Neyslurými í Reykjavík – mikilvæg skaðaminnkandi þjónusta! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 19. nóvember 2021 13:30 Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík. Mörgum þótti hugmyndin fjarstæðukennd og ekki hægt að segja að það hafi verið víðtæk sátt um hana, hvorki innan stjórnmálanna né meðal fagfólks í félags- og heilbrigiðmálum á þeim tíma. En umræðan fór af stað og árið 2016 skilaði hópur sem sem hafði það hlutverk að skila tillögum um skaðaminnkandi nálgun í þjónustu og lagalegu umhverfi vímuefnaneytenda, og skipaður var af þáverandi heilbrigðisráðherra, skýrslu þar sem m.a var lagt til að sett yrði á fót neyslurými. Lítið gerðist síðan í málinu þangað til Svandís Svavarsdóttir tók við Heilbrigðisráðuneytinu, en þá fór vinna í gang við löggjöf um málið sem samþykkt var á Alþingi í maí 2020. Í Reykjavík var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra allt fram til ársins 2014. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn. Hafði þetta fyrirkomulag verið nánast óbreytt um áratuga skeið. Fyrsta heildstæða stefnan í málefnum heimilislausra leit síðan dagsins ljós í febrúar 2014 og gilti sú stefna til ársins 2018. Ný stefna var svo samþykkt í borgarstjórn í júní 2019, en byggir hún í grunninn á skaðaminnkandi nálgun og hugmyndafræði um húsnæðið fyrst. Í henni er einnig ávörpuð sérstök staða kvenna í hópi heimilislausra, en rannsóknir sýna að vandi þeirra er oft meira falinn úti í samfélaginu og því þörf á sérstökum úrræðum fyrir konur. Reykjavík hefur verið leiðandi hér á landi í þjónustu við heimilislaust fólk og fram til þessa tekið að sér langstærstan hluta í þjónustu við þennan jaðarsettasta hóp samfélagsins. Skaðaminnkandi nálgun í þjónustu byggir á nálgun mannúðar og skynsemi og því að viðurkenna fólk sem notar vímuefni og veita þeim aðstoð til að draga úr þeim skaða sem af neyslunni hlýst. Ekki er gerð krafa um að hætta neyslu til að eiga rétt á aðstoð og stuðningi. Neyslurými eru lagalega samþykkt svæði fyrir einstaklinga til að neyta ólöglegra vímuefna með sem öruggustum hætti. Starfsemi neyslurýma byggir á þeirri sýn að ef einstaklingar sem nota vímuefni um æð fá öruggan stað til að neyta efnanna, má draga úr ýmsum skaðlegum hliðarverkunum því tengdu. Neyslurými hafa verið starfandi frá því á áttunda áratugnum og var fyrsta neyslurýmið opnað árið 1986 í Berne í Sviss. Frá þeim tíma hafa mörg önnur lönd fylgt í kjölfarið, s.s Holland, Þýskaland, Noregur og Danmörk. Ég hef sjálf kynnt mér starfssemi neyslurýma og skoðaði m.a. slíkt í Amsterdam árið 2013 og sannfærðist í þeirri ferð að hér væri um gríðarlega mikilvæga þjónustu að ræða fyrir einn jaðarsettasta hóp samfélagsins. Ég fagna framkomnum samningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur neyslurýmis í Reykjavík. Sú mannúð sem felst í skaðaminnkandi nálgun getur skilið milli lífs og dauða fyrir þá sem þurfa svo nauðsynlega á þjónustunni að halda. Mikilvægt er að veita heilbrigðisþjónustu í slíku rými og því mikilvægt að samningurinn taki tillit til þess. Við skulum öll hafa kjark og þor til að standa með þeim sem þurfa öruggan stað til að neyta vímuefna, með mannúð og fordómaleysi að leiðarljósi. Ég fagna því að loksins verði öruggt neyslurými að veruleika í Reykjavík, það getur sannarlega skilið milli lífs og dauða. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri græn Fíkn Borgarstjórn Reykjavík Félagsmál Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík. Mörgum þótti hugmyndin fjarstæðukennd og ekki hægt að segja að það hafi verið víðtæk sátt um hana, hvorki innan stjórnmálanna né meðal fagfólks í félags- og heilbrigiðmálum á þeim tíma. En umræðan fór af stað og árið 2016 skilaði hópur sem sem hafði það hlutverk að skila tillögum um skaðaminnkandi nálgun í þjónustu og lagalegu umhverfi vímuefnaneytenda, og skipaður var af þáverandi heilbrigðisráðherra, skýrslu þar sem m.a var lagt til að sett yrði á fót neyslurými. Lítið gerðist síðan í málinu þangað til Svandís Svavarsdóttir tók við Heilbrigðisráðuneytinu, en þá fór vinna í gang við löggjöf um málið sem samþykkt var á Alþingi í maí 2020. Í Reykjavík var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra allt fram til ársins 2014. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn. Hafði þetta fyrirkomulag verið nánast óbreytt um áratuga skeið. Fyrsta heildstæða stefnan í málefnum heimilislausra leit síðan dagsins ljós í febrúar 2014 og gilti sú stefna til ársins 2018. Ný stefna var svo samþykkt í borgarstjórn í júní 2019, en byggir hún í grunninn á skaðaminnkandi nálgun og hugmyndafræði um húsnæðið fyrst. Í henni er einnig ávörpuð sérstök staða kvenna í hópi heimilislausra, en rannsóknir sýna að vandi þeirra er oft meira falinn úti í samfélaginu og því þörf á sérstökum úrræðum fyrir konur. Reykjavík hefur verið leiðandi hér á landi í þjónustu við heimilislaust fólk og fram til þessa tekið að sér langstærstan hluta í þjónustu við þennan jaðarsettasta hóp samfélagsins. Skaðaminnkandi nálgun í þjónustu byggir á nálgun mannúðar og skynsemi og því að viðurkenna fólk sem notar vímuefni og veita þeim aðstoð til að draga úr þeim skaða sem af neyslunni hlýst. Ekki er gerð krafa um að hætta neyslu til að eiga rétt á aðstoð og stuðningi. Neyslurými eru lagalega samþykkt svæði fyrir einstaklinga til að neyta ólöglegra vímuefna með sem öruggustum hætti. Starfsemi neyslurýma byggir á þeirri sýn að ef einstaklingar sem nota vímuefni um æð fá öruggan stað til að neyta efnanna, má draga úr ýmsum skaðlegum hliðarverkunum því tengdu. Neyslurými hafa verið starfandi frá því á áttunda áratugnum og var fyrsta neyslurýmið opnað árið 1986 í Berne í Sviss. Frá þeim tíma hafa mörg önnur lönd fylgt í kjölfarið, s.s Holland, Þýskaland, Noregur og Danmörk. Ég hef sjálf kynnt mér starfssemi neyslurýma og skoðaði m.a. slíkt í Amsterdam árið 2013 og sannfærðist í þeirri ferð að hér væri um gríðarlega mikilvæga þjónustu að ræða fyrir einn jaðarsettasta hóp samfélagsins. Ég fagna framkomnum samningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur neyslurýmis í Reykjavík. Sú mannúð sem felst í skaðaminnkandi nálgun getur skilið milli lífs og dauða fyrir þá sem þurfa svo nauðsynlega á þjónustunni að halda. Mikilvægt er að veita heilbrigðisþjónustu í slíku rými og því mikilvægt að samningurinn taki tillit til þess. Við skulum öll hafa kjark og þor til að standa með þeim sem þurfa öruggan stað til að neyta vímuefna, með mannúð og fordómaleysi að leiðarljósi. Ég fagna því að loksins verði öruggt neyslurými að veruleika í Reykjavík, það getur sannarlega skilið milli lífs og dauða. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun