Öflugt endurgreiðslukerfi tryggir samkeppnisforskot kvikmyndagerðar á Íslandi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar 8. nóvember 2021 15:01 Það stefnir í annað stærsta framleiðsluár í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði hér á landi samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofunni. Ársvelta iðnaðarins hefur þrefaldast á einum áratug, vel á þriðja þúsund manns starfa við kvikmyndagerð og fjöldi fyrirtækja í greininni hefur tvöfaldast undanfarin fimm ár. Þannig hefur tekist að byggja upp sérfræðiþekkingu innan greinarinnar. Vegna endurgreiðslukerfis fyrir kvikmyndaframleiðslu hefur byggst upp arðbær atvinnugrein sem skilar arði til samfélagsins í formi starfa, gjaldeyristekna og eflingar á ímynd Íslands. Í því samhengi er mikilvægt að huga að samkeppnisforskoti Íslands, við þurfum að hafa eitthvað fram að færa, eitthvað umfram önnur ríki. Það mun koma í hlut nýrrar ríkisstjórnar að styrkja endurgreiðslukerfið enn frekar og tryggja samkeppnisforskot Íslands þannig að Ísland verði fyrsta val fyrir erlenda kvikmynda- og sjónvarpsgerð. Ísland eftirsóknarverður tökustaður Kvikmynda- og sjónvarpsiðnaður á Íslandi hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Áhugi á Íslandi sem tökustað fer ekki fram hjá neinum þar sem íslenskri náttúru bregður fyrir í hinum ýmsu erlendu framleiðsluverkefnum. Að hluta til getum við þakkað náttúrufegurð Íslands fyrir áhugann, en þrátt fyrir einstakt landslag okkar dugar það eitt og sér ekki til í vaxandi alþjóðlegri samkeppni. Meira þarf til. Ísland, líkt og önnur Evrópuríki, hefur stuðst við endurgreiðslukerfi fyrir kvikmyndaframleiðslu frá árinu 1999. Endurgreiðslukerfi fyrir kvikmyndaframleiðslu byggir á lögum nr. 43/1999 um tímabundnar endurgreiðslur og er kvikmyndaframleiðendum gert kleift að fá allt að 25% endurgreiðslu af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. Ekki öll verkefni eiga rétt á endurgreiðslum. Framleiðslan þarf að uppfylla ákveðin skilyrði; að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu og listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. Það má segja að þessir tveir þættir vinni saman og geri Ísland að eftirsóknarverðum tökustað fyrir kvikmyndaframleiðendur, þ.e. einstök náttúrufegurð Íslands og einfalt endurgreiðslukerfi sem byggir á landkynningu. Hvers vegna endurgreiðslukerfi? Endurgreiðslukerfið er hugsað sem hvati til þess að auka samkeppnishæfni íslenskrar kvikmyndagerðar. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um smæð íslenska markaðarins og má í því samhengi benda á að fyrir setningu endurgreiðslukerfisins var kvikmynda- og sjónvarpsframleiðsla hér á landi, þrátt fyrir mikla hæfileika í greininni, af skornum skammti enda afar kostnaðarsöm verkefni og fjárveitingar takmarkaðar. Flest ríki sem við berum okkur saman við bjóða upp á sambærilegt fyrirkomulag og er við lýði hér á landi hvað varðar endurgreiðslur vegna kvikmyndaframleiðslu. Sem dæmi um framsækið endurgreiðslukerfi má nefna endurgreiðslukerfi Írlands en írska ríki býður, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, 32-35% endurgreiðslur á framleiðslu þar í landi. Belgía, Malta, Eistland, Ungverjaland og Frakkland fylgja þar fast á eftir með hagstæðum endurgreiðslum og er þá ótalið þeirra náttúra og sérkenni. Það er því ljóst að íslensk kvikmynda- og sjónvarpsframleiðsla þarf að styðjast við hagstætt og skilvirkt endurgreiðslukerfi til þess að vera keppnishæft í alþjóðlegum skilningi. Hver er ávinningurinn? Í umræðunni um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar hafa komið upp vangaveltur er lúta að því hvers vegna ríkið verji fjármunum í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu með þessum hætti. Mikilvægt er að horfa heildrænt á hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Meginmarkmið endurgreiðslukerfisins er að styðja við aukna verðmætasköpun hér á landi og er því um einskonar fjárfestingu af hálfu ríkisins að ræða. Síðan endurgreiðslukerfið var tekið upp hefur verið farið yfir kerfið með reglubundnum hætti. Þær athuganir hafa ávallt leitt í ljós sömu niðurstöðuna, að kerfið er skilvirkt, áhrif kerfisins á greiðslujöfnuð ríkissjóðs hafa ávallt verið jákvæð, þ.e. kerfið hefur skapað meiri tekjur fyrir ríkið en kostnað. Þá eru ótalin önnur afleidd áhrif af kvikmyndaframleiðslu sem erfitt er að mæla en eru óumdeild, svo sem gjaldeyrisöflun, sköpun óbeinna starfa og jákvæð áhrif á ferðaþjónustu. Samkvæmt nýrri óbirtri úttekt skilar framlag endurgreiðslukerfisins þreföldum gjaldeyristekjum í ríkissjóð. Í því samhengi má jafnframt benda á niðurstöður skýrslu Ferðamálastofu frá 2020 þar sem fram kemur að 39,4% ferðamanna fengu hugmyndina að Íslandsferð eftir að hafa séð íslenskt landslag í hreyfimyndefni. Í stefnu íslenskra stjórnvalda í kvikmyndaframleiðslu til ársins 2030 kemur fram að endurgreiðslukerfi kvikmyndagerðar á Íslandi þyki einfalt í notkun, skilvirkt og áreiðanlegt og jafnframt kemur fram að það þurfi að vera samkeppnishæft enda sé það afar mikilvægt íslenskri kvikmyndaframleiðslu. Þá er sérstaklega tekið fram að stefnt skuli að því að varðveita kosti kerfisins en jafnframt eigi að þróa það á þann veg að það standist alþjóðlega samkeppni á hverjum tíma. Ávinningur endurgreiðslukerfisins er skýr, það er því ákjósanlegt að viðhalda kerfinu en styrkja það enn frekar vegna þess að fjárfesting í kvikmyndaframleiðslu skilar sér margfalt til baka. Höfundur er viðskiptastjóri Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda á iðnaðar-og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Það stefnir í annað stærsta framleiðsluár í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði hér á landi samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofunni. Ársvelta iðnaðarins hefur þrefaldast á einum áratug, vel á þriðja þúsund manns starfa við kvikmyndagerð og fjöldi fyrirtækja í greininni hefur tvöfaldast undanfarin fimm ár. Þannig hefur tekist að byggja upp sérfræðiþekkingu innan greinarinnar. Vegna endurgreiðslukerfis fyrir kvikmyndaframleiðslu hefur byggst upp arðbær atvinnugrein sem skilar arði til samfélagsins í formi starfa, gjaldeyristekna og eflingar á ímynd Íslands. Í því samhengi er mikilvægt að huga að samkeppnisforskoti Íslands, við þurfum að hafa eitthvað fram að færa, eitthvað umfram önnur ríki. Það mun koma í hlut nýrrar ríkisstjórnar að styrkja endurgreiðslukerfið enn frekar og tryggja samkeppnisforskot Íslands þannig að Ísland verði fyrsta val fyrir erlenda kvikmynda- og sjónvarpsgerð. Ísland eftirsóknarverður tökustaður Kvikmynda- og sjónvarpsiðnaður á Íslandi hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Áhugi á Íslandi sem tökustað fer ekki fram hjá neinum þar sem íslenskri náttúru bregður fyrir í hinum ýmsu erlendu framleiðsluverkefnum. Að hluta til getum við þakkað náttúrufegurð Íslands fyrir áhugann, en þrátt fyrir einstakt landslag okkar dugar það eitt og sér ekki til í vaxandi alþjóðlegri samkeppni. Meira þarf til. Ísland, líkt og önnur Evrópuríki, hefur stuðst við endurgreiðslukerfi fyrir kvikmyndaframleiðslu frá árinu 1999. Endurgreiðslukerfi fyrir kvikmyndaframleiðslu byggir á lögum nr. 43/1999 um tímabundnar endurgreiðslur og er kvikmyndaframleiðendum gert kleift að fá allt að 25% endurgreiðslu af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi. Ekki öll verkefni eiga rétt á endurgreiðslum. Framleiðslan þarf að uppfylla ákveðin skilyrði; að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu og listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. Það má segja að þessir tveir þættir vinni saman og geri Ísland að eftirsóknarverðum tökustað fyrir kvikmyndaframleiðendur, þ.e. einstök náttúrufegurð Íslands og einfalt endurgreiðslukerfi sem byggir á landkynningu. Hvers vegna endurgreiðslukerfi? Endurgreiðslukerfið er hugsað sem hvati til þess að auka samkeppnishæfni íslenskrar kvikmyndagerðar. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um smæð íslenska markaðarins og má í því samhengi benda á að fyrir setningu endurgreiðslukerfisins var kvikmynda- og sjónvarpsframleiðsla hér á landi, þrátt fyrir mikla hæfileika í greininni, af skornum skammti enda afar kostnaðarsöm verkefni og fjárveitingar takmarkaðar. Flest ríki sem við berum okkur saman við bjóða upp á sambærilegt fyrirkomulag og er við lýði hér á landi hvað varðar endurgreiðslur vegna kvikmyndaframleiðslu. Sem dæmi um framsækið endurgreiðslukerfi má nefna endurgreiðslukerfi Írlands en írska ríki býður, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, 32-35% endurgreiðslur á framleiðslu þar í landi. Belgía, Malta, Eistland, Ungverjaland og Frakkland fylgja þar fast á eftir með hagstæðum endurgreiðslum og er þá ótalið þeirra náttúra og sérkenni. Það er því ljóst að íslensk kvikmynda- og sjónvarpsframleiðsla þarf að styðjast við hagstætt og skilvirkt endurgreiðslukerfi til þess að vera keppnishæft í alþjóðlegum skilningi. Hver er ávinningurinn? Í umræðunni um endurgreiðslur til kvikmyndagerðar hafa komið upp vangaveltur er lúta að því hvers vegna ríkið verji fjármunum í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu með þessum hætti. Mikilvægt er að horfa heildrænt á hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi. Meginmarkmið endurgreiðslukerfisins er að styðja við aukna verðmætasköpun hér á landi og er því um einskonar fjárfestingu af hálfu ríkisins að ræða. Síðan endurgreiðslukerfið var tekið upp hefur verið farið yfir kerfið með reglubundnum hætti. Þær athuganir hafa ávallt leitt í ljós sömu niðurstöðuna, að kerfið er skilvirkt, áhrif kerfisins á greiðslujöfnuð ríkissjóðs hafa ávallt verið jákvæð, þ.e. kerfið hefur skapað meiri tekjur fyrir ríkið en kostnað. Þá eru ótalin önnur afleidd áhrif af kvikmyndaframleiðslu sem erfitt er að mæla en eru óumdeild, svo sem gjaldeyrisöflun, sköpun óbeinna starfa og jákvæð áhrif á ferðaþjónustu. Samkvæmt nýrri óbirtri úttekt skilar framlag endurgreiðslukerfisins þreföldum gjaldeyristekjum í ríkissjóð. Í því samhengi má jafnframt benda á niðurstöður skýrslu Ferðamálastofu frá 2020 þar sem fram kemur að 39,4% ferðamanna fengu hugmyndina að Íslandsferð eftir að hafa séð íslenskt landslag í hreyfimyndefni. Í stefnu íslenskra stjórnvalda í kvikmyndaframleiðslu til ársins 2030 kemur fram að endurgreiðslukerfi kvikmyndagerðar á Íslandi þyki einfalt í notkun, skilvirkt og áreiðanlegt og jafnframt kemur fram að það þurfi að vera samkeppnishæft enda sé það afar mikilvægt íslenskri kvikmyndaframleiðslu. Þá er sérstaklega tekið fram að stefnt skuli að því að varðveita kosti kerfisins en jafnframt eigi að þróa það á þann veg að það standist alþjóðlega samkeppni á hverjum tíma. Ávinningur endurgreiðslukerfisins er skýr, það er því ákjósanlegt að viðhalda kerfinu en styrkja það enn frekar vegna þess að fjárfesting í kvikmyndaframleiðslu skilar sér margfalt til baka. Höfundur er viðskiptastjóri Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda á iðnaðar-og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun