Ný hæð borgar fyrir lyftu og viðhald Ævar Harðarson skrifar 19. nóvember 2021 12:01 Í kynningu sem var að hefjast á hugmyndum og tillögum að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru sýndar hugmyndir um að heimila húsfélögum lyftulausra fjölbýlishúsa að bæta við íbúðarhæð samtímis því sem bætt er við lyftu. Sömu heimildir eru eða verða til staðar í öðrum hverfum þegar hverfisskipulag hefur verið samþykkt fyrir þau, en talið er að á milli átta og tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í þriggja til fimm hæða háum fjölbýlishúsum án lyftu. Með því að heimila húsfélögum að ráðast í þessar breytingar er hægt að bæta aðgengi að þúsundum íbúða. Þannig mun til dæmis eldra fólk með minnkandi hreyfigetu geta búið lengur í sínum íbúðum. Gera má ráð fyrir að verðmæti eigna aukist þar sem lyftum er bætt við byggingar en auk þess getur sala á byggingarétti ofan á fjölbýlishús mögulega bæði staðið undir kostnaði við að setja lyftu og fjármagnað viðhald og þannig sparað eigendum íbúða umtalsvert fé. Taka verður fram að þessar byggingarheimildir tilheyra alfarið viðkomandi húsfélagi og eru eign þess. Borgin er að færa lóðarhöfum og eigendum fasteigna þessa möguleika, það er síðan þeirra ákvörðun hvort skal nýta heimildirnar. Talið er að á milli átta og tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í þriggja til fimm hæða háum fjölbýlishúsum án lyftu. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Í því sambandi er sérstaklega horft til einstaklinga með skerta hreyfigetu og aldraðra.Bragi Þór Jósefsson Ófullnægjandi aðgengi Í Reykjavík er mikill fjöldi af eldri fjölbýlishúsum sem byggð voru á 60 ára tímabili frá því um miðja síðustu öld sem flest eru án lyftu og á þremur til fimm hæðum. Flest þessara húsa eru fjórar hæðir en í Byggingarsamþykkt Reykjavíkur frá 1965 segir: „Sé íbúðarhús meira en fjórar hæðir, skal vera lyfta“. Afleiðingin af þessu ákvæði, sem var í gildi nánast óbreytt fram til 2012, var að flest fjölbýlishús sem byggð voru í Reykjavík urðu fjórar hæðir eða lægri og án lyftu. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Í því sambandi er sérstaklega horft til einstaklinga með skerta hreyfigetu og aldraðra. Þessar byggingar hafa mörg sameiginleg einkenni eins og aflangt form, þrjár til fimm hæðir auk þess að vera undantekningalaust án lyftu. Húsin standa yfirleitt saman í skipulögðum röðum á stórum lóðum, sem nýta má betur. Þau er víða í borginni í grónum hverfum eins og Vesturbæ, Hlíðum, Háaleiti, Heimum, Bústaðahverfi, Árbæ og Breiðholti. Litlar breytingar hafa verið gerðar á þessum fjölbýlishúsum. Nokkur þeirra hafa þó verið klædd að utan og svalir yfirbyggðar. Það þekkist vart að lyftur hafi verið settar í þessi hús til að bæta aðgengi eða að þau hafi verið stækkuð. Þessi gerð fjölbýlishúsa er ekki séríslenskt fyrirbæri. Eftir seinni heimstyrjöld voru sambærileg fjölbýlishús byggð um alla Evrópu í hundruða þúsunda tali. Víða í Evrópu hafa verið gerðar breytingar á þessum húsakosti, meðal annars vegna lélegs ástands og félagslegra vandamála. Teikningin sýnir mögulega ofanábyggingu með nýjum íbúðum ásamt lyftum sem tengdar eru við allar hæðir til að bæta aðgengi.Trípolí arkitektar Möguleg fyrirmynd Í hverfisskipulagi sem var samþykkt fyrir Árbæ 2019 voru í fyrsta skipti veittar sérstakar heimildir til að bæta aðgengi með því að setja lyftur við slík fjölbýlishús. Sömu heimildir eru í hverfisskipulagi fyrir Breiðholt. Enn sem komið er hafa engin húsfélög nýtt sér þessar heimildir. Hindranir sem bent er á er skortur á góðum fyrirmyndum. Einnig dreift eignarhald í fjölbýlishúsum og ákvæði um að samþykki allra eigenda þurfi að liggja fyrir áður en ráðist er í framkvæmdir. Í raun þýðir þetta að allir í tilteknu húsfélagi þurfi að samþykkja slíkar breytingar samkvæmt ákvæðum í lögum um fjöleignahús. Þeir farartálmar eru hins vegar ekki til staðar þar sem allar íbúðir í einu fjölbýlishúsi eru í sömu eigu, eins og á við um byggingar Félagsbústaða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur því ákveðið að standa fyrir hugmyndasamkeppni í samvinnu Félagsbústaði og Arkitektafélag Íslands til að þróa þetta mikilvæga mál áfram. Vonast er til að út úr slíkri hönnunarsamkeppi komi góðar, fallegar og hagkvæmar lausnir sem nýst geti öllum íbúum í fjölbýlishúsum sem í dag eru með ófullnægjandi aðgengi. Vinnutillögur fyrir hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru til sýnis á Kjarvalsstöðum frá 19. til 26. nóvember og á vefnum til 21. janúar. Opið er fyrir ábendingar og athugasemdir til sama dags. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ævar Harðarson Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í kynningu sem var að hefjast á hugmyndum og tillögum að hverfisskipulagi fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru sýndar hugmyndir um að heimila húsfélögum lyftulausra fjölbýlishúsa að bæta við íbúðarhæð samtímis því sem bætt er við lyftu. Sömu heimildir eru eða verða til staðar í öðrum hverfum þegar hverfisskipulag hefur verið samþykkt fyrir þau, en talið er að á milli átta og tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í þriggja til fimm hæða háum fjölbýlishúsum án lyftu. Með því að heimila húsfélögum að ráðast í þessar breytingar er hægt að bæta aðgengi að þúsundum íbúða. Þannig mun til dæmis eldra fólk með minnkandi hreyfigetu geta búið lengur í sínum íbúðum. Gera má ráð fyrir að verðmæti eigna aukist þar sem lyftum er bætt við byggingar en auk þess getur sala á byggingarétti ofan á fjölbýlishús mögulega bæði staðið undir kostnaði við að setja lyftu og fjármagnað viðhald og þannig sparað eigendum íbúða umtalsvert fé. Taka verður fram að þessar byggingarheimildir tilheyra alfarið viðkomandi húsfélagi og eru eign þess. Borgin er að færa lóðarhöfum og eigendum fasteigna þessa möguleika, það er síðan þeirra ákvörðun hvort skal nýta heimildirnar. Talið er að á milli átta og tíu þúsund íbúðir í Reykjavík séu í þriggja til fimm hæða háum fjölbýlishúsum án lyftu. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Í því sambandi er sérstaklega horft til einstaklinga með skerta hreyfigetu og aldraðra.Bragi Þór Jósefsson Ófullnægjandi aðgengi Í Reykjavík er mikill fjöldi af eldri fjölbýlishúsum sem byggð voru á 60 ára tímabili frá því um miðja síðustu öld sem flest eru án lyftu og á þremur til fimm hæðum. Flest þessara húsa eru fjórar hæðir en í Byggingarsamþykkt Reykjavíkur frá 1965 segir: „Sé íbúðarhús meira en fjórar hæðir, skal vera lyfta“. Afleiðingin af þessu ákvæði, sem var í gildi nánast óbreytt fram til 2012, var að flest fjölbýlishús sem byggð voru í Reykjavík urðu fjórar hæðir eða lægri og án lyftu. Samkvæmt ákvæðum núverandi byggingarreglugerðar er aðgengi að þessum fjölbýlishúsum ófullnægjandi. Í því sambandi er sérstaklega horft til einstaklinga með skerta hreyfigetu og aldraðra. Þessar byggingar hafa mörg sameiginleg einkenni eins og aflangt form, þrjár til fimm hæðir auk þess að vera undantekningalaust án lyftu. Húsin standa yfirleitt saman í skipulögðum röðum á stórum lóðum, sem nýta má betur. Þau er víða í borginni í grónum hverfum eins og Vesturbæ, Hlíðum, Háaleiti, Heimum, Bústaðahverfi, Árbæ og Breiðholti. Litlar breytingar hafa verið gerðar á þessum fjölbýlishúsum. Nokkur þeirra hafa þó verið klædd að utan og svalir yfirbyggðar. Það þekkist vart að lyftur hafi verið settar í þessi hús til að bæta aðgengi eða að þau hafi verið stækkuð. Þessi gerð fjölbýlishúsa er ekki séríslenskt fyrirbæri. Eftir seinni heimstyrjöld voru sambærileg fjölbýlishús byggð um alla Evrópu í hundruða þúsunda tali. Víða í Evrópu hafa verið gerðar breytingar á þessum húsakosti, meðal annars vegna lélegs ástands og félagslegra vandamála. Teikningin sýnir mögulega ofanábyggingu með nýjum íbúðum ásamt lyftum sem tengdar eru við allar hæðir til að bæta aðgengi.Trípolí arkitektar Möguleg fyrirmynd Í hverfisskipulagi sem var samþykkt fyrir Árbæ 2019 voru í fyrsta skipti veittar sérstakar heimildir til að bæta aðgengi með því að setja lyftur við slík fjölbýlishús. Sömu heimildir eru í hverfisskipulagi fyrir Breiðholt. Enn sem komið er hafa engin húsfélög nýtt sér þessar heimildir. Hindranir sem bent er á er skortur á góðum fyrirmyndum. Einnig dreift eignarhald í fjölbýlishúsum og ákvæði um að samþykki allra eigenda þurfi að liggja fyrir áður en ráðist er í framkvæmdir. Í raun þýðir þetta að allir í tilteknu húsfélagi þurfi að samþykkja slíkar breytingar samkvæmt ákvæðum í lögum um fjöleignahús. Þeir farartálmar eru hins vegar ekki til staðar þar sem allar íbúðir í einu fjölbýlishúsi eru í sömu eigu, eins og á við um byggingar Félagsbústaða, sem er í eigu Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg hefur því ákveðið að standa fyrir hugmyndasamkeppni í samvinnu Félagsbústaði og Arkitektafélag Íslands til að þróa þetta mikilvæga mál áfram. Vonast er til að út úr slíkri hönnunarsamkeppi komi góðar, fallegar og hagkvæmar lausnir sem nýst geti öllum íbúum í fjölbýlishúsum sem í dag eru með ófullnægjandi aðgengi. Vinnutillögur fyrir hverfisskipulag fyrir Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi eru til sýnis á Kjarvalsstöðum frá 19. til 26. nóvember og á vefnum til 21. janúar. Opið er fyrir ábendingar og athugasemdir til sama dags. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur/ Ph.D. arkitekt, umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun