Leigubíllinn kom upp að spítalanum um klukkan rétt fyrir klukkan 11 í gærmorgun, rétt áður en tveggja mínútna þögn var um allt Bretland til að minnast fallinna hermanna.
Um leið og bíllinn stöðvaðist fyrir utan sjúkrahúsið sprakk hann í loft upp.
Farþegi í aftursæti bílsins lét lífið og bílstjórinn er illa særður. Aðra sakaði ekki.
Í gærkvöldi greindi lögreglan svo frá því að þrír menn á þrítugsaldri hafi verið handteknir í tengslum við málið en vopnuð lögregla gerði húsleit á nokkrum stöðum í Liverpool í gær.
Enn er þó óljóst hvað þarna lá að baki en grunur virðist beinast að því að um hryðjuverk hafi verið að ræða.