Sex hundraðasti geimfarinn á leið til geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2021 10:54 Frá geimskotinu í Flórída í nótt. AP/Chris O'Meara Fjórir geimfarar eru á leið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Flórída í nótt. Áætlað er að þau komi til geimstöðvarinnar seinna í dag en um borð í Crew Dragon geimfarinu er sex hundraðasti geimfari jarðarinnar. Til stóð að skjóta geimförunum til geimstöðvarinnar í síðasta mánuði en geimskotinu var ítrekað frestað vegna veðurs. Notast var við Falcon 9 eldflaug SpaceX til að skjóta geimförunum á loft. Þrír geimfaranna eru á vegum Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og einn á vegum Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA). Frá Bandaríkjunum eru þau Raja Chari, Tom Marshburn og Kayla Barron. Matthias Maurer verður á vegum ESA. Þetta er fyrsta geimferð þeirra Chari, Barron og Mauer og með þeim þremur eru þeir sem hafa farið út í geim orðnir sex hundruð á þeim sextíu árum síðan fyrsta geimfaranum var skotið á loft. Samkvæmt frétt Guardian er það Mauer sem fær þann titil formlega. Þetta er í þriðja sinn sem Marshburn fer út í geim. Hægt er að fylgjast með ferðalaginu að geimstöðinni á Youtube-síðu NASA. Með geimförunum um borð í Crew Dragon geimfarinu eru byrgðir og rannsóknarbúnaður sem þeir munu nota á næstu mánuðum. Flestar rannsóknirnar sem geimfararnir munu vinna að snúa að því að kanna áhrif geimferða á mannslíkamann og finna leiðir til að draga úr þeim áhrifum. Sjá einnig: Kanna leiðir til að draga úr áhrifum geimferða Nú eru þrír geimfarar um borð í geimstöðinni, þeir Anton Shkaplerov, Mark Vande Hei og Pyotr Dubrov. Liftoff! pic.twitter.com/P2H0r0VaES— SpaceX (@SpaceX) November 11, 2021 Bandaríkin Geimurinn Þýskaland Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Luku 198 daga geimferð í nótt Fjórir geimfarar féllu til jarðar í geimfari SpaceX í nótt og lentu undan ströndum Flórída. Þar með lauk 198 daga geimferð um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta var þriðja mannaða geimferð SpaceX en sú fjórða hefst væntanlega á morgun. 9. nóvember 2021 09:48 Koma bleyjuklæddir heim vegna salernisbilunar Geimfarar sem nú dvelja um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni en hyggja á heimferð á morgun neyðast til að vera með bleyju á leiðinni heim, þar sem salernið um borð í SpaceX farinu sem mun flytja þá til jarðar er bilað. 6. nóvember 2021 19:07 Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lokið samsetningu fyrstu eldflaugarinnar af þeirri gerð sem bera á menn til tunglsins á nýjan leik og jafnvel til Mars. Orion geimfari var komið fyrir á toppi SLS-eldflaugar í Flórída í síðustu viku en eldflauginni verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. 25. október 2021 10:39 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Til stóð að skjóta geimförunum til geimstöðvarinnar í síðasta mánuði en geimskotinu var ítrekað frestað vegna veðurs. Notast var við Falcon 9 eldflaug SpaceX til að skjóta geimförunum á loft. Þrír geimfaranna eru á vegum Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og einn á vegum Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA). Frá Bandaríkjunum eru þau Raja Chari, Tom Marshburn og Kayla Barron. Matthias Maurer verður á vegum ESA. Þetta er fyrsta geimferð þeirra Chari, Barron og Mauer og með þeim þremur eru þeir sem hafa farið út í geim orðnir sex hundruð á þeim sextíu árum síðan fyrsta geimfaranum var skotið á loft. Samkvæmt frétt Guardian er það Mauer sem fær þann titil formlega. Þetta er í þriðja sinn sem Marshburn fer út í geim. Hægt er að fylgjast með ferðalaginu að geimstöðinni á Youtube-síðu NASA. Með geimförunum um borð í Crew Dragon geimfarinu eru byrgðir og rannsóknarbúnaður sem þeir munu nota á næstu mánuðum. Flestar rannsóknirnar sem geimfararnir munu vinna að snúa að því að kanna áhrif geimferða á mannslíkamann og finna leiðir til að draga úr þeim áhrifum. Sjá einnig: Kanna leiðir til að draga úr áhrifum geimferða Nú eru þrír geimfarar um borð í geimstöðinni, þeir Anton Shkaplerov, Mark Vande Hei og Pyotr Dubrov. Liftoff! pic.twitter.com/P2H0r0VaES— SpaceX (@SpaceX) November 11, 2021
Bandaríkin Geimurinn Þýskaland Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Luku 198 daga geimferð í nótt Fjórir geimfarar féllu til jarðar í geimfari SpaceX í nótt og lentu undan ströndum Flórída. Þar með lauk 198 daga geimferð um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta var þriðja mannaða geimferð SpaceX en sú fjórða hefst væntanlega á morgun. 9. nóvember 2021 09:48 Koma bleyjuklæddir heim vegna salernisbilunar Geimfarar sem nú dvelja um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni en hyggja á heimferð á morgun neyðast til að vera með bleyju á leiðinni heim, þar sem salernið um borð í SpaceX farinu sem mun flytja þá til jarðar er bilað. 6. nóvember 2021 19:07 Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lokið samsetningu fyrstu eldflaugarinnar af þeirri gerð sem bera á menn til tunglsins á nýjan leik og jafnvel til Mars. Orion geimfari var komið fyrir á toppi SLS-eldflaugar í Flórída í síðustu viku en eldflauginni verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. 25. október 2021 10:39 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Luku 198 daga geimferð í nótt Fjórir geimfarar féllu til jarðar í geimfari SpaceX í nótt og lentu undan ströndum Flórída. Þar með lauk 198 daga geimferð um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta var þriðja mannaða geimferð SpaceX en sú fjórða hefst væntanlega á morgun. 9. nóvember 2021 09:48
Koma bleyjuklæddir heim vegna salernisbilunar Geimfarar sem nú dvelja um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni en hyggja á heimferð á morgun neyðast til að vera með bleyju á leiðinni heim, þar sem salernið um borð í SpaceX farinu sem mun flytja þá til jarðar er bilað. 6. nóvember 2021 19:07
Fyrsta eldflaug Artemis sett saman og stefnt á geimskot til tunglsins snemma á næsta ári Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa lokið samsetningu fyrstu eldflaugarinnar af þeirri gerð sem bera á menn til tunglsins á nýjan leik og jafnvel til Mars. Orion geimfari var komið fyrir á toppi SLS-eldflaugar í Flórída í síðustu viku en eldflauginni verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í febrúar. 25. október 2021 10:39