Leyfa fólki að fylla íþróttahúsin gegn bólusetningarvottorði Sindri Sverrisson skrifar 17. nóvember 2021 16:30 Stuðningsmenn sænska íshokkíliðsins Skellefteå AIK fá áfram að fjölmenna á leiki ef þeir eru bólusettir. Getty Svíar munu geta fyllt íþróttahús sín af áhorfendum þrátt fyrir hertar sóttvarnaaðgerðir sem boðaðar hafa verið vegna kórónuveirufaraldursins. Á Íslandi mega í dag að hámarki 50 manns mæta á íþróttaleiki innanhúss, nema með notkun hraðprófa en þá geta 500 manns verið í sama rými. Þessar reglur, sem gilda frá 13. nóvember til 8. desember, hafa haft í för með sér að nánast engir áhorfendur eru á leikjum hér á landi. Staðan er önnur í Svíþjóð. Þarlend heilbrigðisyfirvöld tilkynntu á blaðamannafundi í dag að á leikjum þar sem fleiri en 100 manns kæmu saman yrði gerð krafa um bólusetningarvottorð. Engar fjöldatakmarkanir yrðu á leikjum vegna áhorfenda sem fengið hefðu að minnsta kosti tvo skammta af bóluefni. Íþrótta- og menningarmálaráðherra Svía, Amanda Lind, segir að stjórnvöld hafi lengi haft kröfuna um bólusetningarvottorð sem „plan B“ ef herða þyrfti aðgerðir. „Núna er sú staða komin upp,“ sagði Lind. Sumir mæti ekki en aðrir nú óhræddari Krafan um bólusetningarvottorð tekur gildi frá og með 1. desember og nær til allra sem eru 16 ára og eldri. Hún gildir á innanhúsíþróttum en þar nýtur íshokkí mestra vinsælda í Svíþjóð. Notast verður við rafræn vottorð sem fólk getur framvísað þegar það mætir á leiki. Pea Israelsson, framkvæmdastjóri íshokkífélagsins Skellefteå AIK, segir menn sætta sig við nýju reglurnar í stað þess að þurfa að eiga við áhorfendabann. „Þau telja að við þurfum að berjast af meiri krafti gegn Covid-19. Við höfum áður sagt að við styðjum hugmyndir um bólusetningarvottorð,“ sagði Israelsson við Aftonbladet. Israelsson sagði ljóst að þetta hefði í för með sér að sumir myndu ekki mæta á leiki en að sama skapi gæti þetta orðið öðrum hvatning til að mæta: „Fólk verður öruggara svo að þetta er ekki bara galli. Það felst í þessu tækifæri líka,“ sagði hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sænski handboltinn Samkomubann á Íslandi Svíþjóð Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Sjá meira
Á Íslandi mega í dag að hámarki 50 manns mæta á íþróttaleiki innanhúss, nema með notkun hraðprófa en þá geta 500 manns verið í sama rými. Þessar reglur, sem gilda frá 13. nóvember til 8. desember, hafa haft í för með sér að nánast engir áhorfendur eru á leikjum hér á landi. Staðan er önnur í Svíþjóð. Þarlend heilbrigðisyfirvöld tilkynntu á blaðamannafundi í dag að á leikjum þar sem fleiri en 100 manns kæmu saman yrði gerð krafa um bólusetningarvottorð. Engar fjöldatakmarkanir yrðu á leikjum vegna áhorfenda sem fengið hefðu að minnsta kosti tvo skammta af bóluefni. Íþrótta- og menningarmálaráðherra Svía, Amanda Lind, segir að stjórnvöld hafi lengi haft kröfuna um bólusetningarvottorð sem „plan B“ ef herða þyrfti aðgerðir. „Núna er sú staða komin upp,“ sagði Lind. Sumir mæti ekki en aðrir nú óhræddari Krafan um bólusetningarvottorð tekur gildi frá og með 1. desember og nær til allra sem eru 16 ára og eldri. Hún gildir á innanhúsíþróttum en þar nýtur íshokkí mestra vinsælda í Svíþjóð. Notast verður við rafræn vottorð sem fólk getur framvísað þegar það mætir á leiki. Pea Israelsson, framkvæmdastjóri íshokkífélagsins Skellefteå AIK, segir menn sætta sig við nýju reglurnar í stað þess að þurfa að eiga við áhorfendabann. „Þau telja að við þurfum að berjast af meiri krafti gegn Covid-19. Við höfum áður sagt að við styðjum hugmyndir um bólusetningarvottorð,“ sagði Israelsson við Aftonbladet. Israelsson sagði ljóst að þetta hefði í för með sér að sumir myndu ekki mæta á leiki en að sama skapi gæti þetta orðið öðrum hvatning til að mæta: „Fólk verður öruggara svo að þetta er ekki bara galli. Það felst í þessu tækifæri líka,“ sagði hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sænski handboltinn Samkomubann á Íslandi Svíþjóð Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Sjá meira