Andstæðingar ríkisstjórnar Eþíópíu fylkja liði Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2021 16:50 Átökin í Eþíópíu er sögðu hafa dreifst út um landið en því hafnar ríkisstjórn Abiy Ahmed. AP/Ben Curtis Her Eþíópíu hefur kallað hermenn sem sest hafa í helgan stein aftur til starfa. Það var gert eftir að hópur fylkinga landsins sem eru andvíg ríkisstjórn Abiy Ahmed, forsætisráðherra, fylktu liði og vilja koma honum frá völdum. Bandalag þetta inniheldur meðal annars Frelsisfylkinguna í Tigray-héraði, sem hefur barist við stjórnarher Eþíópíu í rúmt ár. Aðrar fylkingar eru einnig með vopnaðar sveitir en ekki er víst hve margar og hve fjölmennar þær sveitir eru, samkvæmt frétt Reuters. Á þessu ári sem átökin hafa staðið yfir hafa þau að mestu farið fram í Tigray í norðurhluta Eþíópíu. Þau hafa þó verið að dreifast um landið og hefur ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi. Fregnir hafa borist af uppreisnarmönnum nálgast höfuðborg landsins en ríkisstjórn Abiy Ahmed hefur beðið íbúa Addis Ababa um að skrá byssur sínar og vera tilbúna til að verja heimili sín. Frá því þegar forsvarsmenn níu fylkinga í Eþíópíu tilkynntu bandalag gegn ríkisstjórn landsins í dag.AP/Gemunu Amarasinghe Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sakaði í vikunni allar stríðandi fylkingar í Eþíópíu um ýmis ódæði og mögulega glæpi gegn mannkyninu. Sjá einnig: Sameinuðu þjóðirnar saka allar stríðandi fylkingar um morð og nauðganir Í samtali við Reuters segir einn forsvarsmanna þessa nýja bandalags að markmiðið sé að koma Abiy Ahmed frá völdum og mynda nýja ríkisstjórn og halda kosningar. Þetta þurfi að gerast eins fljótt og mögulegt sé. AP fréttaveitan segir meðlimi bandalagsins einnig vilja verja stjórnarskrá landsins frá 1995 og þá sérstaklega þann hluta hennar þar sem kveðið er á um sjálfsstjórnarrétt héraða Eþíópíu. Átökin í Eþíópíu hófust fyrir ári síðan. Stjórnarher landsins réðst þá til atlögu gegn Frelsisfylkingunni í Tigray, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður þar til Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra landsins árið 2018. Ráðamenn víðsvegar að hafa kallað eftir því að vopnahléi verði komið á í Eþíópu. DW hefur eftir þýskum þingmanni að Eþíópíu sé í hættu á að leysast upp og átökin þar geti haft gífurlegar afleiðingar fyrir alla Afríku. Evrópusambandið er meðal þeirra sem hefur kallað eftir vopnahléi en það hafa Bandaríkin gert einnig. Sérstakur erindreki Bandaríkjanna er í Kampala að reyna að stilla til friðar. Sendiráð Bandaríkjanna hefur beðið bandaríska ríkisborgara um að yfirgefa Eþíópíu hið snarasta. Eþíópía Hernaður Tengdar fréttir Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41 Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu. 29. júní 2021 06:38 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fleiri fréttir „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Sjá meira
Bandalag þetta inniheldur meðal annars Frelsisfylkinguna í Tigray-héraði, sem hefur barist við stjórnarher Eþíópíu í rúmt ár. Aðrar fylkingar eru einnig með vopnaðar sveitir en ekki er víst hve margar og hve fjölmennar þær sveitir eru, samkvæmt frétt Reuters. Á þessu ári sem átökin hafa staðið yfir hafa þau að mestu farið fram í Tigray í norðurhluta Eþíópíu. Þau hafa þó verið að dreifast um landið og hefur ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi. Fregnir hafa borist af uppreisnarmönnum nálgast höfuðborg landsins en ríkisstjórn Abiy Ahmed hefur beðið íbúa Addis Ababa um að skrá byssur sínar og vera tilbúna til að verja heimili sín. Frá því þegar forsvarsmenn níu fylkinga í Eþíópíu tilkynntu bandalag gegn ríkisstjórn landsins í dag.AP/Gemunu Amarasinghe Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sakaði í vikunni allar stríðandi fylkingar í Eþíópíu um ýmis ódæði og mögulega glæpi gegn mannkyninu. Sjá einnig: Sameinuðu þjóðirnar saka allar stríðandi fylkingar um morð og nauðganir Í samtali við Reuters segir einn forsvarsmanna þessa nýja bandalags að markmiðið sé að koma Abiy Ahmed frá völdum og mynda nýja ríkisstjórn og halda kosningar. Þetta þurfi að gerast eins fljótt og mögulegt sé. AP fréttaveitan segir meðlimi bandalagsins einnig vilja verja stjórnarskrá landsins frá 1995 og þá sérstaklega þann hluta hennar þar sem kveðið er á um sjálfsstjórnarrétt héraða Eþíópíu. Átökin í Eþíópíu hófust fyrir ári síðan. Stjórnarher landsins réðst þá til atlögu gegn Frelsisfylkingunni í Tigray, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður þar til Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra landsins árið 2018. Ráðamenn víðsvegar að hafa kallað eftir því að vopnahléi verði komið á í Eþíópu. DW hefur eftir þýskum þingmanni að Eþíópíu sé í hættu á að leysast upp og átökin þar geti haft gífurlegar afleiðingar fyrir alla Afríku. Evrópusambandið er meðal þeirra sem hefur kallað eftir vopnahléi en það hafa Bandaríkin gert einnig. Sérstakur erindreki Bandaríkjanna er í Kampala að reyna að stilla til friðar. Sendiráð Bandaríkjanna hefur beðið bandaríska ríkisborgara um að yfirgefa Eþíópíu hið snarasta.
Eþíópía Hernaður Tengdar fréttir Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41 Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu. 29. júní 2021 06:38 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Fleiri fréttir „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Sjá meira
Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41
Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20
Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu. 29. júní 2021 06:38