Viðbjóðslega þung lóð á vogarskálar kapítalistanna! Signý Jóhannesdóttir skrifar 9. nóvember 2021 16:01 Síðustu dagar hafa verið undarlegir fyrir þá sem starfa í verkalýðshreyfingunni. Formaður og framkvæmdastjóri eins stærsta félags í ASÍ, stærsta félags í SGS sem er landssamband almennra félaga verkafólks, hafa sagt af sér. Þau bera starfsfólk félagsins þungum sökum, tala og skrifa um ofbeldismenningu, mannorðsmorð og þeim hafi verið haldið í gíslingu. Starfsmenn félagsins sem flestir eru ráðnir af þessum stjórnendum kvarta undan mjög slæmum vinnuanda á skrifstofunni og lýsingar þeirra eru miður fagrar. Óskir starfsmanna um úrbætur eru hunsaðar og stjórnarmanni sem vill vita hvað er að gerast á vinnustaðnum, sem telur nærri 60 manns, er neitað um upplýsingar og honum úthúðað af forystufólkinu, sakaður um annarlegar hvatir. Ég hóf störf á skrifstofu Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði 1. september 1979 og hafði þá verið trúnaðarmaður á vinnustað í nokkur ár. Seinna varð ég svo stjórnarmaður í því félagi og síðar formaður, áður en ég fluttist á Vesturlandið og varð formaður og framkvæmdastóri Stéttarfélags Vesturlands. Þessu til viðbótar er ég sérlegur áhugamaður um sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar. Seigla er gott veganesti í þessu starfi. Á þessum liðlega 40 árum sem liðin eru frá því að ég gerðist verkamaður í þessum víngarði, hef ég kynnst mörgu frábæru fólki. Eins og gengur líka öðrum minna frábærum. Sumir þeir einstaklingar sem mér leist ekkert sérstaklega vel á í upphafi hafa orðið mínir bestu félagar og samstarfsmenn þegar fram liðu stundir. Á sama hátt hefur nánari viðkynning leitt í ljós að oft fellur á glansmyndirnar. Svona er bara lífið og lítið við því að gera, annað en að halda sínu striki og temja sér umburðarlyndi. Samstarfsfólkið er allskonar og formaður í stéttarfélagi þarf að taka á móti hverju vandamáli með því hugarfari að það sé verkefni til að leysa, svo eru það kverúlantarnir sem gefa lífinu lit og maður þarf að láta sér þykja vænt um þá og draga bara djúpt andann. Þegar um samskipti milli stéttarfélaga er að ræða verður maður að temja sér að vinna með því fólki sem valið er til starfa hjá viðkomandi félagi, hvort sem manni líkar eða líkar ekki við persónuna. Þá reynir eimitt á umburðarlyndið. Í ársbyrjun 2018 tilkynnti formaður Eflingar að hann gæfi ekki kost á sér til starfa fyrir félagið lengur. Hann hafði verið formaður félagsins í 20 ár og átti langan starfsferil hjá gömlu Dagsbrún áður en Efling varð til. Fram á sjónarsviðið kom kona sem vann stórsigur í kosningu til formanns Eflingar. Sá sem boðinn var fram af lista trúnaðarráðs félagsins átti ekki roð í hana. Ekki fór fram hjá neinum að þarna var á ferðinni róttækur einstaklingur, talaði tæpitungulaust um auðvaldið, viðbjóðslega kapítalista sem arðrændu vinnuaflið. Ekki síst konur í ummönnunar- og þjónustustörfum. Hnefinn var á lofti og nú skyldi látið sverfa til stáls. Ef satt skal segja þekkti ég málfarið, hafði verið í leshring með Ara Trausta, lært um Marx og Engels, kíkt á kommúninsta ávarpið og fleira í þeim dúr, svona þegar ég var í kring um fermingu. Eins hafði ég heyrt af afa mínum Hjálmari í skúrnum, sem var verkakarl á Siglufirði á árunum um og eftir kreppuna miklu, hann talaði með þessum hætti og eru nokkrar tilvitnanir í hann í fundargerðum Verkamannafélagsins Þróttar, þar var ekki skafið af hlutunum. Nýr formaður Eflingar gerði skurk á skrifstofu félagsins, losaði sig við fólk sem hafði áratuga reynslu af störfum stéttarfélaga, tilkynnti að hún ætlaði að breyta kjarabaráttu Eflingar í alþjóðlega baráttu gegn auðvaldi og kapítalima sem hefði það að aðalstarfi að arðræna vinnuaflið, verkalýðinn. Bæði fráfarandi formaður Eflingar og framkvæmdastjóri hafa talað af lítilsvirðingu um forvera sína, allt sem þau hafa sagt um störf Eflingar á liðnum árum og áratugum er að mínu mati byggt á vanþekkingu og hroka. Þau eru reyndar ekki ein um að nota þennan talsmáta, fleiri forkólfar halda að verkalýðsbaráttan hafi hafist við tilkomu þeirra sem bjargvætta inn í hreyfinguna. Forystumenn stéttarfélaga hafa misjafnan stíl, sumir hafa hátt, fara mikinn í fjölmiðlum og þurfa að lýsa skoðunum sínum á hinum ólíklegustu málum. Þessar vinnuaðferðir eru ekki endilega þær sem skila mestum og bestum árangri fyrir félagsmenn viðkomandi félaga. Margur vinnur verk sín í hljóði og kemur mörgu góðu til leiðar án þess að nærast á stórkallalegum komenntakerfum. Þessir einstaklingar sem þannig vinna eru ekki að sækjast eftir persónudýrkun. En trúið mér maður verður ekki sósíalisti á því að láta sér vaxa skegg og klæðast gallajakka. Á sama hátt vinnast ekki endilega stærstu sigrarnir með steyttum hnefum. Auk þess að hafa atað forvera sína auri hefur tvíeykinu tekist að tala um starfsfólk Eflingar á þann hátt sem ég hef á langri ævi aldrei heyrt viðbjóðlegan kapítalista tala um starfsfólk sitt. Þetta starfsfólk Eflingar hafa þau tvö að mestu ráðið til starfa. Lýsingar á græðgi, vanrækslu, sjálftöku, gíslatöku og öðrum níðingsskap við fórnarlömbin, formanninn og framkvæmdastjórann. Þarna er eitthvað sem ekki passar, þau tóku við u.þ.b. 40 manna starfshópi sem þau hafa að mestu skipt út og ráðið ca 20 í viðbót. Mér er orða vant í þessu máli. Það sorglegasta við þetta allt saman er að ég held að þessi svokallaða róttæka forysta hafi vakið upp miklar og óraunhæfar vonir um betri tíð með blóm í haga. Tími Gúttóslaganna er liðinn. Öskukarlinn afi minn lifði þann tíma, fæddur 1877og dó 59. Allt frá tíma þjóðarsáttarinnar 1990, hefur kaupmáttur verkafólks vaxið, ekki jafnt og þétt heldur nokkuð skrikkjótt, að mestu vegna íslensku krónunnar, sem stjórnvöld hafa notað sem sveiflujöfnun. Vöxturinn er ekki alltaf í samræmi við fjölda þeirra aura sem í umslagið hafa komið. Ef gögn hagdeildar ASÍ eru skoðuð þá sér maður að ennþá er kjarasamningurinn frá 2015, að gefa meiri kaupmátt en margumtalaður Lífskjarasamningur frá 2019. Vissulega eru á því margar skýringar s.s. að allt féll með efnahagsumhverfinu á árunum 2015-2018, en hvert áfallið á eftir öðru hefur dunið yfir frá 2019 og enn sjáum við ekki fyrir endann á Covid. Ég vil enda þessa hugleiðingu mína á því að óska nýjum formanni Eflingar velfarnaðar í hennar störfum. Það hlýtur að vera gríðarleg áskorun fyrir hana að taka við keflinu. Eitt er að hafa kjarkinn, viljann og getuna, annað er að þurfa að púsla saman vinnustaðum sem augljóslega er í sárum. Næsta verkefni er svo að hella sér í undirbúning kjarabaráttunnar vegna samningana sem lausir eru næsta haust. Til þess þarf mörg samtöl og marga fundi og formaðurinn talar ekki íslensku. Allir þeir sem fundað hafa með túlk, vita hvað það verður miklu tímafrekara og erfiðara. Fráfarandi formaður Eflingar segir að starfsmennirnir hafi ekki skilið að hún hafi viljað laga félagið að öllum þeim erlendu félagsmönnum sem eiga aðild að félginu en ekki öfugt. Ég veit ekki frá hvað mörgum löndum félagsmenn Eflingar koma en í Stéttarfélag Vesturlands, sem telur rúmlega 1000 greiðandi félagsmenn eru þjóðernin milli 30 og 40. Íslendingar eru 63%, pólverjar eru 18% og fólk með önnur ríkisföng eru 19%. Við reynum að þjónusta alla okkar félagsmenn vel og höfum ekki gert tilraunir til að skilja á milli þjóðerna. Það væri að æra óstöðugan að reyna annað. Hverjum gagnast þetta ástand í einu stærsta stéttarfélagi landsins? Höfundur er formaður Stéttarfélags Vesturlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Ólga innan Eflingar Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið undarlegir fyrir þá sem starfa í verkalýðshreyfingunni. Formaður og framkvæmdastjóri eins stærsta félags í ASÍ, stærsta félags í SGS sem er landssamband almennra félaga verkafólks, hafa sagt af sér. Þau bera starfsfólk félagsins þungum sökum, tala og skrifa um ofbeldismenningu, mannorðsmorð og þeim hafi verið haldið í gíslingu. Starfsmenn félagsins sem flestir eru ráðnir af þessum stjórnendum kvarta undan mjög slæmum vinnuanda á skrifstofunni og lýsingar þeirra eru miður fagrar. Óskir starfsmanna um úrbætur eru hunsaðar og stjórnarmanni sem vill vita hvað er að gerast á vinnustaðnum, sem telur nærri 60 manns, er neitað um upplýsingar og honum úthúðað af forystufólkinu, sakaður um annarlegar hvatir. Ég hóf störf á skrifstofu Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði 1. september 1979 og hafði þá verið trúnaðarmaður á vinnustað í nokkur ár. Seinna varð ég svo stjórnarmaður í því félagi og síðar formaður, áður en ég fluttist á Vesturlandið og varð formaður og framkvæmdastóri Stéttarfélags Vesturlands. Þessu til viðbótar er ég sérlegur áhugamaður um sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar. Seigla er gott veganesti í þessu starfi. Á þessum liðlega 40 árum sem liðin eru frá því að ég gerðist verkamaður í þessum víngarði, hef ég kynnst mörgu frábæru fólki. Eins og gengur líka öðrum minna frábærum. Sumir þeir einstaklingar sem mér leist ekkert sérstaklega vel á í upphafi hafa orðið mínir bestu félagar og samstarfsmenn þegar fram liðu stundir. Á sama hátt hefur nánari viðkynning leitt í ljós að oft fellur á glansmyndirnar. Svona er bara lífið og lítið við því að gera, annað en að halda sínu striki og temja sér umburðarlyndi. Samstarfsfólkið er allskonar og formaður í stéttarfélagi þarf að taka á móti hverju vandamáli með því hugarfari að það sé verkefni til að leysa, svo eru það kverúlantarnir sem gefa lífinu lit og maður þarf að láta sér þykja vænt um þá og draga bara djúpt andann. Þegar um samskipti milli stéttarfélaga er að ræða verður maður að temja sér að vinna með því fólki sem valið er til starfa hjá viðkomandi félagi, hvort sem manni líkar eða líkar ekki við persónuna. Þá reynir eimitt á umburðarlyndið. Í ársbyrjun 2018 tilkynnti formaður Eflingar að hann gæfi ekki kost á sér til starfa fyrir félagið lengur. Hann hafði verið formaður félagsins í 20 ár og átti langan starfsferil hjá gömlu Dagsbrún áður en Efling varð til. Fram á sjónarsviðið kom kona sem vann stórsigur í kosningu til formanns Eflingar. Sá sem boðinn var fram af lista trúnaðarráðs félagsins átti ekki roð í hana. Ekki fór fram hjá neinum að þarna var á ferðinni róttækur einstaklingur, talaði tæpitungulaust um auðvaldið, viðbjóðslega kapítalista sem arðrændu vinnuaflið. Ekki síst konur í ummönnunar- og þjónustustörfum. Hnefinn var á lofti og nú skyldi látið sverfa til stáls. Ef satt skal segja þekkti ég málfarið, hafði verið í leshring með Ara Trausta, lært um Marx og Engels, kíkt á kommúninsta ávarpið og fleira í þeim dúr, svona þegar ég var í kring um fermingu. Eins hafði ég heyrt af afa mínum Hjálmari í skúrnum, sem var verkakarl á Siglufirði á árunum um og eftir kreppuna miklu, hann talaði með þessum hætti og eru nokkrar tilvitnanir í hann í fundargerðum Verkamannafélagsins Þróttar, þar var ekki skafið af hlutunum. Nýr formaður Eflingar gerði skurk á skrifstofu félagsins, losaði sig við fólk sem hafði áratuga reynslu af störfum stéttarfélaga, tilkynnti að hún ætlaði að breyta kjarabaráttu Eflingar í alþjóðlega baráttu gegn auðvaldi og kapítalima sem hefði það að aðalstarfi að arðræna vinnuaflið, verkalýðinn. Bæði fráfarandi formaður Eflingar og framkvæmdastjóri hafa talað af lítilsvirðingu um forvera sína, allt sem þau hafa sagt um störf Eflingar á liðnum árum og áratugum er að mínu mati byggt á vanþekkingu og hroka. Þau eru reyndar ekki ein um að nota þennan talsmáta, fleiri forkólfar halda að verkalýðsbaráttan hafi hafist við tilkomu þeirra sem bjargvætta inn í hreyfinguna. Forystumenn stéttarfélaga hafa misjafnan stíl, sumir hafa hátt, fara mikinn í fjölmiðlum og þurfa að lýsa skoðunum sínum á hinum ólíklegustu málum. Þessar vinnuaðferðir eru ekki endilega þær sem skila mestum og bestum árangri fyrir félagsmenn viðkomandi félaga. Margur vinnur verk sín í hljóði og kemur mörgu góðu til leiðar án þess að nærast á stórkallalegum komenntakerfum. Þessir einstaklingar sem þannig vinna eru ekki að sækjast eftir persónudýrkun. En trúið mér maður verður ekki sósíalisti á því að láta sér vaxa skegg og klæðast gallajakka. Á sama hátt vinnast ekki endilega stærstu sigrarnir með steyttum hnefum. Auk þess að hafa atað forvera sína auri hefur tvíeykinu tekist að tala um starfsfólk Eflingar á þann hátt sem ég hef á langri ævi aldrei heyrt viðbjóðlegan kapítalista tala um starfsfólk sitt. Þetta starfsfólk Eflingar hafa þau tvö að mestu ráðið til starfa. Lýsingar á græðgi, vanrækslu, sjálftöku, gíslatöku og öðrum níðingsskap við fórnarlömbin, formanninn og framkvæmdastjórann. Þarna er eitthvað sem ekki passar, þau tóku við u.þ.b. 40 manna starfshópi sem þau hafa að mestu skipt út og ráðið ca 20 í viðbót. Mér er orða vant í þessu máli. Það sorglegasta við þetta allt saman er að ég held að þessi svokallaða róttæka forysta hafi vakið upp miklar og óraunhæfar vonir um betri tíð með blóm í haga. Tími Gúttóslaganna er liðinn. Öskukarlinn afi minn lifði þann tíma, fæddur 1877og dó 59. Allt frá tíma þjóðarsáttarinnar 1990, hefur kaupmáttur verkafólks vaxið, ekki jafnt og þétt heldur nokkuð skrikkjótt, að mestu vegna íslensku krónunnar, sem stjórnvöld hafa notað sem sveiflujöfnun. Vöxturinn er ekki alltaf í samræmi við fjölda þeirra aura sem í umslagið hafa komið. Ef gögn hagdeildar ASÍ eru skoðuð þá sér maður að ennþá er kjarasamningurinn frá 2015, að gefa meiri kaupmátt en margumtalaður Lífskjarasamningur frá 2019. Vissulega eru á því margar skýringar s.s. að allt féll með efnahagsumhverfinu á árunum 2015-2018, en hvert áfallið á eftir öðru hefur dunið yfir frá 2019 og enn sjáum við ekki fyrir endann á Covid. Ég vil enda þessa hugleiðingu mína á því að óska nýjum formanni Eflingar velfarnaðar í hennar störfum. Það hlýtur að vera gríðarleg áskorun fyrir hana að taka við keflinu. Eitt er að hafa kjarkinn, viljann og getuna, annað er að þurfa að púsla saman vinnustaðum sem augljóslega er í sárum. Næsta verkefni er svo að hella sér í undirbúning kjarabaráttunnar vegna samningana sem lausir eru næsta haust. Til þess þarf mörg samtöl og marga fundi og formaðurinn talar ekki íslensku. Allir þeir sem fundað hafa með túlk, vita hvað það verður miklu tímafrekara og erfiðara. Fráfarandi formaður Eflingar segir að starfsmennirnir hafi ekki skilið að hún hafi viljað laga félagið að öllum þeim erlendu félagsmönnum sem eiga aðild að félginu en ekki öfugt. Ég veit ekki frá hvað mörgum löndum félagsmenn Eflingar koma en í Stéttarfélag Vesturlands, sem telur rúmlega 1000 greiðandi félagsmenn eru þjóðernin milli 30 og 40. Íslendingar eru 63%, pólverjar eru 18% og fólk með önnur ríkisföng eru 19%. Við reynum að þjónusta alla okkar félagsmenn vel og höfum ekki gert tilraunir til að skilja á milli þjóðerna. Það væri að æra óstöðugan að reyna annað. Hverjum gagnast þetta ástand í einu stærsta stéttarfélagi landsins? Höfundur er formaður Stéttarfélags Vesturlands.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar