Tesla stefnt vegna markaðsmisnotkunartilburða Musk Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2021 09:25 Elon Musk var gert að stíga til hliðar sem sem stjórnarformaður Tesla eftir að hann sendi frá sér tíst með vangaveltum um að hann gæti tekið fyrirtækið af markaði. Tístin ollu töluverðum sveiflum á hlutabréfaverði. Vísir/EPA Fjárfestingabankinn JP Morgan stefndi rafbílaframleiðandandum Tesla fyrir samningsbrot og krafðist rúmra 162 milljóna dollara í gær. Deilurnar snúast um kaupréttarsamning á hlutabréfum sem Elon Musk, stofnandi fyrirtækisins, olli miklum verðsveiflum á árið 2018. Tesla átti að afhenda JP Morgan hlutabréf eða reiðufé ef hlutabéfaverð í fyrirtækinu færi yfir ákveðið lausnarverð fyrir ákveðinn tíma samkvæmt samningi sem fyrirtækin gerðu árið 2014, að því er segir í frétt CNBC. Musk hleypti töluverðu lífi í viðskipti með hlutabréf Tesla þegar hann tísti um að hann gæti tekið fyrirtækið af hlutabréfamarkaði á tilteknu verði á hvern hlut í ágúst árið 2018. Nokkrum vikum seinna dró hann þá hugmynd til baka. Musk var ákærður fyrir verðbréfasvik og gerði Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) bæði honum og Tesla að greiða tuttugu milljónir dollara í sekt vegna tístanna. JP Morgan taldi sig hafa samningsbundinn rétt til að breyta lausnarverðinu og gerði það í tvígang í kjölfar tísta Musk, fyrst um að hann ætlaði að taka Tesla af markaði og síðar þegar hann sagðist hættur við það. Tesla mótmæli breytingunum og sagði JP Morgan hafa brugðist of hratt við og hafi reynt að nýta sér sveiflur í hlutabréfaverði fyrirtækisins. Á sextán mánuðum eftir tíst Musk lækkaði hlutabréfaverð Tesla fyrst niður í lægstu lægðir en hækkaði svo verulega. Áður en kaupréttarsamningurinn rann út í sumar hafði hlutabréfaverð Tesla hækkað tífalt. Þrátt fyrir það greiddi Tesla bankanum hvorki í hlutum né reiðufé. JP Morgan segist líta svo á að Tesla sé í vanskilum, að því er segir í frétt Reuters. Tesla Tengdar fréttir Sátt í máli bandarískra yfirvalda gegn Tesla og Elon Musk Elon Musk þarf að greiða tuttugu milljónir dollara og stíga til hliðar sem stjórnarformaður vegna misvísandi tísta sem hann sendi frá sér um Tesla í ágúst. 16. október 2018 15:38 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tesla átti að afhenda JP Morgan hlutabréf eða reiðufé ef hlutabéfaverð í fyrirtækinu færi yfir ákveðið lausnarverð fyrir ákveðinn tíma samkvæmt samningi sem fyrirtækin gerðu árið 2014, að því er segir í frétt CNBC. Musk hleypti töluverðu lífi í viðskipti með hlutabréf Tesla þegar hann tísti um að hann gæti tekið fyrirtækið af hlutabréfamarkaði á tilteknu verði á hvern hlut í ágúst árið 2018. Nokkrum vikum seinna dró hann þá hugmynd til baka. Musk var ákærður fyrir verðbréfasvik og gerði Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) bæði honum og Tesla að greiða tuttugu milljónir dollara í sekt vegna tístanna. JP Morgan taldi sig hafa samningsbundinn rétt til að breyta lausnarverðinu og gerði það í tvígang í kjölfar tísta Musk, fyrst um að hann ætlaði að taka Tesla af markaði og síðar þegar hann sagðist hættur við það. Tesla mótmæli breytingunum og sagði JP Morgan hafa brugðist of hratt við og hafi reynt að nýta sér sveiflur í hlutabréfaverði fyrirtækisins. Á sextán mánuðum eftir tíst Musk lækkaði hlutabréfaverð Tesla fyrst niður í lægstu lægðir en hækkaði svo verulega. Áður en kaupréttarsamningurinn rann út í sumar hafði hlutabréfaverð Tesla hækkað tífalt. Þrátt fyrir það greiddi Tesla bankanum hvorki í hlutum né reiðufé. JP Morgan segist líta svo á að Tesla sé í vanskilum, að því er segir í frétt Reuters.
Tesla Tengdar fréttir Sátt í máli bandarískra yfirvalda gegn Tesla og Elon Musk Elon Musk þarf að greiða tuttugu milljónir dollara og stíga til hliðar sem stjórnarformaður vegna misvísandi tísta sem hann sendi frá sér um Tesla í ágúst. 16. október 2018 15:38 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Sátt í máli bandarískra yfirvalda gegn Tesla og Elon Musk Elon Musk þarf að greiða tuttugu milljónir dollara og stíga til hliðar sem stjórnarformaður vegna misvísandi tísta sem hann sendi frá sér um Tesla í ágúst. 16. október 2018 15:38