Drögum kvenfyrirmyndir þessa lands fram í dagsljósið Ragnhildur Ágústsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 15:01 „Ég ætla að verða forseti þegar ég verð stór,” sagði ég 8 ára gömul án þess að blikna. Mér fannst það eðlilegasti hlutur í heimi enda hafði frú Vigdís Finnbogadóttir verið forseti Íslands frá því áður en ég fæddist. Góðar og sterkar kvenfyrirmyndir á öllum sviðum lífsins skipta miklu máli, ekki aðeins fyrir konur heldur samfélagið í heild. Við erum heppin hér á litla Íslandi að búa yfir fjölmörgum öflugum kvenfyrirmyndum, enda óvíða jafn há atvinnuþátttaka kvenna og konum gert jafn auðvelt um vik að stunda nám og vinnu óháð barneignum. Best í heimi en samt ekki nógu góð En betur má ef duga skal. Hlutfall kvenna í stjórnum hér á landi er enn talsvert undir 40% lágmarkinu þrátt fyrir lögbundinn kynjakvóta og aðeins ein kona er forstjóri fyrirtækis í Kauphöllinni. Samkvæmt nýrri skýrslu um fjárfestingar í sprotafyrirtækjum á Norðurlöndunum fer innan við 2% vísisfjármagns í sprotafyrirtæki stofnuð af konum eingöngu og aðeins 7% til fyrirtækja með stofnendur af báðum kynjum! Loks voru kynntar niðurstöður á Heimsþingi kvenleiðtoga sem fram fór í Hörpu á dögunum þar sem í ljós kom að traust til íslenskra kvenstjórnenda væri hvergi hærra en á Íslandi en samt vantaði enn 8% upp á að traustið væri til jafns við karlkyns kollega þeirra. Þó við séum best í heimi eigum við enn nokkuð langt í land. Hrós laðar fram það besta í fólki Við þurfum að halda áfram að hvetja konur til dáða. Við þurfum stanslaust að setja upp kynjagleraugun við viðburðahald og mannaráðningar og tryggja að við föllum ekki í gryfju ómeðvitaðrar hlutdrægni (e. unconscious bias), sem er eitthvað sem við erum öll sek um - líka við konurnar. Og við þurfum líka að hygla þeim karlmönnum sem meðvitað og markvisst styðja við bakið á jafnrétti og gefa konum tækifæri. Ég hef reynt að temja mér að láta fólk sem ég lít upp til vita af því hve mjög ég dáist að því ef tækifæri gefst. Ég trúi því nefnilega að mörg séum við með lítinn neikvæðnispúka á öxlinni sem er statt og stöðugt að sá efasemdafræjum í huga okkar. Gildir þá einu hversu örugg viðkomandi manneskja kann að virðast út á við. Svo ég reyni að vera dugleg að hrósa fólki sem á það skilið. Ég veit nefnilega ekki um neinn sem ekki gleðst yfir einlægu hrósi. Þær eru ófáar konurnar sem hafa verið mér fyrirmyndir um ævina og veitt mér innblástur. Sumar þekki ég, aðrar ekki. Sumar eru frumkvöðlar, aðrar framarlega í viðskiptalífi landsins, einhverjar eru stjórnmálakonur, listakonur, fjölmiðlakonur, íþróttakonur og svona mætti lengi telja. Þær hafa hvatt mig til dáða, ekki til að verða eins og þær heldur miklu fremur hefur mér þótt metnaður þeirra og framganga aðdáunarverð og til eftirbreytni. Viðurkenningarhátíð FKA Sumar þeirra kvenna sem ég lít mikið upp til hafa hlotið viðurkenningu FKA - Félags kvenna í atvinnulífinu. Félagið stendur árlega fyrir viðurkenningarhátíð þar sem framlag þriggja kvenna í atvinnulífinu er verðlaunað. Ein kona hlýtur hvatningarverðlaun til frekari dáða, ein þakkarverðlaun fyrir verðugt ævistarf og aðalverðlaunin eru svo veitt konu sem hefur verið fyrirmynd annarra kvenna í íslensku atvinnulífi síðastliðið ár. Líkt og ég sagði í byrjun eru sterkar kvenfyrirmyndir afar mikilvægar íslensku samfélagi og því vil ég hvetja fólk til að senda inn tilnefningar til FKA viðurkenningarinnar fyrir 25. nóvember nk. Hver sem er getur tilnefnt (einnig karlmenn!), hinar tilnefndu þurfa ekki að vera meðlimir í FKA og það tekur enga stund. Það eina sem þarf að taka fram er nafn viðkomandi konu, hvar hún starfar og stutt rökfærsla afhverju hún er tilnefnd (ein til tvær setningar). Þá er vert að taka fram að tilnefningin er leynileg. Sjálf er ég búin að tilnefna nokkrar konur í hverjum flokki enda haugur af konum út um allt land sem eru að gera frábæra hluti. Ég hafði þann háttinn á að láta þessar konur vita af tilnefningunni því ég efast ekki um að það sé hvatning fyrir þær að vita að eftir þeim og þeirra verkum sé tekið. En það er bara mín nálgun og alls ekki nauðsynlegt. Það sem er hins vegar nauðsynlegt er að halda áfram að draga kvenfyrirmyndir þessa lands fram í dagsljósið og ein leið til þess er að tilnefna þær til FKA verðlaunanna. Tekið er á móti tilnefningum á vefsíðu FKA. Höfundur er frumkvöðull, stjórnandi, femínisti og félagskona í FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
„Ég ætla að verða forseti þegar ég verð stór,” sagði ég 8 ára gömul án þess að blikna. Mér fannst það eðlilegasti hlutur í heimi enda hafði frú Vigdís Finnbogadóttir verið forseti Íslands frá því áður en ég fæddist. Góðar og sterkar kvenfyrirmyndir á öllum sviðum lífsins skipta miklu máli, ekki aðeins fyrir konur heldur samfélagið í heild. Við erum heppin hér á litla Íslandi að búa yfir fjölmörgum öflugum kvenfyrirmyndum, enda óvíða jafn há atvinnuþátttaka kvenna og konum gert jafn auðvelt um vik að stunda nám og vinnu óháð barneignum. Best í heimi en samt ekki nógu góð En betur má ef duga skal. Hlutfall kvenna í stjórnum hér á landi er enn talsvert undir 40% lágmarkinu þrátt fyrir lögbundinn kynjakvóta og aðeins ein kona er forstjóri fyrirtækis í Kauphöllinni. Samkvæmt nýrri skýrslu um fjárfestingar í sprotafyrirtækjum á Norðurlöndunum fer innan við 2% vísisfjármagns í sprotafyrirtæki stofnuð af konum eingöngu og aðeins 7% til fyrirtækja með stofnendur af báðum kynjum! Loks voru kynntar niðurstöður á Heimsþingi kvenleiðtoga sem fram fór í Hörpu á dögunum þar sem í ljós kom að traust til íslenskra kvenstjórnenda væri hvergi hærra en á Íslandi en samt vantaði enn 8% upp á að traustið væri til jafns við karlkyns kollega þeirra. Þó við séum best í heimi eigum við enn nokkuð langt í land. Hrós laðar fram það besta í fólki Við þurfum að halda áfram að hvetja konur til dáða. Við þurfum stanslaust að setja upp kynjagleraugun við viðburðahald og mannaráðningar og tryggja að við föllum ekki í gryfju ómeðvitaðrar hlutdrægni (e. unconscious bias), sem er eitthvað sem við erum öll sek um - líka við konurnar. Og við þurfum líka að hygla þeim karlmönnum sem meðvitað og markvisst styðja við bakið á jafnrétti og gefa konum tækifæri. Ég hef reynt að temja mér að láta fólk sem ég lít upp til vita af því hve mjög ég dáist að því ef tækifæri gefst. Ég trúi því nefnilega að mörg séum við með lítinn neikvæðnispúka á öxlinni sem er statt og stöðugt að sá efasemdafræjum í huga okkar. Gildir þá einu hversu örugg viðkomandi manneskja kann að virðast út á við. Svo ég reyni að vera dugleg að hrósa fólki sem á það skilið. Ég veit nefnilega ekki um neinn sem ekki gleðst yfir einlægu hrósi. Þær eru ófáar konurnar sem hafa verið mér fyrirmyndir um ævina og veitt mér innblástur. Sumar þekki ég, aðrar ekki. Sumar eru frumkvöðlar, aðrar framarlega í viðskiptalífi landsins, einhverjar eru stjórnmálakonur, listakonur, fjölmiðlakonur, íþróttakonur og svona mætti lengi telja. Þær hafa hvatt mig til dáða, ekki til að verða eins og þær heldur miklu fremur hefur mér þótt metnaður þeirra og framganga aðdáunarverð og til eftirbreytni. Viðurkenningarhátíð FKA Sumar þeirra kvenna sem ég lít mikið upp til hafa hlotið viðurkenningu FKA - Félags kvenna í atvinnulífinu. Félagið stendur árlega fyrir viðurkenningarhátíð þar sem framlag þriggja kvenna í atvinnulífinu er verðlaunað. Ein kona hlýtur hvatningarverðlaun til frekari dáða, ein þakkarverðlaun fyrir verðugt ævistarf og aðalverðlaunin eru svo veitt konu sem hefur verið fyrirmynd annarra kvenna í íslensku atvinnulífi síðastliðið ár. Líkt og ég sagði í byrjun eru sterkar kvenfyrirmyndir afar mikilvægar íslensku samfélagi og því vil ég hvetja fólk til að senda inn tilnefningar til FKA viðurkenningarinnar fyrir 25. nóvember nk. Hver sem er getur tilnefnt (einnig karlmenn!), hinar tilnefndu þurfa ekki að vera meðlimir í FKA og það tekur enga stund. Það eina sem þarf að taka fram er nafn viðkomandi konu, hvar hún starfar og stutt rökfærsla afhverju hún er tilnefnd (ein til tvær setningar). Þá er vert að taka fram að tilnefningin er leynileg. Sjálf er ég búin að tilnefna nokkrar konur í hverjum flokki enda haugur af konum út um allt land sem eru að gera frábæra hluti. Ég hafði þann háttinn á að láta þessar konur vita af tilnefningunni því ég efast ekki um að það sé hvatning fyrir þær að vita að eftir þeim og þeirra verkum sé tekið. En það er bara mín nálgun og alls ekki nauðsynlegt. Það sem er hins vegar nauðsynlegt er að halda áfram að draga kvenfyrirmyndir þessa lands fram í dagsljósið og ein leið til þess er að tilnefna þær til FKA verðlaunanna. Tekið er á móti tilnefningum á vefsíðu FKA. Höfundur er frumkvöðull, stjórnandi, femínisti og félagskona í FKA.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar