Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2021 08:20 Þórólfur segir að verið sé að bíða eftir niðurstöðu frá Lyfjastofnun Evrópu varðandi bólusetningar barna yngri en tólf ára. Rannsóknir sýni þó fram á gagnsemi bóluefnisins hjá þessum hópi. Vísir/Vilhelm „Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þórólfur segir að reynslan sýni okkur, meðal annars frá í sumar, að það taki um viku að sjá árangur af þeim aðgerðum sem gripið er til. „Ég held nú að fólk hafi verið byrjað að grípa til aðgerða sjálft áður en reglugerðin kom og það kann að skýra það af hverju þetta er farið að lækka. En við þurfum svo bara að sjá hvernig vikan verður núna.“ Bindur vonir við þriðju sprautuna Þórólfur segist binda vonir við það bólusetningarátak sem sé að hefjast í Laugardalshöll í dag. Fyrsti hluti átaksins mun standa í fjórar vikur eða til 8. desember og verður bólusett frá klukkan tíu til fimmtán mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Byrjað verður á að boða þau sem voru bólusett fyrst í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma og verður notast við bóluefnið Pfizer. „Já, ég bind vonir við það. Við erum að fylgjast með því mjög vel hversu margir hafa fengið þriðja skammtinn og eru að smitast. Það eru um ellefu manns, af um 36 þúsund sem hafa fengið bólusetningu. Þannig að ég bind vonir við það að við séum að sjá góða vörn í þriðja skammtinum og ég held að það ætti að vera öllum ljóst og menn ættu þá bara að mæta þegar þeir eru boðaðir. Ég held að það sé von fyrir okkur núna að horfa til þess.“ Hvað erum við þá horfa á, 95 prósenta vörn? „Það er erfitt að segja nákvæmlega til um það, en þessar rannsóknir sem koma frá Ísrael benda til að vörnin sé yfir 90 prósent, og þá er miðað við annan skammtinn – samanburður á öðrum skammti og þriðja skammti –þá er þriðji skammturinn, vörnin er 90 prósent miðað við skammt tvö.“ Þórólfur segir það ekki breyta neinu þó að Ísraelar hafi einungis notast við bóluefni Pfizer, en við höfum verið að blanda. „Það hefur sýnt sig að það er ekkert verra og í sumum tilvikum getur maður fengið hærra ónæmissvar. Þannig að það á ekki breyta neinu. Við munum nota aðallega Pfizer, en einnig Moderna hjá ákveðnum hópum.“ Hann segir að verið sé að bíða eftir niðurstöðu frá Lyfjastofnun Evrópu varðandi bólusetningar barna yngri en tólf ára, hvort það fái markaðsleyfi. „Það eru að koma fréttir frá Bandaríkjunum um gagnsemi bóluefnisins hjá þessum hópi. Þau eru mjög virk hjá þessum hópi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Þórólfur segir að reynslan sýni okkur, meðal annars frá í sumar, að það taki um viku að sjá árangur af þeim aðgerðum sem gripið er til. „Ég held nú að fólk hafi verið byrjað að grípa til aðgerða sjálft áður en reglugerðin kom og það kann að skýra það af hverju þetta er farið að lækka. En við þurfum svo bara að sjá hvernig vikan verður núna.“ Bindur vonir við þriðju sprautuna Þórólfur segist binda vonir við það bólusetningarátak sem sé að hefjast í Laugardalshöll í dag. Fyrsti hluti átaksins mun standa í fjórar vikur eða til 8. desember og verður bólusett frá klukkan tíu til fimmtán mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Byrjað verður á að boða þau sem voru bólusett fyrst í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma og verður notast við bóluefnið Pfizer. „Já, ég bind vonir við það. Við erum að fylgjast með því mjög vel hversu margir hafa fengið þriðja skammtinn og eru að smitast. Það eru um ellefu manns, af um 36 þúsund sem hafa fengið bólusetningu. Þannig að ég bind vonir við það að við séum að sjá góða vörn í þriðja skammtinum og ég held að það ætti að vera öllum ljóst og menn ættu þá bara að mæta þegar þeir eru boðaðir. Ég held að það sé von fyrir okkur núna að horfa til þess.“ Hvað erum við þá horfa á, 95 prósenta vörn? „Það er erfitt að segja nákvæmlega til um það, en þessar rannsóknir sem koma frá Ísrael benda til að vörnin sé yfir 90 prósent, og þá er miðað við annan skammtinn – samanburður á öðrum skammti og þriðja skammti –þá er þriðji skammturinn, vörnin er 90 prósent miðað við skammt tvö.“ Þórólfur segir það ekki breyta neinu þó að Ísraelar hafi einungis notast við bóluefni Pfizer, en við höfum verið að blanda. „Það hefur sýnt sig að það er ekkert verra og í sumum tilvikum getur maður fengið hærra ónæmissvar. Þannig að það á ekki breyta neinu. Við munum nota aðallega Pfizer, en einnig Moderna hjá ákveðnum hópum.“ Hann segir að verið sé að bíða eftir niðurstöðu frá Lyfjastofnun Evrópu varðandi bólusetningar barna yngri en tólf ára, hvort það fái markaðsleyfi. „Það eru að koma fréttir frá Bandaríkjunum um gagnsemi bóluefnisins hjá þessum hópi. Þau eru mjög virk hjá þessum hópi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira