Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar furðu varfærið við að tjá sig Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. nóvember 2021 20:30 Sumir tala undir rós en aðrir hafa ekki tjáð sig neitt um málið. vísir/vilhelm Forystufólk í verkalýðshreyfingunni hefur verið furðu varfærið við að tjá sig um stöðuna innan Eflingar. Það vill ekki svara spurningum um málflutning fráfarandi formanns og framkvæmdastjóra síðustu daga sem ýmsir telja þó að þeim hljóti að vera skylt að gera. Sólveig Anna Jónsdóttir tjáði sig í fyrsta skipti um afsögn sína í gær eftir vikuþögn í fjölmiðlum. Þar talaði hún á svipaðan hátt og Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins, hafði gert í liðinni viku; og gagnrýndi starfsfólk og trúnaðarmenn skrifstofunnar harðlega. Guðmundur Baldursson, stjórnarformaður Eflingar, gagnrýndi það í kvöldfréttum í gær hve lítið hefði heyrst fá ASÍ og Starfsgreinasambandinu um málið. Þau þyrftu að taka skýra afstöðu með bæði trúnaðarmönnum og starfsfólki skrifstofunnar. Þau Drífa Snædal, forseti ASÍ, Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins og Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri þess, hafa þrátt fyrir þetta ekki viljað veita fréttastofu viðtal. Stjórn Eflingar hefur þá beðið fjölmiðla að láta sig í friði og segist ekki ætla að veita viðtöl á næstunni. Það gildir einnig um nýjan formann eflingar, Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sem sagði við fréttastofu fyrir helgi að hún ætlaði ekki að tjá sig um framferði Sólveigar Önnu og Viðars gegn starfsfólki skrifstofunnar. Tala ekki beint um málið Drífa snerti þó á hlutverki trúnaðarmanna í vikulegum pistli sínum síðasta föstudag þar sem hún sagði stöðu þeirra almennt erfiða og þeir yrðu að tala máli starfsfólks vinnustaðar síns. Þeir gætu lent á milli steins og sleggju þegar erfið mál kæmu þar upp. Flosi birti þá pistil eftir sig á síðu Starfsgreinasambandsins í dag þar sem hann virðist svara gagnrýni Sólveigar og Viðars þó hann hafi ekki viljað staðfesta við fréttastofu í dag að orðum hans væri beint sérstaklega til þeirra. Þar segir hann meðal annars að starfsfólk verkalýðshreyfingarinnar um land allt eigi ekki skilið að lítið sé gert úr þeirra mikilvægu og góðu störfum og segir svo orðrétt: „Nóg er nú að okkur sótt þótt við tökum ekki þátt í því sjálf". Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Hvað gerðist eiginlega í Eflingu? „Margir starfsmenn Eflingar hafa leitað til okkar á síðustu dögum og lýst yfir áhyggjum, óöryggi og ótta. Þeir upplifa starfsöryggi sitt brostið og eru með sífelldar áhyggjur af því að fyrirvaralausar uppsagnir séu yfirvofandi eða séu jafnvel þegar orðnar.“ 6. nóvember 2021 22:33 Vissu að þeim var líklega óheimilt að afhenda ekki ályktun trúnaðarmannanna Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Sólveigu Önnu Jónsdóttur, þáverandi formanni Eflingar, kynni að vera óheimilt að neita að afhenda Guðmundi J. Baldurssyni, stjórnarmanni í stjórn Eflingar, ályktun trúnaðarmanna félagsins. 5. nóvember 2021 12:55 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir tjáði sig í fyrsta skipti um afsögn sína í gær eftir vikuþögn í fjölmiðlum. Þar talaði hún á svipaðan hátt og Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins, hafði gert í liðinni viku; og gagnrýndi starfsfólk og trúnaðarmenn skrifstofunnar harðlega. Guðmundur Baldursson, stjórnarformaður Eflingar, gagnrýndi það í kvöldfréttum í gær hve lítið hefði heyrst fá ASÍ og Starfsgreinasambandinu um málið. Þau þyrftu að taka skýra afstöðu með bæði trúnaðarmönnum og starfsfólki skrifstofunnar. Þau Drífa Snædal, forseti ASÍ, Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins og Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri þess, hafa þrátt fyrir þetta ekki viljað veita fréttastofu viðtal. Stjórn Eflingar hefur þá beðið fjölmiðla að láta sig í friði og segist ekki ætla að veita viðtöl á næstunni. Það gildir einnig um nýjan formann eflingar, Agnieszku Ewu Ziółkowsku, sem sagði við fréttastofu fyrir helgi að hún ætlaði ekki að tjá sig um framferði Sólveigar Önnu og Viðars gegn starfsfólki skrifstofunnar. Tala ekki beint um málið Drífa snerti þó á hlutverki trúnaðarmanna í vikulegum pistli sínum síðasta föstudag þar sem hún sagði stöðu þeirra almennt erfiða og þeir yrðu að tala máli starfsfólks vinnustaðar síns. Þeir gætu lent á milli steins og sleggju þegar erfið mál kæmu þar upp. Flosi birti þá pistil eftir sig á síðu Starfsgreinasambandsins í dag þar sem hann virðist svara gagnrýni Sólveigar og Viðars þó hann hafi ekki viljað staðfesta við fréttastofu í dag að orðum hans væri beint sérstaklega til þeirra. Þar segir hann meðal annars að starfsfólk verkalýðshreyfingarinnar um land allt eigi ekki skilið að lítið sé gert úr þeirra mikilvægu og góðu störfum og segir svo orðrétt: „Nóg er nú að okkur sótt þótt við tökum ekki þátt í því sjálf".
Kjaramál Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Hvað gerðist eiginlega í Eflingu? „Margir starfsmenn Eflingar hafa leitað til okkar á síðustu dögum og lýst yfir áhyggjum, óöryggi og ótta. Þeir upplifa starfsöryggi sitt brostið og eru með sífelldar áhyggjur af því að fyrirvaralausar uppsagnir séu yfirvofandi eða séu jafnvel þegar orðnar.“ 6. nóvember 2021 22:33 Vissu að þeim var líklega óheimilt að afhenda ekki ályktun trúnaðarmannanna Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Sólveigu Önnu Jónsdóttur, þáverandi formanni Eflingar, kynni að vera óheimilt að neita að afhenda Guðmundi J. Baldurssyni, stjórnarmanni í stjórn Eflingar, ályktun trúnaðarmanna félagsins. 5. nóvember 2021 12:55 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Hvað gerðist eiginlega í Eflingu? „Margir starfsmenn Eflingar hafa leitað til okkar á síðustu dögum og lýst yfir áhyggjum, óöryggi og ótta. Þeir upplifa starfsöryggi sitt brostið og eru með sífelldar áhyggjur af því að fyrirvaralausar uppsagnir séu yfirvofandi eða séu jafnvel þegar orðnar.“ 6. nóvember 2021 22:33
Vissu að þeim var líklega óheimilt að afhenda ekki ályktun trúnaðarmannanna Lögfræðingur Alþýðusambands Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Sólveigu Önnu Jónsdóttur, þáverandi formanni Eflingar, kynni að vera óheimilt að neita að afhenda Guðmundi J. Baldurssyni, stjórnarmanni í stjórn Eflingar, ályktun trúnaðarmanna félagsins. 5. nóvember 2021 12:55
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda