Dæmi um að greiðsluhækkanir til ellilífeyrisþega skerðist um 75 prósent Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 19:01 Foto: Dæmi um skerðingar Hækkun greiðslna Lífeyrissjóðs verslunarmanna til félagsmanna skerðast um allt að 75 prósent vegna lækkunar bóta Tryggingastofnunar á móti. Þá skerðist eingreiðsla lífeyrissjóðsins til félagsmanna um tugi prósenta. Lífeyrissjóður verslunarmanna tilkynnti í gær að vegna þess hve ávöxtun eigna hafi verið góð undanfarin ár sé hægt að hækka lífeyrisgreiðslur um 10%. Ellilífeyrisþegar fá þó ekki hækkunina beint í vasann og þá skiptir máli frá hverjum og hversu háar greiðslur þeir fá fyrir hækkunina. Þannig skerðist greiðslan hjá ellilífeyrisþega sem er með fimm hundruð þúsund krónur samanlagt frá Tryggingastofnun og Lífeyrissjóði um ríflega 73%. Þannig að í stað þess að fá 50 þúsund krónur fær hann eftir skerðingu aðeins ríflega 13 þúsund krónur. Ingibjörg Sverrisdóttir formaður Félags eldir borgara segir þetta ótrúlegar skerðingar fyrir fólk,Vísir Greiðslur til einstaklings sem fær ekki lífeyri frá Tryggingastofnun en er aðeins með greiðslur frá lífeyrissjóðum upp á 617 þúsund krónur skerðast hins vegar aðeins um skattprósentuna eða tæplega 38%. Þannig að sá aðili fær ríflega 38 þúsund krónur af 61.700. Ingibjörg Sverrisdóttir formaður Félags eldir borgara segir þetta ótrúlegar skerðingar fyrir fólk, sérstaklega fyrir þá sem eru með lágar greiðslur. „Þeir sem eru með blandaðar tekjur frá lífeyrissjóði og Tryggingastofnun þeir fá skerðingu eins og áður. Sá sem er þannig að fá hækkun frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna um 20 þúsund krónur heldur eftir um fimm þúsund krónum á mánuði þegar búið er að reikna alla skatta og skerðingar,“ segir hún. Lífeyrissjóður Verslunarmanna greiddi einnig út eingreiðslu sem var að meðaltali um 76 þúsund krónur á hvern ellilífeyrisþega. Þar kemur líka til skerðingar hjá þeim sem fá greiðslu frá Tryggingastofnun en þeir fá aðeins um 60% upphæðarinnar í vasann. „Þarna kom líka fram heilmiklar skerðingar sem Tryggingastofnun tekur til sín,“ segir hún Hún segir þetta enn og aftur sýna hversu ósanngjarnar skerðingarnar virka. „Við í Gráa hernum erum náttúrulega í málaferlum vegna þessara skerðinga og erum bara að bíða eftir því hvernig það kemur út,“ segir hún. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist reiðubúinn að skoða þessi mál.Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist reiðubúinn að skoða þessi mál. „Þetta er eitt af því sem við vorum að skoða á síðasta kjörtímabili. Þá er þetta eitt af því sem allir stjórnmálalokkar ávörpuðu fyrir síðustu kosningar. Þannig að ég hef trú á því að við stígum einhver skref verði farin en hver þau verða kemur bara í ljós í þeirri ríkisstjórnarmyndun sem nú er í gangi,“ segir Ásmundur. Eldri borgarar Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Hækka lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga um tíu prósent Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hyggst hækka áunnin lífeyrisréttindi í sameignardeild sjóðsins um tíu prósent sem leiðir til samsvarandi hækkunar lífeyrisgreiðslna. Sjóðsfélagar mega einnig eiga von á eingreiðslu sem nemur að meðaltali 76 þúsund króna um áramót. 4. nóvember 2021 09:36 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Lífeyrissjóður verslunarmanna tilkynnti í gær að vegna þess hve ávöxtun eigna hafi verið góð undanfarin ár sé hægt að hækka lífeyrisgreiðslur um 10%. Ellilífeyrisþegar fá þó ekki hækkunina beint í vasann og þá skiptir máli frá hverjum og hversu háar greiðslur þeir fá fyrir hækkunina. Þannig skerðist greiðslan hjá ellilífeyrisþega sem er með fimm hundruð þúsund krónur samanlagt frá Tryggingastofnun og Lífeyrissjóði um ríflega 73%. Þannig að í stað þess að fá 50 þúsund krónur fær hann eftir skerðingu aðeins ríflega 13 þúsund krónur. Ingibjörg Sverrisdóttir formaður Félags eldir borgara segir þetta ótrúlegar skerðingar fyrir fólk,Vísir Greiðslur til einstaklings sem fær ekki lífeyri frá Tryggingastofnun en er aðeins með greiðslur frá lífeyrissjóðum upp á 617 þúsund krónur skerðast hins vegar aðeins um skattprósentuna eða tæplega 38%. Þannig að sá aðili fær ríflega 38 þúsund krónur af 61.700. Ingibjörg Sverrisdóttir formaður Félags eldir borgara segir þetta ótrúlegar skerðingar fyrir fólk, sérstaklega fyrir þá sem eru með lágar greiðslur. „Þeir sem eru með blandaðar tekjur frá lífeyrissjóði og Tryggingastofnun þeir fá skerðingu eins og áður. Sá sem er þannig að fá hækkun frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna um 20 þúsund krónur heldur eftir um fimm þúsund krónum á mánuði þegar búið er að reikna alla skatta og skerðingar,“ segir hún. Lífeyrissjóður Verslunarmanna greiddi einnig út eingreiðslu sem var að meðaltali um 76 þúsund krónur á hvern ellilífeyrisþega. Þar kemur líka til skerðingar hjá þeim sem fá greiðslu frá Tryggingastofnun en þeir fá aðeins um 60% upphæðarinnar í vasann. „Þarna kom líka fram heilmiklar skerðingar sem Tryggingastofnun tekur til sín,“ segir hún Hún segir þetta enn og aftur sýna hversu ósanngjarnar skerðingarnar virka. „Við í Gráa hernum erum náttúrulega í málaferlum vegna þessara skerðinga og erum bara að bíða eftir því hvernig það kemur út,“ segir hún. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist reiðubúinn að skoða þessi mál.Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist reiðubúinn að skoða þessi mál. „Þetta er eitt af því sem við vorum að skoða á síðasta kjörtímabili. Þá er þetta eitt af því sem allir stjórnmálalokkar ávörpuðu fyrir síðustu kosningar. Þannig að ég hef trú á því að við stígum einhver skref verði farin en hver þau verða kemur bara í ljós í þeirri ríkisstjórnarmyndun sem nú er í gangi,“ segir Ásmundur.
Eldri borgarar Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Hækka lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga um tíu prósent Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hyggst hækka áunnin lífeyrisréttindi í sameignardeild sjóðsins um tíu prósent sem leiðir til samsvarandi hækkunar lífeyrisgreiðslna. Sjóðsfélagar mega einnig eiga von á eingreiðslu sem nemur að meðaltali 76 þúsund króna um áramót. 4. nóvember 2021 09:36 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Sjá meira
Hækka lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga um tíu prósent Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hyggst hækka áunnin lífeyrisréttindi í sameignardeild sjóðsins um tíu prósent sem leiðir til samsvarandi hækkunar lífeyrisgreiðslna. Sjóðsfélagar mega einnig eiga von á eingreiðslu sem nemur að meðaltali 76 þúsund króna um áramót. 4. nóvember 2021 09:36