Sigurður Ingi vill skoða aðgangsstýringu með bólusetningarvottorðum Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2021 19:20 Miklar vonir eru bundnar við að örvunarskammturinn dragi verulega úr líkum á því að bólusettir smitist af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Samgönguráðherra vill skoða hvort taka ætti upp aðgangsstýringu að opinberum stöðum með bólusetningarvottorðum líkt og gert hefur verið í ýmsum öðrum löndum. Sóttvarnalæknir telur það koma til greina eftir að búið verður að gefa meirihluta þjóðarinnar örvunarskammt til varnar covid-19. Enn eitt metið var slegið í gær þegar smituðum fjölgaði um 206 innanlands og 9 á landamærunum. Nú eru 25 á sjúkrahúsi, þarf af fjórir á gjörgæslu og af þeim þurfa tveir á öndunarvél að halda. Sóttvarnalæknir segir miklu meiri líkur á að óbólusettir smitist, að þeir smiti aðra og leggist lengur alvarlega veikir inn á spítala en óbólusettir. Enn eitt metið var slegið í gær í fjölda smitaðra af covid-19.Grafík/Helgi Það hafi þó ekki verið rætt að veita bólusettum meira frelsi umfram óbúlusetta með framvísun bólusetningarvottorða eins og gert hafi verið víða annars staðar á meðan bólusettir væru einnig að smita út frá sér. Það gæti breyst ef örvunarskammturinn skili tilætluðum árangri. Þórólfur Guðnason segir koma til greina að skoða aðgangstýringu að opinberum stöðum með bólusetningarvottorði eftir að búið er gefa meirihluta þjóðarinnar örvunarskammtinn.Vísir/Vilhelm „Þá held ég að menn geti farið að skoða hvort það sé hægt að auka frelsi eða minnka takmarkanir á þá sem eru virkilega vel bólusettir og eru ólíklegir til að smitast og þannig smita aðra. Við þurfum að skoða þetta út frá þeim sjónarhóli,“ segir Þórólfur. Danir og fleiri þjóðir hafa hins vegar beitt þeirri leið í faraldrinum að fólk þurfi að framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um að hafa jafnað sig á covid til að komast inn á opinbera staði og í almenningssamgöngur. Samgönguráðherra vill skoða að taka upp aðgangsstýringu að ýmsum opinberum stöðum með bólusetningarvottorðum.vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segja þessa leið hafa verið farna á landamærunum hér á landi. „Mér hefur alveg þótt það áhugavert að við myndum fara að skoða það hér innanlands í ljósi þess að geta þá haft minni takmarkanir á okkur öllum hinum sem erum bólusett og erum þar af leiðandi í minni áhættu. Bæði með að smitast og að smita aðra,“ segir Sigurður Ingi. Forsætisráðherra segir aðgerðir Íslendinga hafa skilað góðum árangri og þeir standi framarlega varðandi árangur í bólusetningum og fáum dauðsföllum. Í dag þurfi bæði bólusettir og óbólusettir að sýna niðurstöðu hraðprófs á tilteknum viðburðum. Forsætisráðherra segir Íslendninga hafa náð góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna með því að láta jafnt yfir alla ganga.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er auðvitað spurning og álitamál sem vekur upp ýmsar bæði siðferðilegar og pólitískar spurningar. Við erum opið, frjálslynt lýðræðissamfélag sem eins og ég segi hefur reitt sig á upplýsingamiðlun,“ segir Katrín. Þess vegna hvetji stjórnvöld fólk til að þiggja bæði almenna bólusetningu og nú örvunarskammtinn sem dragi mjög úr líkum á alvarlegum veikindum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sprenging í miðasölu á tónleika og kvikmyndasýningar Greiðslukortavelta nam rúmum 94 milljörðum króna í október og jókst um 35% samannborið við sama tímabil árið 2020. Veltan stóð nánast í stað frá því í september síðastliðnum. 16. nóvember 2021 14:32 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Enn eitt metið var slegið í gær þegar smituðum fjölgaði um 206 innanlands og 9 á landamærunum. Nú eru 25 á sjúkrahúsi, þarf af fjórir á gjörgæslu og af þeim þurfa tveir á öndunarvél að halda. Sóttvarnalæknir segir miklu meiri líkur á að óbólusettir smitist, að þeir smiti aðra og leggist lengur alvarlega veikir inn á spítala en óbólusettir. Enn eitt metið var slegið í gær í fjölda smitaðra af covid-19.Grafík/Helgi Það hafi þó ekki verið rætt að veita bólusettum meira frelsi umfram óbúlusetta með framvísun bólusetningarvottorða eins og gert hafi verið víða annars staðar á meðan bólusettir væru einnig að smita út frá sér. Það gæti breyst ef örvunarskammturinn skili tilætluðum árangri. Þórólfur Guðnason segir koma til greina að skoða aðgangstýringu að opinberum stöðum með bólusetningarvottorði eftir að búið er gefa meirihluta þjóðarinnar örvunarskammtinn.Vísir/Vilhelm „Þá held ég að menn geti farið að skoða hvort það sé hægt að auka frelsi eða minnka takmarkanir á þá sem eru virkilega vel bólusettir og eru ólíklegir til að smitast og þannig smita aðra. Við þurfum að skoða þetta út frá þeim sjónarhóli,“ segir Þórólfur. Danir og fleiri þjóðir hafa hins vegar beitt þeirri leið í faraldrinum að fólk þurfi að framvísa bólusetningarvottorði eða vottorði um að hafa jafnað sig á covid til að komast inn á opinbera staði og í almenningssamgöngur. Samgönguráðherra vill skoða að taka upp aðgangsstýringu að ýmsum opinberum stöðum með bólusetningarvottorðum.vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segja þessa leið hafa verið farna á landamærunum hér á landi. „Mér hefur alveg þótt það áhugavert að við myndum fara að skoða það hér innanlands í ljósi þess að geta þá haft minni takmarkanir á okkur öllum hinum sem erum bólusett og erum þar af leiðandi í minni áhættu. Bæði með að smitast og að smita aðra,“ segir Sigurður Ingi. Forsætisráðherra segir aðgerðir Íslendinga hafa skilað góðum árangri og þeir standi framarlega varðandi árangur í bólusetningum og fáum dauðsföllum. Í dag þurfi bæði bólusettir og óbólusettir að sýna niðurstöðu hraðprófs á tilteknum viðburðum. Forsætisráðherra segir Íslendninga hafa náð góðum árangri í baráttunni við kórónuveiruna með því að láta jafnt yfir alla ganga.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er auðvitað spurning og álitamál sem vekur upp ýmsar bæði siðferðilegar og pólitískar spurningar. Við erum opið, frjálslynt lýðræðissamfélag sem eins og ég segi hefur reitt sig á upplýsingamiðlun,“ segir Katrín. Þess vegna hvetji stjórnvöld fólk til að þiggja bæði almenna bólusetningu og nú örvunarskammtinn sem dragi mjög úr líkum á alvarlegum veikindum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sprenging í miðasölu á tónleika og kvikmyndasýningar Greiðslukortavelta nam rúmum 94 milljörðum króna í október og jókst um 35% samannborið við sama tímabil árið 2020. Veltan stóð nánast í stað frá því í september síðastliðnum. 16. nóvember 2021 14:32 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Sprenging í miðasölu á tónleika og kvikmyndasýningar Greiðslukortavelta nam rúmum 94 milljörðum króna í október og jókst um 35% samannborið við sama tímabil árið 2020. Veltan stóð nánast í stað frá því í september síðastliðnum. 16. nóvember 2021 14:32
Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56