðið en alls voru fjórir leikmenn þeirra með tveggja stafa tölu í stigaskori. „Við hreyfum boltann vel og gerum vel í því. Það er enginn sem vill vera að hanga á boltanum og menn ná vel saman. Við verðum betri með hverjum leik.“ Baldur varar sína menn við því að vera að slaka eitthvað á og hvetur þá til að halda áfram að bæta sig og sýna sama ákafa í næstu leikjum eins og þeir gerðu í kvöld. „Vestri á heimavelli er næst og þetta er eins og við þekkjum í þessari deild að um leið og maður slakar á í hvaða leik sem er þá tapar liðið þitt. Við þurfum að halda þessum ákafa áfram,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson að lokum
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti