Andstæðingar ríkisstjórnar Eþíópíu fylkja liði Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2021 16:50 Átökin í Eþíópíu er sögðu hafa dreifst út um landið en því hafnar ríkisstjórn Abiy Ahmed. AP/Ben Curtis Her Eþíópíu hefur kallað hermenn sem sest hafa í helgan stein aftur til starfa. Það var gert eftir að hópur fylkinga landsins sem eru andvíg ríkisstjórn Abiy Ahmed, forsætisráðherra, fylktu liði og vilja koma honum frá völdum. Bandalag þetta inniheldur meðal annars Frelsisfylkinguna í Tigray-héraði, sem hefur barist við stjórnarher Eþíópíu í rúmt ár. Aðrar fylkingar eru einnig með vopnaðar sveitir en ekki er víst hve margar og hve fjölmennar þær sveitir eru, samkvæmt frétt Reuters. Á þessu ári sem átökin hafa staðið yfir hafa þau að mestu farið fram í Tigray í norðurhluta Eþíópíu. Þau hafa þó verið að dreifast um landið og hefur ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi. Fregnir hafa borist af uppreisnarmönnum nálgast höfuðborg landsins en ríkisstjórn Abiy Ahmed hefur beðið íbúa Addis Ababa um að skrá byssur sínar og vera tilbúna til að verja heimili sín. Frá því þegar forsvarsmenn níu fylkinga í Eþíópíu tilkynntu bandalag gegn ríkisstjórn landsins í dag.AP/Gemunu Amarasinghe Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sakaði í vikunni allar stríðandi fylkingar í Eþíópíu um ýmis ódæði og mögulega glæpi gegn mannkyninu. Sjá einnig: Sameinuðu þjóðirnar saka allar stríðandi fylkingar um morð og nauðganir Í samtali við Reuters segir einn forsvarsmanna þessa nýja bandalags að markmiðið sé að koma Abiy Ahmed frá völdum og mynda nýja ríkisstjórn og halda kosningar. Þetta þurfi að gerast eins fljótt og mögulegt sé. AP fréttaveitan segir meðlimi bandalagsins einnig vilja verja stjórnarskrá landsins frá 1995 og þá sérstaklega þann hluta hennar þar sem kveðið er á um sjálfsstjórnarrétt héraða Eþíópíu. Átökin í Eþíópíu hófust fyrir ári síðan. Stjórnarher landsins réðst þá til atlögu gegn Frelsisfylkingunni í Tigray, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður þar til Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra landsins árið 2018. Ráðamenn víðsvegar að hafa kallað eftir því að vopnahléi verði komið á í Eþíópu. DW hefur eftir þýskum þingmanni að Eþíópíu sé í hættu á að leysast upp og átökin þar geti haft gífurlegar afleiðingar fyrir alla Afríku. Evrópusambandið er meðal þeirra sem hefur kallað eftir vopnahléi en það hafa Bandaríkin gert einnig. Sérstakur erindreki Bandaríkjanna er í Kampala að reyna að stilla til friðar. Sendiráð Bandaríkjanna hefur beðið bandaríska ríkisborgara um að yfirgefa Eþíópíu hið snarasta. Eþíópía Hernaður Tengdar fréttir Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41 Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu. 29. júní 2021 06:38 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Bandalag þetta inniheldur meðal annars Frelsisfylkinguna í Tigray-héraði, sem hefur barist við stjórnarher Eþíópíu í rúmt ár. Aðrar fylkingar eru einnig með vopnaðar sveitir en ekki er víst hve margar og hve fjölmennar þær sveitir eru, samkvæmt frétt Reuters. Á þessu ári sem átökin hafa staðið yfir hafa þau að mestu farið fram í Tigray í norðurhluta Eþíópíu. Þau hafa þó verið að dreifast um landið og hefur ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi. Fregnir hafa borist af uppreisnarmönnum nálgast höfuðborg landsins en ríkisstjórn Abiy Ahmed hefur beðið íbúa Addis Ababa um að skrá byssur sínar og vera tilbúna til að verja heimili sín. Frá því þegar forsvarsmenn níu fylkinga í Eþíópíu tilkynntu bandalag gegn ríkisstjórn landsins í dag.AP/Gemunu Amarasinghe Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sakaði í vikunni allar stríðandi fylkingar í Eþíópíu um ýmis ódæði og mögulega glæpi gegn mannkyninu. Sjá einnig: Sameinuðu þjóðirnar saka allar stríðandi fylkingar um morð og nauðganir Í samtali við Reuters segir einn forsvarsmanna þessa nýja bandalags að markmiðið sé að koma Abiy Ahmed frá völdum og mynda nýja ríkisstjórn og halda kosningar. Þetta þurfi að gerast eins fljótt og mögulegt sé. AP fréttaveitan segir meðlimi bandalagsins einnig vilja verja stjórnarskrá landsins frá 1995 og þá sérstaklega þann hluta hennar þar sem kveðið er á um sjálfsstjórnarrétt héraða Eþíópíu. Átökin í Eþíópíu hófust fyrir ári síðan. Stjórnarher landsins réðst þá til atlögu gegn Frelsisfylkingunni í Tigray, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður þar til Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra landsins árið 2018. Ráðamenn víðsvegar að hafa kallað eftir því að vopnahléi verði komið á í Eþíópu. DW hefur eftir þýskum þingmanni að Eþíópíu sé í hættu á að leysast upp og átökin þar geti haft gífurlegar afleiðingar fyrir alla Afríku. Evrópusambandið er meðal þeirra sem hefur kallað eftir vopnahléi en það hafa Bandaríkin gert einnig. Sérstakur erindreki Bandaríkjanna er í Kampala að reyna að stilla til friðar. Sendiráð Bandaríkjanna hefur beðið bandaríska ríkisborgara um að yfirgefa Eþíópíu hið snarasta.
Eþíópía Hernaður Tengdar fréttir Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41 Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu. 29. júní 2021 06:38 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41
Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20
Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu. 29. júní 2021 06:38