Eins og nýtt barn eftir að lifrargjafi fannst á ögurstundu Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2021 20:37 Eldur Elí Bjarkason gekkst undir þrettán klukkustunda lifrarígræðslu í lok ágúst. Hann hefur braggast vel síðan. úr einkasafni Foreldrar átta mánaða drengs, sem gekkst undir lifrarskiptaaðgerð í Svíþjóð í sumar, segja lækna hafa unnið kraftaverk. Drengurinn sé eins og nýtt barn eftir að lifrargjafi fannst á ögurstundu. Eldur Elí fæddist í mars síðastliðnum. Fljótlega kom í ljós að hann var smitaður af veiru sem leiddi á endanum til lifrarbilunar. Í júlí síðastliðnum, þegar hann var um fjögurra mánaða, flugu foreldrar hans með hann til Svíþjóðar þar sem hann þurfti að gangast undir lifrarskiptaaðgerð. En erfiðlega gekk að finna gjafa - þangað til vinkonur Kristínar Gunnarsdóttur, móður Elds Elís, stigu fram ein af annarri. „Og það verður á endanum ein sem er algjörlega hundrað prósent match,“ segir Kristín. „Þeir hafa aldrei upplifað svona marga sem bjóða sig fram. Það eru kannski systkini eða foreldrar en ekki fimmtán manns sem hafa samband. Þeir spurðu bara hvað væri í vatninu hérna á Íslandi,“ bætir Bjarki Páll Eysteinsson, faðir Elds Elís, við. Kapphlaup við tímann á ögurstundu Og það mátti ekki tæpara standa. Eldur Elí var mjög hætt kominn daginn fyrir aðgerðina. „Hann var mjög veikur, hann var kominn á gjörgæslu, þannig að þegar þetta kemur í ljós þá er bara kapp við tímann að koma henni [líffæragjafanum] út og koma honum í aðgerð til að bjarga lífi hans,“ segir Kristín. Gult litarhaft er eitt af einkennum lífrarbilunarinnar sem Eldur Elí glímdi við.úr einkasafni Eldur Elí gekkst undir aðgerðina 27. ágúst. Hún tók fjórtán klukkutíma og honum var haldið sofandi næstu fjóra daga á eftir. Eitt aðaleinkenni veikindanna var gult litarhaft litla drengsins - og faðir hans er ekki í vafa þegar hann er spurður um eftirminnilegasta augnablikið úti í Svíþjóð. „Hann var náttúrulega búinn að vera gulur og með gul augu síðan hann fæddist. Svo opnar hann augun á fimmta degi og þau eru bara skjannahvít. Það var móment sem maður gleymir ekki. Ég hringdi beint í Kristínu og við skiptum, ég hleyp út og hún inn,“ segir Bjarki. Eldur Elí og eldri systkinin tvö, sem bjuggu hjá ömmu og afa á Íslandi þegar litli bróðir dvaldi á spítalanum.úr einkasafni Eins og nýtt barn Kristín og Bjarki voru þrjá mánuði úti í Svíþjóð með Eld Elí, fjarri eldri börnum sínum tveimur. Magnaður bati Elds Elís hefur vakið mikla athygli ytra en Kristín og Markus Gäbel, skurðlæknirinn sem gerði aðgerðina á Eldi Elí, hafa í dag rætt við sænska fjölmiðla um málið. „Það eru ótrúlegar framfarir. Það eru fimm vikur síðan við komum heim og munurinn á honum er bara, maður trúir því ekki. Þetta er nýtt barn,“ segir Bjarki. Kristín tekur heilshugar undir það. „Hann hefur fengið algjöra nýja byrjun. Hann er bara flottastur,“ segir Kristín. Viðtal við Kristínu og Bjarka (sem ranglega er nefndur Brynjar í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar), og svipmyndir frá spítaladvölinni í Svíþjóð, má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ítarlega verður greint frá sögu Elds Elís, rætt við foreldra hans og líffæragjafann í Íslandi í dag á næstunni. Í fangi mömmu. Með pabba á sjúkrahúsinu.úr einkasafni Kristín og Eldur Elí, áður en hann fékk nýja lifur.úr einkasafni Börn og uppeldi Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Líffæragjöf Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Eldur Elí fæddist í mars síðastliðnum. Fljótlega kom í ljós að hann var smitaður af veiru sem leiddi á endanum til lifrarbilunar. Í júlí síðastliðnum, þegar hann var um fjögurra mánaða, flugu foreldrar hans með hann til Svíþjóðar þar sem hann þurfti að gangast undir lifrarskiptaaðgerð. En erfiðlega gekk að finna gjafa - þangað til vinkonur Kristínar Gunnarsdóttur, móður Elds Elís, stigu fram ein af annarri. „Og það verður á endanum ein sem er algjörlega hundrað prósent match,“ segir Kristín. „Þeir hafa aldrei upplifað svona marga sem bjóða sig fram. Það eru kannski systkini eða foreldrar en ekki fimmtán manns sem hafa samband. Þeir spurðu bara hvað væri í vatninu hérna á Íslandi,“ bætir Bjarki Páll Eysteinsson, faðir Elds Elís, við. Kapphlaup við tímann á ögurstundu Og það mátti ekki tæpara standa. Eldur Elí var mjög hætt kominn daginn fyrir aðgerðina. „Hann var mjög veikur, hann var kominn á gjörgæslu, þannig að þegar þetta kemur í ljós þá er bara kapp við tímann að koma henni [líffæragjafanum] út og koma honum í aðgerð til að bjarga lífi hans,“ segir Kristín. Gult litarhaft er eitt af einkennum lífrarbilunarinnar sem Eldur Elí glímdi við.úr einkasafni Eldur Elí gekkst undir aðgerðina 27. ágúst. Hún tók fjórtán klukkutíma og honum var haldið sofandi næstu fjóra daga á eftir. Eitt aðaleinkenni veikindanna var gult litarhaft litla drengsins - og faðir hans er ekki í vafa þegar hann er spurður um eftirminnilegasta augnablikið úti í Svíþjóð. „Hann var náttúrulega búinn að vera gulur og með gul augu síðan hann fæddist. Svo opnar hann augun á fimmta degi og þau eru bara skjannahvít. Það var móment sem maður gleymir ekki. Ég hringdi beint í Kristínu og við skiptum, ég hleyp út og hún inn,“ segir Bjarki. Eldur Elí og eldri systkinin tvö, sem bjuggu hjá ömmu og afa á Íslandi þegar litli bróðir dvaldi á spítalanum.úr einkasafni Eins og nýtt barn Kristín og Bjarki voru þrjá mánuði úti í Svíþjóð með Eld Elí, fjarri eldri börnum sínum tveimur. Magnaður bati Elds Elís hefur vakið mikla athygli ytra en Kristín og Markus Gäbel, skurðlæknirinn sem gerði aðgerðina á Eldi Elí, hafa í dag rætt við sænska fjölmiðla um málið. „Það eru ótrúlegar framfarir. Það eru fimm vikur síðan við komum heim og munurinn á honum er bara, maður trúir því ekki. Þetta er nýtt barn,“ segir Bjarki. Kristín tekur heilshugar undir það. „Hann hefur fengið algjöra nýja byrjun. Hann er bara flottastur,“ segir Kristín. Viðtal við Kristínu og Bjarka (sem ranglega er nefndur Brynjar í sjónvarpsútgáfu fréttarinnar), og svipmyndir frá spítaladvölinni í Svíþjóð, má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Ítarlega verður greint frá sögu Elds Elís, rætt við foreldra hans og líffæragjafann í Íslandi í dag á næstunni. Í fangi mömmu. Með pabba á sjúkrahúsinu.úr einkasafni Kristín og Eldur Elí, áður en hann fékk nýja lifur.úr einkasafni
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Líffæragjöf Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira