Helgi Már Magnússon: Þetta er bara risastór sigur fyrir okkur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2021 22:43 Helgi Már Magnússon, þjálfari KR-inga, va eðlilega kampakátur með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Bára KR vann dramatískan sigur á Stjörnunni er liðin mættust á Meistaravöllum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. KR leiddi í fyrri hálfleik, Stjarnan í þeim síðari en að lokum voru það KR-ingar sem unnu leikinn með átta stiga mun eftir framlengingu, 98-90. Helgi Már, þjálfari KR, var virkilega ánægður með sigurinn í leikslok. Helgi talar oft um að leikurinn snúist um fráköst en í leiknum í kvöld voru það Stjörnumenn sem sigruðu þann þátt og tóku 26 sóknarfráköst. Auk þess tapaði KR-liðið fleiri boltum en Stjarnan. Helgi segist ekki alveg skilja hvernig liðið fór að því að vinna leikinn. „Tóku þeir þrjátíu sóknarfráköst?“ spurði Helgi en hélt svo áfram „ég bara hreinlega veit það ekki alveg (hvernig KR tókst að vinna leikinn). Allt í einu vorum við komnir inn í leikinn aftur. Mér fannst við vera að missa þetta, þeir voru alltaf á ná sóknarfráköstum á eftir sóknarfráköstum. Svo náðum við að hanga í leiknum og það er oft þannig að ef maður nær að hanga í leiknum, komast yfir erfiðasta hjallann og eitt skot dettur þá komumst við í gírinn. Shawn var risastór hlekkur hérna fyrir okkur í lokin. Þetta er bara risastór sigur fyrir okkur. Adama er meiddur, Dani er meiddur og við erum bara fámennir. Bara risa sigur og ég er ótrúlega stoltur af strákunum.“ Spyrill minnist á KR-hjartað, ef það er til þá hlítur þessi sigur að endurspegla það. „Við eigum að loka leikjum. Svona erfiðum leikjum hérna heima fyrir á að loka þegar þeir eru svona jafnir og ég er mjög stoltur af þeim og gríðarlega sáttur. Eins með Veigar líka. Hann var að ströggla þarna í þriðja leikhluta, kemur svo inná, spilar fanta vörn og skorar hérna mikilvæga körfu. Eins og ég segi, ég er ánægður með þessa drengi,“ sagði Helgi Már. Þórir Guðmundur leiddi KR-liðið áfram þegar erfiðast var í leiknum í kvöld, skoraði í heildina 28 stig, tók 15 fráköst og átti 8 stoðsendingar. Hann hefur stigið vel upp og er orðinn leiðtogi í liðinu að mati Helga. „Algjörlega (orðinn leiðtogi í liðinu) og er bara búinn að spila frábærlega vel allt tímabilið. Það var smá ‚turnover‘ vesen á honum í fyrstu tveimur leikjunum en hann er búinn að stilla sig af og er bara að stimpla sig inn sem einn að betri leikmönnum deildarinnar,“ sagði Helgi um Þórir eða ‚Tóta Túrbó‘ eins og hann er kallaður á Meistaravöllum. KR snéri sem fyrr segir leiknum aftur sér í vil undir lokin og Helgi getur ekki annað en notið starfsins þegar vel gengur. „Það er aðeins léttara yfir mér en ef þetta hefði farið á hinn veginn. Jú það er gaman, þjálfarastarfið gefur manni mikið,“ sagði Helgi að lokum. KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Stjarnan 98-90 | KR-ingar unnu í framlengingu KR-ingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Stjörnunni í framlengdum leik, 98-90, eftir að gestirnir frá Garðabæ höfðu leitt leikinn lengst af. 12. nóvember 2021 22:18 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Helgi talar oft um að leikurinn snúist um fráköst en í leiknum í kvöld voru það Stjörnumenn sem sigruðu þann þátt og tóku 26 sóknarfráköst. Auk þess tapaði KR-liðið fleiri boltum en Stjarnan. Helgi segist ekki alveg skilja hvernig liðið fór að því að vinna leikinn. „Tóku þeir þrjátíu sóknarfráköst?“ spurði Helgi en hélt svo áfram „ég bara hreinlega veit það ekki alveg (hvernig KR tókst að vinna leikinn). Allt í einu vorum við komnir inn í leikinn aftur. Mér fannst við vera að missa þetta, þeir voru alltaf á ná sóknarfráköstum á eftir sóknarfráköstum. Svo náðum við að hanga í leiknum og það er oft þannig að ef maður nær að hanga í leiknum, komast yfir erfiðasta hjallann og eitt skot dettur þá komumst við í gírinn. Shawn var risastór hlekkur hérna fyrir okkur í lokin. Þetta er bara risastór sigur fyrir okkur. Adama er meiddur, Dani er meiddur og við erum bara fámennir. Bara risa sigur og ég er ótrúlega stoltur af strákunum.“ Spyrill minnist á KR-hjartað, ef það er til þá hlítur þessi sigur að endurspegla það. „Við eigum að loka leikjum. Svona erfiðum leikjum hérna heima fyrir á að loka þegar þeir eru svona jafnir og ég er mjög stoltur af þeim og gríðarlega sáttur. Eins með Veigar líka. Hann var að ströggla þarna í þriðja leikhluta, kemur svo inná, spilar fanta vörn og skorar hérna mikilvæga körfu. Eins og ég segi, ég er ánægður með þessa drengi,“ sagði Helgi Már. Þórir Guðmundur leiddi KR-liðið áfram þegar erfiðast var í leiknum í kvöld, skoraði í heildina 28 stig, tók 15 fráköst og átti 8 stoðsendingar. Hann hefur stigið vel upp og er orðinn leiðtogi í liðinu að mati Helga. „Algjörlega (orðinn leiðtogi í liðinu) og er bara búinn að spila frábærlega vel allt tímabilið. Það var smá ‚turnover‘ vesen á honum í fyrstu tveimur leikjunum en hann er búinn að stilla sig af og er bara að stimpla sig inn sem einn að betri leikmönnum deildarinnar,“ sagði Helgi um Þórir eða ‚Tóta Túrbó‘ eins og hann er kallaður á Meistaravöllum. KR snéri sem fyrr segir leiknum aftur sér í vil undir lokin og Helgi getur ekki annað en notið starfsins þegar vel gengur. „Það er aðeins léttara yfir mér en ef þetta hefði farið á hinn veginn. Jú það er gaman, þjálfarastarfið gefur manni mikið,“ sagði Helgi að lokum.
KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Stjarnan 98-90 | KR-ingar unnu í framlengingu KR-ingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Stjörnunni í framlengdum leik, 98-90, eftir að gestirnir frá Garðabæ höfðu leitt leikinn lengst af. 12. nóvember 2021 22:18 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Leik lokið: KR - Stjarnan 98-90 | KR-ingar unnu í framlengingu KR-ingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Stjörnunni í framlengdum leik, 98-90, eftir að gestirnir frá Garðabæ höfðu leitt leikinn lengst af. 12. nóvember 2021 22:18