Afsögn Sólveigar Önnu kom Drífu í opna skjöldu Jakob Bjarnar skrifar 5. nóvember 2021 14:29 Drífa segir að Sólveig Anna hafi komið sem stormsveipur inn í verkalýðshreyfinguna. En staða trúnaðarmanna, sem Sólveig Anna hefur átt í erjum við á skrifstofum Eflingar, sé heilög. vísir/vilhelm Drífa Snædal forseti ASÍ hefur ekki viljað tjáð sig um væringar innan Eflingar þar til nú. Hún segir í pistli að trúnaðarmönnum beri að tala fyrir máli starfsfólks. Allt hefur leikið á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku hjá Eflingu, stærsta verkalýðsfélags Íslands. Í kjölfarið sagði hún sig frá því að vera varaforseti hjá ASÍ og sem varaformaður Starfsgreinasambandsins. Sólveig Anna og Viðar Þorsteinsson, sem lét samhliða af starfi sem framkvæmdastjóri Eflingar, hafa lýst því yfir að Sólveig Anna hafi mátt sæta hálfgerðum ofsóknum á skrifstofum Eflingar en þau voru afar ósátt við yfirlýsingu sem trúnaðarmenn Eflingar sendu þeim þar sem greint er frá ótta og áhyggjum starfsfólks á skrifstofunni. Drífa hefur ekki tjáð sig um þetta fyrr en nú í pistli sem birtist á Vísi. Þar segir hún að allir eigi það skilið að þeim líði vel í starfi og það eigi jafnt við um starfsfólk, trúnaðarmenn eða félagslega kjörið fólk. „Starfsfólk stéttarfélaganna er í framlínu frá degi til dags í þjónustu við félagsmenn. Það mæðir oft mikið á því fólki og það á heiður og virðingu skilda fyrir að sinna sínum störfum. Enda velst þar iðulega til starfa fólk sem trúir á mikilvægi vinnunnar, nauðsyn þess að tryggja heilbrigt, öruggt og réttlátt starfsumhverfi og hefur vilja til að vernda og styrkja stöðu launafólks á vinnumarkaði,“ segir Drífa meðal annars í pistli sínum. Hún segir jafnframt að í flestum stéttarfélögum, líkt og á öðrum vinnustöðum, séu starfandi trúnaðarmenn starfsfólks. „Trúnaðarmönnum ber að tala máli starfsfólks inni á vinnustað en það getur verið afar erfið staða eins og trúnaðarmenn um allt land vita mæta vel. Það er engin tilviljun að trúnaðarmenn njóta lagalegrar verndar enda geta þeir lent á milli steins og sleggju þegar erfið mál koma upp á vinnustöðum.“ Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Vinnan heldur áfram Afsögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr embætti formanns Eflingar kom mér eins og flestum öðrum á óvart. Sólveig Anna kom með krafti inn í verkalýðshreyfinguna. Hún var og er ötul baráttukona fyrir lægst launuðu hópa samfélagsins og átti ríkan þátt í að setja þeirra málefni á dagskrá síðustu kjarasamninga. 5. nóvember 2021 13:00 Viðar segir sig og Sólveigu Önnu hafa búið við gíslatökuástand á skrifstofum Eflingar Guðmundur Baldursson stjórnarmaður Eflingar er andsnúinn því að Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður félagsins taki við formennsku í dag eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér. Hann sé hins vegar í minnihluta stjórnar. 4. nóvember 2021 14:10 Vissu að þeim var líklega óheimilt að afhenda ekki ályktun trúnaðarmannanna Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Sólveigu Önnu Jónsdóttur, þáverandi formanni Eflingar, kynni að vera óheimilt að neita að afhenda Guðmundi J. Baldurssyni, stjórnarmanni í stjórn Eflingar, ályktun trúnaðarmanna félagsins. 5. nóvember 2021 12:55 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Allt hefur leikið á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku hjá Eflingu, stærsta verkalýðsfélags Íslands. Í kjölfarið sagði hún sig frá því að vera varaforseti hjá ASÍ og sem varaformaður Starfsgreinasambandsins. Sólveig Anna og Viðar Þorsteinsson, sem lét samhliða af starfi sem framkvæmdastjóri Eflingar, hafa lýst því yfir að Sólveig Anna hafi mátt sæta hálfgerðum ofsóknum á skrifstofum Eflingar en þau voru afar ósátt við yfirlýsingu sem trúnaðarmenn Eflingar sendu þeim þar sem greint er frá ótta og áhyggjum starfsfólks á skrifstofunni. Drífa hefur ekki tjáð sig um þetta fyrr en nú í pistli sem birtist á Vísi. Þar segir hún að allir eigi það skilið að þeim líði vel í starfi og það eigi jafnt við um starfsfólk, trúnaðarmenn eða félagslega kjörið fólk. „Starfsfólk stéttarfélaganna er í framlínu frá degi til dags í þjónustu við félagsmenn. Það mæðir oft mikið á því fólki og það á heiður og virðingu skilda fyrir að sinna sínum störfum. Enda velst þar iðulega til starfa fólk sem trúir á mikilvægi vinnunnar, nauðsyn þess að tryggja heilbrigt, öruggt og réttlátt starfsumhverfi og hefur vilja til að vernda og styrkja stöðu launafólks á vinnumarkaði,“ segir Drífa meðal annars í pistli sínum. Hún segir jafnframt að í flestum stéttarfélögum, líkt og á öðrum vinnustöðum, séu starfandi trúnaðarmenn starfsfólks. „Trúnaðarmönnum ber að tala máli starfsfólks inni á vinnustað en það getur verið afar erfið staða eins og trúnaðarmenn um allt land vita mæta vel. Það er engin tilviljun að trúnaðarmenn njóta lagalegrar verndar enda geta þeir lent á milli steins og sleggju þegar erfið mál koma upp á vinnustöðum.“
Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Vinnan heldur áfram Afsögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr embætti formanns Eflingar kom mér eins og flestum öðrum á óvart. Sólveig Anna kom með krafti inn í verkalýðshreyfinguna. Hún var og er ötul baráttukona fyrir lægst launuðu hópa samfélagsins og átti ríkan þátt í að setja þeirra málefni á dagskrá síðustu kjarasamninga. 5. nóvember 2021 13:00 Viðar segir sig og Sólveigu Önnu hafa búið við gíslatökuástand á skrifstofum Eflingar Guðmundur Baldursson stjórnarmaður Eflingar er andsnúinn því að Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður félagsins taki við formennsku í dag eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér. Hann sé hins vegar í minnihluta stjórnar. 4. nóvember 2021 14:10 Vissu að þeim var líklega óheimilt að afhenda ekki ályktun trúnaðarmannanna Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Sólveigu Önnu Jónsdóttur, þáverandi formanni Eflingar, kynni að vera óheimilt að neita að afhenda Guðmundi J. Baldurssyni, stjórnarmanni í stjórn Eflingar, ályktun trúnaðarmanna félagsins. 5. nóvember 2021 12:55 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Vinnan heldur áfram Afsögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr embætti formanns Eflingar kom mér eins og flestum öðrum á óvart. Sólveig Anna kom með krafti inn í verkalýðshreyfinguna. Hún var og er ötul baráttukona fyrir lægst launuðu hópa samfélagsins og átti ríkan þátt í að setja þeirra málefni á dagskrá síðustu kjarasamninga. 5. nóvember 2021 13:00
Viðar segir sig og Sólveigu Önnu hafa búið við gíslatökuástand á skrifstofum Eflingar Guðmundur Baldursson stjórnarmaður Eflingar er andsnúinn því að Agnieszka Ewa Ziółkowska varaformaður félagsins taki við formennsku í dag eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér. Hann sé hins vegar í minnihluta stjórnar. 4. nóvember 2021 14:10
Vissu að þeim var líklega óheimilt að afhenda ekki ályktun trúnaðarmannanna Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Sólveigu Önnu Jónsdóttur, þáverandi formanni Eflingar, kynni að vera óheimilt að neita að afhenda Guðmundi J. Baldurssyni, stjórnarmanni í stjórn Eflingar, ályktun trúnaðarmanna félagsins. 5. nóvember 2021 12:55
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda