Fótbolti

Handtekin fyrir að fá grímuklædda menn til að meiða liðsfélaga sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paris Saint-Germain hefur staðfest það að Aminata Diallo var handtekin.
Paris Saint-Germain hefur staðfest það að Aminata Diallo var handtekin. Getty/Johannes Simon

Paris Saint-Germain hefur staðfest það að lögreglan hafi handtekið leikmann kvennaliðs félagsins í dag.

Lögrelan handtók frönsku landsliðskonuna Aminata Diallo fyrir að skipuleggja líkamsárás á liðsfélaga sinn í PSG og franska landsliðinu. Hún var tekin niður á lögreglustöð og yfirheyrð.

Sú sem var ráðist á heitir Kheira Hamraoui og er að keppa um stöðu við Diallo hjá Parísarliðinu.

Diallo á að hafa ráðið tvo grímuklædda menn til að slasa Hamraoui og um leið gefa henni tækifæri á að fá fleiri spilamínútur.

L’Equipe sagði frá því að árásarmennirnir hafi dregið Hamraoui út úr bíl hennar. lamið hana með járnstöng og sparkað í fætur hennar. Árásin varð eftir liðsfund 4. nóvember síðastliðin þar sem Diallo var líka.

Hamraoui var flutt á sjúkrahús og var með meidd á bæði höndum og fótum.

Diallo spilaði með PSG á móti Real Madrid í Meistaradeildinni í gær þar sem Parísarliðið vann 4-0 sigur en Hamraoui var skiljanlega ekki með.

Aminata Diallo er 26 ára gamall miðjumaður og hefur verið hjá PSG frá árinu 2016. Hún hefur leikið sjö landsleiki og skorað eitt mark.

Kheira Hamraoui er 31 árs miðjumaður sem er nýkomin til PSG frá Barcelona þar sem hún lék í þrjú tímabil. Hún hefur spilað 36 landsleiki fyrir Frakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×