Helgi Már Magnússon: Þetta er bara risastór sigur fyrir okkur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. nóvember 2021 22:43 Helgi Már Magnússon, þjálfari KR-inga, va eðlilega kampakátur með sigur sinna manna í kvöld. Vísir/Bára KR vann dramatískan sigur á Stjörnunni er liðin mættust á Meistaravöllum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. KR leiddi í fyrri hálfleik, Stjarnan í þeim síðari en að lokum voru það KR-ingar sem unnu leikinn með átta stiga mun eftir framlengingu, 98-90. Helgi Már, þjálfari KR, var virkilega ánægður með sigurinn í leikslok. Helgi talar oft um að leikurinn snúist um fráköst en í leiknum í kvöld voru það Stjörnumenn sem sigruðu þann þátt og tóku 26 sóknarfráköst. Auk þess tapaði KR-liðið fleiri boltum en Stjarnan. Helgi segist ekki alveg skilja hvernig liðið fór að því að vinna leikinn. „Tóku þeir þrjátíu sóknarfráköst?“ spurði Helgi en hélt svo áfram „ég bara hreinlega veit það ekki alveg (hvernig KR tókst að vinna leikinn). Allt í einu vorum við komnir inn í leikinn aftur. Mér fannst við vera að missa þetta, þeir voru alltaf á ná sóknarfráköstum á eftir sóknarfráköstum. Svo náðum við að hanga í leiknum og það er oft þannig að ef maður nær að hanga í leiknum, komast yfir erfiðasta hjallann og eitt skot dettur þá komumst við í gírinn. Shawn var risastór hlekkur hérna fyrir okkur í lokin. Þetta er bara risastór sigur fyrir okkur. Adama er meiddur, Dani er meiddur og við erum bara fámennir. Bara risa sigur og ég er ótrúlega stoltur af strákunum.“ Spyrill minnist á KR-hjartað, ef það er til þá hlítur þessi sigur að endurspegla það. „Við eigum að loka leikjum. Svona erfiðum leikjum hérna heima fyrir á að loka þegar þeir eru svona jafnir og ég er mjög stoltur af þeim og gríðarlega sáttur. Eins með Veigar líka. Hann var að ströggla þarna í þriðja leikhluta, kemur svo inná, spilar fanta vörn og skorar hérna mikilvæga körfu. Eins og ég segi, ég er ánægður með þessa drengi,“ sagði Helgi Már. Þórir Guðmundur leiddi KR-liðið áfram þegar erfiðast var í leiknum í kvöld, skoraði í heildina 28 stig, tók 15 fráköst og átti 8 stoðsendingar. Hann hefur stigið vel upp og er orðinn leiðtogi í liðinu að mati Helga. „Algjörlega (orðinn leiðtogi í liðinu) og er bara búinn að spila frábærlega vel allt tímabilið. Það var smá ‚turnover‘ vesen á honum í fyrstu tveimur leikjunum en hann er búinn að stilla sig af og er bara að stimpla sig inn sem einn að betri leikmönnum deildarinnar,“ sagði Helgi um Þórir eða ‚Tóta Túrbó‘ eins og hann er kallaður á Meistaravöllum. KR snéri sem fyrr segir leiknum aftur sér í vil undir lokin og Helgi getur ekki annað en notið starfsins þegar vel gengur. „Það er aðeins léttara yfir mér en ef þetta hefði farið á hinn veginn. Jú það er gaman, þjálfarastarfið gefur manni mikið,“ sagði Helgi að lokum. KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Stjarnan 98-90 | KR-ingar unnu í framlengingu KR-ingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Stjörnunni í framlengdum leik, 98-90, eftir að gestirnir frá Garðabæ höfðu leitt leikinn lengst af. 12. nóvember 2021 22:18 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Helgi talar oft um að leikurinn snúist um fráköst en í leiknum í kvöld voru það Stjörnumenn sem sigruðu þann þátt og tóku 26 sóknarfráköst. Auk þess tapaði KR-liðið fleiri boltum en Stjarnan. Helgi segist ekki alveg skilja hvernig liðið fór að því að vinna leikinn. „Tóku þeir þrjátíu sóknarfráköst?“ spurði Helgi en hélt svo áfram „ég bara hreinlega veit það ekki alveg (hvernig KR tókst að vinna leikinn). Allt í einu vorum við komnir inn í leikinn aftur. Mér fannst við vera að missa þetta, þeir voru alltaf á ná sóknarfráköstum á eftir sóknarfráköstum. Svo náðum við að hanga í leiknum og það er oft þannig að ef maður nær að hanga í leiknum, komast yfir erfiðasta hjallann og eitt skot dettur þá komumst við í gírinn. Shawn var risastór hlekkur hérna fyrir okkur í lokin. Þetta er bara risastór sigur fyrir okkur. Adama er meiddur, Dani er meiddur og við erum bara fámennir. Bara risa sigur og ég er ótrúlega stoltur af strákunum.“ Spyrill minnist á KR-hjartað, ef það er til þá hlítur þessi sigur að endurspegla það. „Við eigum að loka leikjum. Svona erfiðum leikjum hérna heima fyrir á að loka þegar þeir eru svona jafnir og ég er mjög stoltur af þeim og gríðarlega sáttur. Eins með Veigar líka. Hann var að ströggla þarna í þriðja leikhluta, kemur svo inná, spilar fanta vörn og skorar hérna mikilvæga körfu. Eins og ég segi, ég er ánægður með þessa drengi,“ sagði Helgi Már. Þórir Guðmundur leiddi KR-liðið áfram þegar erfiðast var í leiknum í kvöld, skoraði í heildina 28 stig, tók 15 fráköst og átti 8 stoðsendingar. Hann hefur stigið vel upp og er orðinn leiðtogi í liðinu að mati Helga. „Algjörlega (orðinn leiðtogi í liðinu) og er bara búinn að spila frábærlega vel allt tímabilið. Það var smá ‚turnover‘ vesen á honum í fyrstu tveimur leikjunum en hann er búinn að stilla sig af og er bara að stimpla sig inn sem einn að betri leikmönnum deildarinnar,“ sagði Helgi um Þórir eða ‚Tóta Túrbó‘ eins og hann er kallaður á Meistaravöllum. KR snéri sem fyrr segir leiknum aftur sér í vil undir lokin og Helgi getur ekki annað en notið starfsins þegar vel gengur. „Það er aðeins léttara yfir mér en ef þetta hefði farið á hinn veginn. Jú það er gaman, þjálfarastarfið gefur manni mikið,“ sagði Helgi að lokum.
KR Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Stjarnan 98-90 | KR-ingar unnu í framlengingu KR-ingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Stjörnunni í framlengdum leik, 98-90, eftir að gestirnir frá Garðabæ höfðu leitt leikinn lengst af. 12. nóvember 2021 22:18 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Leik lokið: KR - Stjarnan 98-90 | KR-ingar unnu í framlengingu KR-ingar unnu sterkan átta stiga sigur gegn Stjörnunni í framlengdum leik, 98-90, eftir að gestirnir frá Garðabæ höfðu leitt leikinn lengst af. 12. nóvember 2021 22:18