Hafi náð í haglabyssu þegar hann fékk ekki að upplifa unglingsárin aftur Eiður Þór Árnason skrifar 8. nóvember 2021 17:04 Atvikið átti sér stað í orlofshúsabyggðinni að Einarsstöðum á Austurlandi. Eining-Iðja Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú mál þar sem grunur er um að dvalargestum í sumarhúsahverfinu Einarsstöðum utan við Egilsstaði hafi verið hótað með skotvopni. Gestur sem var viðstaddur atvikið segir að málið varði tvær boðflennur sem tóku það óstinnt upp þegar reynt var að vísa þeim úr samkvæmi ungmenna. „Þeir sögðu okkur að þeir vildu upplifa unglingsárin aftur,“ segir Úlfur Óli Jónsson í samtali við Vísi en mennirnir tveir voru mun eldri en aðrir gestir sem voru flestir um og undir tvítugu. Birtist óvænt með haglabyssu Úlfur segir að ákveðið hafi verið að vísa þeim út þegar annar þeirra byrjaði að áreita stelpu og olli fleiri gestum óþægindum. „Þegar þeir voru komnir á pallinn fyrir utan þá byrjaði einn að segja við okkur að þeir væru með fullt af hlöðnum byssum í bústaðnum sínum og hann hótaði líka fjölskyldu vinar míns.“ Úlfur segir að mennirnir hafi verið tregir til að yfirgefa svæðið og haldið áfram að þræta við sig og tvo félaga sína fyrir utan bústaðinn. „Einn þeirra var kominn mitt á milli bústaðanna okkar þegar ég og félagi minn byrjum að labba í áttina að honum til að ræða eitthvað við hann. Þá kemur annar þeirra út með haglabyssu. Hann miðar henni ekki en lyftir henni upp í áttina að okkur. Þegar við sáum hana þá hlupum við inn í bústað.“ Enginn handtekinn Lögregla var kölluð til á staðinn sem haldlagði vopn mannanna um klukkan eitt eftir miðnætti en um var að ræða rjúpnaskyttur sem gistu í nærliggjandi orlofshúsi. Úlfur gagnrýnir að tveir þeirra hafi fljótlega fengið vopnin sín aftur og að enginn verið handtekinn. Þá er hann hissa á því að mennirnir hafi fengið að dvelja áfram á orlofshúsi sínu. „Sá sem miðaði byssunni að okkur fékk ekki sína til baka en gaurinn sem var að hóta fjölskyldu félaga míns og talaði um að vera stórglæpamaður á Austurlandi fékk sína,“ segir Úlfur. Í gær yfirheyrði lögregla mennina og voru skýrslur teknar af Úlfi og tveimur félögum hans. Bíður Úlfur nú eftir frekari fregnum frá lögreglunni á Austurlandi en fram kom í tilkynningu frá embættinu í gærkvöldi að málið væri í rannsókn og yrði sent ákærusviði að henni lokinni. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að rannsókn miði vel en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Lögregla rannsakar hótun með byssu á Austurlandi Lögreglan á austurlandi er með mál til rannsóknar eftir að tilkynning barst um að gestum í sumarhúsi á Austurlandi hafi verið hótað með skotvopni, að því er fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 7. nóvember 2021 22:17 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Gestur sem var viðstaddur atvikið segir að málið varði tvær boðflennur sem tóku það óstinnt upp þegar reynt var að vísa þeim úr samkvæmi ungmenna. „Þeir sögðu okkur að þeir vildu upplifa unglingsárin aftur,“ segir Úlfur Óli Jónsson í samtali við Vísi en mennirnir tveir voru mun eldri en aðrir gestir sem voru flestir um og undir tvítugu. Birtist óvænt með haglabyssu Úlfur segir að ákveðið hafi verið að vísa þeim út þegar annar þeirra byrjaði að áreita stelpu og olli fleiri gestum óþægindum. „Þegar þeir voru komnir á pallinn fyrir utan þá byrjaði einn að segja við okkur að þeir væru með fullt af hlöðnum byssum í bústaðnum sínum og hann hótaði líka fjölskyldu vinar míns.“ Úlfur segir að mennirnir hafi verið tregir til að yfirgefa svæðið og haldið áfram að þræta við sig og tvo félaga sína fyrir utan bústaðinn. „Einn þeirra var kominn mitt á milli bústaðanna okkar þegar ég og félagi minn byrjum að labba í áttina að honum til að ræða eitthvað við hann. Þá kemur annar þeirra út með haglabyssu. Hann miðar henni ekki en lyftir henni upp í áttina að okkur. Þegar við sáum hana þá hlupum við inn í bústað.“ Enginn handtekinn Lögregla var kölluð til á staðinn sem haldlagði vopn mannanna um klukkan eitt eftir miðnætti en um var að ræða rjúpnaskyttur sem gistu í nærliggjandi orlofshúsi. Úlfur gagnrýnir að tveir þeirra hafi fljótlega fengið vopnin sín aftur og að enginn verið handtekinn. Þá er hann hissa á því að mennirnir hafi fengið að dvelja áfram á orlofshúsi sínu. „Sá sem miðaði byssunni að okkur fékk ekki sína til baka en gaurinn sem var að hóta fjölskyldu félaga míns og talaði um að vera stórglæpamaður á Austurlandi fékk sína,“ segir Úlfur. Í gær yfirheyrði lögregla mennina og voru skýrslur teknar af Úlfi og tveimur félögum hans. Bíður Úlfur nú eftir frekari fregnum frá lögreglunni á Austurlandi en fram kom í tilkynningu frá embættinu í gærkvöldi að málið væri í rannsókn og yrði sent ákærusviði að henni lokinni. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að rannsókn miði vel en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um málið þegar eftir því var leitað. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Lögregla rannsakar hótun með byssu á Austurlandi Lögreglan á austurlandi er með mál til rannsóknar eftir að tilkynning barst um að gestum í sumarhúsi á Austurlandi hafi verið hótað með skotvopni, að því er fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 7. nóvember 2021 22:17 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Lögregla rannsakar hótun með byssu á Austurlandi Lögreglan á austurlandi er með mál til rannsóknar eftir að tilkynning barst um að gestum í sumarhúsi á Austurlandi hafi verið hótað með skotvopni, að því er fram kemur í tilkynningu frá embættinu. 7. nóvember 2021 22:17