Handbolti

Seinni bylgjan sann­færð um nýtt heims­met feðga í Víkinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darri Aronsson spilar fyrir föður sinn Aron Kristjánsson hjá Haukum.
Darri Aronsson spilar fyrir föður sinn Aron Kristjánsson hjá Haukum. Vísir/Hulda Margrét

Seinni bylgjan var á heimsmetaveiðum í umfjöllun sinni um sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta í gær.

„Við fengum í rauninni heimsmet í þessum handboltaleik. Það er mjög skemmtilegt staðreynd,“ sagði Stefán Árni Pálsson og sýndi lista yfir fjóra feðga sem tóku þátt í leik Víkinga og Hauka.

„Er búið að heyra í Guinners,“ skaut Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, inn í.

„Já,“ svaraði Stefán Árni og hélt áfram: „Fjórir feðgar tóku þátt í þessum handboltaleik. Fjórir pabbar á bekkjunum og fjórir synir þeirra spiluðu. Þetta er lygilegt,“ sagði Stefán Árni.

Leikurinn sem um ræðir var leikur Víkinga og Hauka í Víkinni. Haukar unnu leikinn með ellefu marka mun, 31-20.

„Þetta er geggjað og einhver skemmtilegasti moli sem ég hef séð,“ sagði Theódór Ingi.

„Ef þetta er ekki heimsmet,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, en áður en hann endaði setninguna þá skaut Theódór Ingi aftur inn í: „Þá heitir þú hundur,“ sagði Theódór.

Elís Þór Rafnsson (sonur hans er Andri Fannar Elísson) er sjúkraþjálfarinn hjá Haukum, Einar Jónsson er aðstoðarþjálfari Hauka (Jón Karl Einarsson), Aron Kristjánsson er aðalþjálfari Hauka (Darri Aronsson) og Andri Berg Haraldsson er aðstoðarþjálfari Víkinga (Jóhannes Berg Andrason).

Það má sjá umræðuna um þetta hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Fjórir fegðar tóku þátt í sama leik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×