Ísland getur klárað full orkuskipti Hörður Arnarson skrifar 19. nóvember 2021 09:30 Skýr vilji er meðal þjóða að halda því markmiði að hlýnun jarðar aukist ekki um meira en 1,5°C. Sá vilji birtist á nýlokinni COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow og þeim samningi sem þjóðir undirrituðu að henni lokinni. En til þess að það markmið náist þarf losun gróðurhúsalofttegunda að helmingast fyrir árið 2030. Við sjáum þegar fram á að þurfa að vinna hraðar, grípa til nauðsynlegra aðgerða og kerfisbreytinga til þess eins að halda í við síaukna hlýnun. Með hverjum deginum sem líður verður róðurinn þyngri. Ekki er fólk á einu máli um hversu vel heppnuð loftslagsráðstefnan í Glasgow var. Það er þó ljóst að hún hefur fært mannkynið nær þeim breytingum sem nauðsynlegar eru. Margt jákvætt náðist fram, en því verður ekki neitað að samningurinn og yfirlýst framlög aðildarríkja duga ekki í núverandi mynd til að halda hlýnun við 1,5°C. Þeim mun mikilvægar er að náðst hafi samkomulag um að markmið þjóðanna verði endurskoðuð að ári á COP27 í Egyptalandi. Svo hröð sem vitundarvakning í loftslagsmálum er núna er ástæða til að ætla að veruleg breyting verði á því eina ári. Atvinnulífið í forystusæti Sú breyting blasti við í Glasgow, frá því sem var í París á sínum tíma, að nú hefur forystufólk í atvinnulífinu gert sér grein fyrir alvarleika málsins og er í raun sest við stjórnvölinn, í stað þess að láta stjórnmálafólk um allar ákvarðanir. Atvinnulífið knýr metnaðarfullar aðgerðir og breytingar, t.d. umbreytingar framleiðsluferla, aukna endurnýtingu, nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og tæknibyltingar af ýmsum toga. Þar áttar fólk sig á að ýmis tækifæri leynast í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum, í þeim kerfisbreytingum sem þarfar eru og þeirri nýsköpun sem þær krefjast. Þessi ákveðna afstaða atvinnulífsins vekur þá von að komið sé nægt hreyfiafl í baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Stjórnvöld þurfa eftir sem áður að samræma aðgerðir og skapa atvinnulífinu rétta umgjörð, hvata og kröfur. Loftslagsmál eru orkumál Enginn vafi leikur á að loftslagsmál eru orkumál. Loftslagsmál snúast líka um jöfnuð, rétt eins og orkumál. Jafnt aðgengi jarðarbúa að grænni endurnýjanlegri orku er grundvöllur þess að við náum sameiginlegu taki á loftslagsmálum. Árið 2050 þarf öll orkunotkun heims að byggja á endurnýjanlegri orkuvinnslu/endurnýjanlegum auðlindum. Þrátt fyrir að orðalag varðandi minnkandi notkun jarðefnaeldsneytis hafi orðið veikara í loftslagssamningi COP26 en vonast var til hefur þó náðst fram skýr viðurkenning þess að jarðefnaeldsneyti er stærsti áhrifavaldur loftslagsbreytinga og að endalok notkunar þess munu og verða að renna upp. Það þýðir að uppbygging á endurnýjanlegum orkugjöfum og orkuskipti yfir í endurnýjanlegt rafmagn og rafeldsneyti þarf að vera gríðarlega hröð á næstu árum. Tækniþróun síðustu ára og stuðningur ríkja við uppbyggingu og þróun endurnýjanlegra orkugjafa hefur fleytt okkur áfram. Tæknin við raforkuvinnslu er orðin samkeppnishæf og jafnvel ódýrari en vinnsla rafmagns með jarðefnaeldsneyti. Það skýtur þó skökku við að enn streyma gríðarlegar fjárhæðir til niðurgreiðslu á jarðefnaeldsneyti, sem skekkir þessa samkeppnisstöðu endurnýjanlegra orkugjafa. Þá stöðu þarf að jafna. Kolefnismarkaðir Mikilvægur áfangi náðist í Glasgow með reglum um samnýtingu og markaði með kolefniseiningar. Góðir kolefnismarkaðir opna á möguleika fyrirtækja og ríkja til að verja fjármagni sínu í þær aðgerðir sem skila hvað mestum samdrætti í losun óháð landamærum. Ákall atvinnulífsins eftir skýrum leikreglum og því að loftslagsáhrif verði verðlögð, sett á kolefnisverð, hefur verið hávært í aðdraganda ráðstefnunnar og þetta mun að einhverju leiti svara því. Það mun þó koma í ljóst hvernig innleiðingu á þessum reglum verður háttað. Þangað til hafa fyrirtæki í auknum mæli tekið upp notkun innra kolefnisverðs til að taka upplýstar ákvarðanir með tilliti til loftslagsbreytinga í sinni starfsemi og er Landsvirkjun þar á meðal. Raunhæf markmið Ísland hefur lýst yfir metnaðarfullum markmiðum um kolefnishlutleysi 2040 og jarðefnaeldsneytisleysi 2050. Það er ekkert sem bendir til annars en að það sé vel raunhæft enda mikill vilji til aðgerða, hjá fyrirtækjum, nærsamfélögum og hjá stjórnvöldum. Minni losun á Íslandi skiptir auðvitað loftslagið máli en sökum stærðar má leiða að því líkur að framlag Íslands í loftslagsmálum muni fyrst og fremst felast í fordæmisgefandi aðgerðum. Ísland er nefnilega í dauðafæri til að vera fyrsta ríkið í heiminum sem er óháð jarðefnaeldsneyti og í einstakri stöðu til að klára full orkuskipti. Við eigum heimsmet í hlutfalli endurnýjanlegrar orku af frumorkunotkun (í kringum 85%) og allt rafmagn og allur hiti byggir á notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Til viðbótar við þennan sterka grunn erum við í þeirri stöðu að hér er enginn olíu-, gas- og kolaiðnaður sem beitir sér á einn eða annan hátt gegn orkuskiptum. Ísland er því kjörið fyrir tilraunaverkefni um orkuskipti á heilu samfélagi. Sú vegferð felur í sér ýmsar áskoranir og við munum öðlast mikla reynslu og þekkingu í þeirri glímu. Full orkuskipti fela í sér að hætta alfarið að nota bensín og olíu í bílum, skipum og flugvélum. Það er risavaxið og spennandi verkefni. Ef við ætlum að vera þar í fararbroddi er eins gott að bretta upp ermar án tafar. Stjórnvöld þurfa að leggja stóru línurnar fyrir orkuskiptin en skrefin verða stigin af fyrirtækjum og einstaklingum í samstarfi við stjórnvöld. Rafvæðing bílaflotans er komin vel af stað og er dæmi um vel heppnað samspil stjórnvalda og fyrirtækja. Ekki er fýsilegt að rafvæða öll farartæki, svo sem flutningabíla, skip og flugvélar og því þarf að leita fleiri grænna orkugjafa. Framleiðsla græns eldsneytis, svo sem vetnis eða annars rafeldsneytis í formi ammóníaks, metanóls eða metans, er forsenda þess að klára orkuskipti Íslands. Öflug, endurnýjanleg raforkuvinnsla Íslands veitir okkur tækifæri til að fara hratt í prufuverkefni sem geta skilað stórum skrefum í átt að kolefnishlutleysi og jarðefnaeldsneytisleysi. Það er komið að því að velja og raungera verkefnin sem munu leiða til þess að við náum þeim árangri í loftslagsmálum sem stefnt er að og heimurinn kallar eftir. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Orkumál Landsvirkjun Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Skýr vilji er meðal þjóða að halda því markmiði að hlýnun jarðar aukist ekki um meira en 1,5°C. Sá vilji birtist á nýlokinni COP26 loftslagsráðstefnunni í Glasgow og þeim samningi sem þjóðir undirrituðu að henni lokinni. En til þess að það markmið náist þarf losun gróðurhúsalofttegunda að helmingast fyrir árið 2030. Við sjáum þegar fram á að þurfa að vinna hraðar, grípa til nauðsynlegra aðgerða og kerfisbreytinga til þess eins að halda í við síaukna hlýnun. Með hverjum deginum sem líður verður róðurinn þyngri. Ekki er fólk á einu máli um hversu vel heppnuð loftslagsráðstefnan í Glasgow var. Það er þó ljóst að hún hefur fært mannkynið nær þeim breytingum sem nauðsynlegar eru. Margt jákvætt náðist fram, en því verður ekki neitað að samningurinn og yfirlýst framlög aðildarríkja duga ekki í núverandi mynd til að halda hlýnun við 1,5°C. Þeim mun mikilvægar er að náðst hafi samkomulag um að markmið þjóðanna verði endurskoðuð að ári á COP27 í Egyptalandi. Svo hröð sem vitundarvakning í loftslagsmálum er núna er ástæða til að ætla að veruleg breyting verði á því eina ári. Atvinnulífið í forystusæti Sú breyting blasti við í Glasgow, frá því sem var í París á sínum tíma, að nú hefur forystufólk í atvinnulífinu gert sér grein fyrir alvarleika málsins og er í raun sest við stjórnvölinn, í stað þess að láta stjórnmálafólk um allar ákvarðanir. Atvinnulífið knýr metnaðarfullar aðgerðir og breytingar, t.d. umbreytingar framleiðsluferla, aukna endurnýtingu, nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og tæknibyltingar af ýmsum toga. Þar áttar fólk sig á að ýmis tækifæri leynast í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum, í þeim kerfisbreytingum sem þarfar eru og þeirri nýsköpun sem þær krefjast. Þessi ákveðna afstaða atvinnulífsins vekur þá von að komið sé nægt hreyfiafl í baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Stjórnvöld þurfa eftir sem áður að samræma aðgerðir og skapa atvinnulífinu rétta umgjörð, hvata og kröfur. Loftslagsmál eru orkumál Enginn vafi leikur á að loftslagsmál eru orkumál. Loftslagsmál snúast líka um jöfnuð, rétt eins og orkumál. Jafnt aðgengi jarðarbúa að grænni endurnýjanlegri orku er grundvöllur þess að við náum sameiginlegu taki á loftslagsmálum. Árið 2050 þarf öll orkunotkun heims að byggja á endurnýjanlegri orkuvinnslu/endurnýjanlegum auðlindum. Þrátt fyrir að orðalag varðandi minnkandi notkun jarðefnaeldsneytis hafi orðið veikara í loftslagssamningi COP26 en vonast var til hefur þó náðst fram skýr viðurkenning þess að jarðefnaeldsneyti er stærsti áhrifavaldur loftslagsbreytinga og að endalok notkunar þess munu og verða að renna upp. Það þýðir að uppbygging á endurnýjanlegum orkugjöfum og orkuskipti yfir í endurnýjanlegt rafmagn og rafeldsneyti þarf að vera gríðarlega hröð á næstu árum. Tækniþróun síðustu ára og stuðningur ríkja við uppbyggingu og þróun endurnýjanlegra orkugjafa hefur fleytt okkur áfram. Tæknin við raforkuvinnslu er orðin samkeppnishæf og jafnvel ódýrari en vinnsla rafmagns með jarðefnaeldsneyti. Það skýtur þó skökku við að enn streyma gríðarlegar fjárhæðir til niðurgreiðslu á jarðefnaeldsneyti, sem skekkir þessa samkeppnisstöðu endurnýjanlegra orkugjafa. Þá stöðu þarf að jafna. Kolefnismarkaðir Mikilvægur áfangi náðist í Glasgow með reglum um samnýtingu og markaði með kolefniseiningar. Góðir kolefnismarkaðir opna á möguleika fyrirtækja og ríkja til að verja fjármagni sínu í þær aðgerðir sem skila hvað mestum samdrætti í losun óháð landamærum. Ákall atvinnulífsins eftir skýrum leikreglum og því að loftslagsáhrif verði verðlögð, sett á kolefnisverð, hefur verið hávært í aðdraganda ráðstefnunnar og þetta mun að einhverju leiti svara því. Það mun þó koma í ljóst hvernig innleiðingu á þessum reglum verður háttað. Þangað til hafa fyrirtæki í auknum mæli tekið upp notkun innra kolefnisverðs til að taka upplýstar ákvarðanir með tilliti til loftslagsbreytinga í sinni starfsemi og er Landsvirkjun þar á meðal. Raunhæf markmið Ísland hefur lýst yfir metnaðarfullum markmiðum um kolefnishlutleysi 2040 og jarðefnaeldsneytisleysi 2050. Það er ekkert sem bendir til annars en að það sé vel raunhæft enda mikill vilji til aðgerða, hjá fyrirtækjum, nærsamfélögum og hjá stjórnvöldum. Minni losun á Íslandi skiptir auðvitað loftslagið máli en sökum stærðar má leiða að því líkur að framlag Íslands í loftslagsmálum muni fyrst og fremst felast í fordæmisgefandi aðgerðum. Ísland er nefnilega í dauðafæri til að vera fyrsta ríkið í heiminum sem er óháð jarðefnaeldsneyti og í einstakri stöðu til að klára full orkuskipti. Við eigum heimsmet í hlutfalli endurnýjanlegrar orku af frumorkunotkun (í kringum 85%) og allt rafmagn og allur hiti byggir á notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Til viðbótar við þennan sterka grunn erum við í þeirri stöðu að hér er enginn olíu-, gas- og kolaiðnaður sem beitir sér á einn eða annan hátt gegn orkuskiptum. Ísland er því kjörið fyrir tilraunaverkefni um orkuskipti á heilu samfélagi. Sú vegferð felur í sér ýmsar áskoranir og við munum öðlast mikla reynslu og þekkingu í þeirri glímu. Full orkuskipti fela í sér að hætta alfarið að nota bensín og olíu í bílum, skipum og flugvélum. Það er risavaxið og spennandi verkefni. Ef við ætlum að vera þar í fararbroddi er eins gott að bretta upp ermar án tafar. Stjórnvöld þurfa að leggja stóru línurnar fyrir orkuskiptin en skrefin verða stigin af fyrirtækjum og einstaklingum í samstarfi við stjórnvöld. Rafvæðing bílaflotans er komin vel af stað og er dæmi um vel heppnað samspil stjórnvalda og fyrirtækja. Ekki er fýsilegt að rafvæða öll farartæki, svo sem flutningabíla, skip og flugvélar og því þarf að leita fleiri grænna orkugjafa. Framleiðsla græns eldsneytis, svo sem vetnis eða annars rafeldsneytis í formi ammóníaks, metanóls eða metans, er forsenda þess að klára orkuskipti Íslands. Öflug, endurnýjanleg raforkuvinnsla Íslands veitir okkur tækifæri til að fara hratt í prufuverkefni sem geta skilað stórum skrefum í átt að kolefnishlutleysi og jarðefnaeldsneytisleysi. Það er komið að því að velja og raungera verkefnin sem munu leiða til þess að við náum þeim árangri í loftslagsmálum sem stefnt er að og heimurinn kallar eftir. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun