Segir börn í sorg vera falinn hóp sem þurfi að sinna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. nóvember 2021 12:00 Matthildur Bjarnadóttir, prestur og verkefnastjóri Arnarins, segir mikilvægt að vekja athygli á málaflokkinum. Vísir/Vilhelm Alþjóðlegur dagur barna í sorg fer fram í dag. Örninn, minningar- og styrktarsjóður, stendur fyrir vitundarvakningu í tilefni dagsins um þarfir syrgjandi barna. Prestur og verkefnastjóri Arnarins segir fólk oft ráðalaust þegar það verður fyrir missi og að börn í sorg séu að einhverju leyti falinn hópur sem þarfnast aðstoðar. Í hádeginu stendur minningar- og styrktarsjóðurinn Örninn fyrir málþingi í Vídalínskirkju í tilefni dagsins. Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og forstöðumaður fjölskylduþjónustu kirkjunnar, fjallar þar um sorgarviðbrögð barna og Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur, fræðir um kvíða barna. Anna Ýr Böðvarsdóttir, lögfræðingur og þriggja barna móðir, deilir einnig reynslu sinni af makamissi Klukkan fimm í dag verður síðan minningarstund fyrir syrgjendur við Vífilstaðavatn. Matthildur Bjarnadóttir, prestur og verkefnastjóri Arnarins, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Ísland er þátttakandi í alþjóðlegum degi barna í sorg. Dagurinn fór fyrst fram árið 2008 og frá þeim tíma hafa sífellt fleiri lönd tekið þátt til að vekja athygli á málefninu. „Við finnum það að fólk er mjög opið fyrir því að læra meira og það eru svo rosalega mörg börn og unglingar í okkar samfélagi sem að verða fyrir missi og fólk er stundum svolítið ráðalaust, eða veit ekki alveg við hverju það á að búast og annað slíkt. Mér finnst fólk vera bara mjög þakklát fyrir að fá upplýsingar og góð ráð,“ segir Matthildur. Hún segir að börn í sorg séu að einhverju leyti falinn eða þögull hópur og hingað til hafi mögulega ekki verið nægilega mikið af úrræðum til staðar. „Út af því að sorg er ekki sjúkdómur, þetta eru ekki veik börn, þá er heilbrigðiskerfið ekki að grípa þau og þá þurfa félagasamtök, Kirkjan og aðrir á borð við Ljónshjarta og Sorgarmiðstöðina, við þurfum að grípa boltann og vinna saman,“ segir Matthildur. Hún segist vona að dagurinn í dag festi sig rækilega í sessi hér á landi og verði sá fyrsti af mörgum. „Við ætlum auðvitað að halda áfram í allan vetur að vekja athygli á þessu málefni og reyna að skrifa greinar og vera með fræðsluerindi og annað slíkt, þannig fólk finni að það er hægt að fá stuðning og það er fólk þarna úti í samfélaginu sem að getur aðstoðað þegar það verður áfallamissir,“ segir Matthildur. Viðburðurinn hefst klukkan tólf og er í beinu streymi á Vísi. Frekari upplýsingar má finna á Facebook síðu Arnarsins og Heimasíðu Arnarsins. Börn og uppeldi Garðabær Tengdar fréttir „Ert þú þá mamma og pabbi?“ Í dag er Alþjóðlegur dagur barna í sorg. Sorgin er erfitt fyrirbæri, ókei verum bara hreinskilin, sorgarferlið er alveg ömurlegt. Það getur verið erfitt að átta sig á sorginni og hvað þá sorg barna. 18. nóvember 2021 08:31 Aldrei gott að börn grafi niður sorgina Matthildur Bjarnadóttir segir mikilvægt að aðstoða börn við að finna sorginni góðan farveg. Sorg barna sé ólík fullorðinna og því sé best að fjölskyldan geti rætt tilfinningarnar sem fylgja missi. 17. maí 2020 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Í hádeginu stendur minningar- og styrktarsjóðurinn Örninn fyrir málþingi í Vídalínskirkju í tilefni dagsins. Vigfús Bjarni Albertsson, prestur og forstöðumaður fjölskylduþjónustu kirkjunnar, fjallar þar um sorgarviðbrögð barna og Berglind Brynjólfsdóttir, sálfræðingur, fræðir um kvíða barna. Anna Ýr Böðvarsdóttir, lögfræðingur og þriggja barna móðir, deilir einnig reynslu sinni af makamissi Klukkan fimm í dag verður síðan minningarstund fyrir syrgjendur við Vífilstaðavatn. Matthildur Bjarnadóttir, prestur og verkefnastjóri Arnarins, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Ísland er þátttakandi í alþjóðlegum degi barna í sorg. Dagurinn fór fyrst fram árið 2008 og frá þeim tíma hafa sífellt fleiri lönd tekið þátt til að vekja athygli á málefninu. „Við finnum það að fólk er mjög opið fyrir því að læra meira og það eru svo rosalega mörg börn og unglingar í okkar samfélagi sem að verða fyrir missi og fólk er stundum svolítið ráðalaust, eða veit ekki alveg við hverju það á að búast og annað slíkt. Mér finnst fólk vera bara mjög þakklát fyrir að fá upplýsingar og góð ráð,“ segir Matthildur. Hún segir að börn í sorg séu að einhverju leyti falinn eða þögull hópur og hingað til hafi mögulega ekki verið nægilega mikið af úrræðum til staðar. „Út af því að sorg er ekki sjúkdómur, þetta eru ekki veik börn, þá er heilbrigðiskerfið ekki að grípa þau og þá þurfa félagasamtök, Kirkjan og aðrir á borð við Ljónshjarta og Sorgarmiðstöðina, við þurfum að grípa boltann og vinna saman,“ segir Matthildur. Hún segist vona að dagurinn í dag festi sig rækilega í sessi hér á landi og verði sá fyrsti af mörgum. „Við ætlum auðvitað að halda áfram í allan vetur að vekja athygli á þessu málefni og reyna að skrifa greinar og vera með fræðsluerindi og annað slíkt, þannig fólk finni að það er hægt að fá stuðning og það er fólk þarna úti í samfélaginu sem að getur aðstoðað þegar það verður áfallamissir,“ segir Matthildur. Viðburðurinn hefst klukkan tólf og er í beinu streymi á Vísi. Frekari upplýsingar má finna á Facebook síðu Arnarsins og Heimasíðu Arnarsins.
Börn og uppeldi Garðabær Tengdar fréttir „Ert þú þá mamma og pabbi?“ Í dag er Alþjóðlegur dagur barna í sorg. Sorgin er erfitt fyrirbæri, ókei verum bara hreinskilin, sorgarferlið er alveg ömurlegt. Það getur verið erfitt að átta sig á sorginni og hvað þá sorg barna. 18. nóvember 2021 08:31 Aldrei gott að börn grafi niður sorgina Matthildur Bjarnadóttir segir mikilvægt að aðstoða börn við að finna sorginni góðan farveg. Sorg barna sé ólík fullorðinna og því sé best að fjölskyldan geti rætt tilfinningarnar sem fylgja missi. 17. maí 2020 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Ert þú þá mamma og pabbi?“ Í dag er Alþjóðlegur dagur barna í sorg. Sorgin er erfitt fyrirbæri, ókei verum bara hreinskilin, sorgarferlið er alveg ömurlegt. Það getur verið erfitt að átta sig á sorginni og hvað þá sorg barna. 18. nóvember 2021 08:31
Aldrei gott að börn grafi niður sorgina Matthildur Bjarnadóttir segir mikilvægt að aðstoða börn við að finna sorginni góðan farveg. Sorg barna sé ólík fullorðinna og því sé best að fjölskyldan geti rætt tilfinningarnar sem fylgja missi. 17. maí 2020 07:00