Drögum kvenfyrirmyndir þessa lands fram í dagsljósið Ragnhildur Ágústsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 15:01 „Ég ætla að verða forseti þegar ég verð stór,” sagði ég 8 ára gömul án þess að blikna. Mér fannst það eðlilegasti hlutur í heimi enda hafði frú Vigdís Finnbogadóttir verið forseti Íslands frá því áður en ég fæddist. Góðar og sterkar kvenfyrirmyndir á öllum sviðum lífsins skipta miklu máli, ekki aðeins fyrir konur heldur samfélagið í heild. Við erum heppin hér á litla Íslandi að búa yfir fjölmörgum öflugum kvenfyrirmyndum, enda óvíða jafn há atvinnuþátttaka kvenna og konum gert jafn auðvelt um vik að stunda nám og vinnu óháð barneignum. Best í heimi en samt ekki nógu góð En betur má ef duga skal. Hlutfall kvenna í stjórnum hér á landi er enn talsvert undir 40% lágmarkinu þrátt fyrir lögbundinn kynjakvóta og aðeins ein kona er forstjóri fyrirtækis í Kauphöllinni. Samkvæmt nýrri skýrslu um fjárfestingar í sprotafyrirtækjum á Norðurlöndunum fer innan við 2% vísisfjármagns í sprotafyrirtæki stofnuð af konum eingöngu og aðeins 7% til fyrirtækja með stofnendur af báðum kynjum! Loks voru kynntar niðurstöður á Heimsþingi kvenleiðtoga sem fram fór í Hörpu á dögunum þar sem í ljós kom að traust til íslenskra kvenstjórnenda væri hvergi hærra en á Íslandi en samt vantaði enn 8% upp á að traustið væri til jafns við karlkyns kollega þeirra. Þó við séum best í heimi eigum við enn nokkuð langt í land. Hrós laðar fram það besta í fólki Við þurfum að halda áfram að hvetja konur til dáða. Við þurfum stanslaust að setja upp kynjagleraugun við viðburðahald og mannaráðningar og tryggja að við föllum ekki í gryfju ómeðvitaðrar hlutdrægni (e. unconscious bias), sem er eitthvað sem við erum öll sek um - líka við konurnar. Og við þurfum líka að hygla þeim karlmönnum sem meðvitað og markvisst styðja við bakið á jafnrétti og gefa konum tækifæri. Ég hef reynt að temja mér að láta fólk sem ég lít upp til vita af því hve mjög ég dáist að því ef tækifæri gefst. Ég trúi því nefnilega að mörg séum við með lítinn neikvæðnispúka á öxlinni sem er statt og stöðugt að sá efasemdafræjum í huga okkar. Gildir þá einu hversu örugg viðkomandi manneskja kann að virðast út á við. Svo ég reyni að vera dugleg að hrósa fólki sem á það skilið. Ég veit nefnilega ekki um neinn sem ekki gleðst yfir einlægu hrósi. Þær eru ófáar konurnar sem hafa verið mér fyrirmyndir um ævina og veitt mér innblástur. Sumar þekki ég, aðrar ekki. Sumar eru frumkvöðlar, aðrar framarlega í viðskiptalífi landsins, einhverjar eru stjórnmálakonur, listakonur, fjölmiðlakonur, íþróttakonur og svona mætti lengi telja. Þær hafa hvatt mig til dáða, ekki til að verða eins og þær heldur miklu fremur hefur mér þótt metnaður þeirra og framganga aðdáunarverð og til eftirbreytni. Viðurkenningarhátíð FKA Sumar þeirra kvenna sem ég lít mikið upp til hafa hlotið viðurkenningu FKA - Félags kvenna í atvinnulífinu. Félagið stendur árlega fyrir viðurkenningarhátíð þar sem framlag þriggja kvenna í atvinnulífinu er verðlaunað. Ein kona hlýtur hvatningarverðlaun til frekari dáða, ein þakkarverðlaun fyrir verðugt ævistarf og aðalverðlaunin eru svo veitt konu sem hefur verið fyrirmynd annarra kvenna í íslensku atvinnulífi síðastliðið ár. Líkt og ég sagði í byrjun eru sterkar kvenfyrirmyndir afar mikilvægar íslensku samfélagi og því vil ég hvetja fólk til að senda inn tilnefningar til FKA viðurkenningarinnar fyrir 25. nóvember nk. Hver sem er getur tilnefnt (einnig karlmenn!), hinar tilnefndu þurfa ekki að vera meðlimir í FKA og það tekur enga stund. Það eina sem þarf að taka fram er nafn viðkomandi konu, hvar hún starfar og stutt rökfærsla afhverju hún er tilnefnd (ein til tvær setningar). Þá er vert að taka fram að tilnefningin er leynileg. Sjálf er ég búin að tilnefna nokkrar konur í hverjum flokki enda haugur af konum út um allt land sem eru að gera frábæra hluti. Ég hafði þann háttinn á að láta þessar konur vita af tilnefningunni því ég efast ekki um að það sé hvatning fyrir þær að vita að eftir þeim og þeirra verkum sé tekið. En það er bara mín nálgun og alls ekki nauðsynlegt. Það sem er hins vegar nauðsynlegt er að halda áfram að draga kvenfyrirmyndir þessa lands fram í dagsljósið og ein leið til þess er að tilnefna þær til FKA verðlaunanna. Tekið er á móti tilnefningum á vefsíðu FKA. Höfundur er frumkvöðull, stjórnandi, femínisti og félagskona í FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég ætla að verða forseti þegar ég verð stór,” sagði ég 8 ára gömul án þess að blikna. Mér fannst það eðlilegasti hlutur í heimi enda hafði frú Vigdís Finnbogadóttir verið forseti Íslands frá því áður en ég fæddist. Góðar og sterkar kvenfyrirmyndir á öllum sviðum lífsins skipta miklu máli, ekki aðeins fyrir konur heldur samfélagið í heild. Við erum heppin hér á litla Íslandi að búa yfir fjölmörgum öflugum kvenfyrirmyndum, enda óvíða jafn há atvinnuþátttaka kvenna og konum gert jafn auðvelt um vik að stunda nám og vinnu óháð barneignum. Best í heimi en samt ekki nógu góð En betur má ef duga skal. Hlutfall kvenna í stjórnum hér á landi er enn talsvert undir 40% lágmarkinu þrátt fyrir lögbundinn kynjakvóta og aðeins ein kona er forstjóri fyrirtækis í Kauphöllinni. Samkvæmt nýrri skýrslu um fjárfestingar í sprotafyrirtækjum á Norðurlöndunum fer innan við 2% vísisfjármagns í sprotafyrirtæki stofnuð af konum eingöngu og aðeins 7% til fyrirtækja með stofnendur af báðum kynjum! Loks voru kynntar niðurstöður á Heimsþingi kvenleiðtoga sem fram fór í Hörpu á dögunum þar sem í ljós kom að traust til íslenskra kvenstjórnenda væri hvergi hærra en á Íslandi en samt vantaði enn 8% upp á að traustið væri til jafns við karlkyns kollega þeirra. Þó við séum best í heimi eigum við enn nokkuð langt í land. Hrós laðar fram það besta í fólki Við þurfum að halda áfram að hvetja konur til dáða. Við þurfum stanslaust að setja upp kynjagleraugun við viðburðahald og mannaráðningar og tryggja að við föllum ekki í gryfju ómeðvitaðrar hlutdrægni (e. unconscious bias), sem er eitthvað sem við erum öll sek um - líka við konurnar. Og við þurfum líka að hygla þeim karlmönnum sem meðvitað og markvisst styðja við bakið á jafnrétti og gefa konum tækifæri. Ég hef reynt að temja mér að láta fólk sem ég lít upp til vita af því hve mjög ég dáist að því ef tækifæri gefst. Ég trúi því nefnilega að mörg séum við með lítinn neikvæðnispúka á öxlinni sem er statt og stöðugt að sá efasemdafræjum í huga okkar. Gildir þá einu hversu örugg viðkomandi manneskja kann að virðast út á við. Svo ég reyni að vera dugleg að hrósa fólki sem á það skilið. Ég veit nefnilega ekki um neinn sem ekki gleðst yfir einlægu hrósi. Þær eru ófáar konurnar sem hafa verið mér fyrirmyndir um ævina og veitt mér innblástur. Sumar þekki ég, aðrar ekki. Sumar eru frumkvöðlar, aðrar framarlega í viðskiptalífi landsins, einhverjar eru stjórnmálakonur, listakonur, fjölmiðlakonur, íþróttakonur og svona mætti lengi telja. Þær hafa hvatt mig til dáða, ekki til að verða eins og þær heldur miklu fremur hefur mér þótt metnaður þeirra og framganga aðdáunarverð og til eftirbreytni. Viðurkenningarhátíð FKA Sumar þeirra kvenna sem ég lít mikið upp til hafa hlotið viðurkenningu FKA - Félags kvenna í atvinnulífinu. Félagið stendur árlega fyrir viðurkenningarhátíð þar sem framlag þriggja kvenna í atvinnulífinu er verðlaunað. Ein kona hlýtur hvatningarverðlaun til frekari dáða, ein þakkarverðlaun fyrir verðugt ævistarf og aðalverðlaunin eru svo veitt konu sem hefur verið fyrirmynd annarra kvenna í íslensku atvinnulífi síðastliðið ár. Líkt og ég sagði í byrjun eru sterkar kvenfyrirmyndir afar mikilvægar íslensku samfélagi og því vil ég hvetja fólk til að senda inn tilnefningar til FKA viðurkenningarinnar fyrir 25. nóvember nk. Hver sem er getur tilnefnt (einnig karlmenn!), hinar tilnefndu þurfa ekki að vera meðlimir í FKA og það tekur enga stund. Það eina sem þarf að taka fram er nafn viðkomandi konu, hvar hún starfar og stutt rökfærsla afhverju hún er tilnefnd (ein til tvær setningar). Þá er vert að taka fram að tilnefningin er leynileg. Sjálf er ég búin að tilnefna nokkrar konur í hverjum flokki enda haugur af konum út um allt land sem eru að gera frábæra hluti. Ég hafði þann háttinn á að láta þessar konur vita af tilnefningunni því ég efast ekki um að það sé hvatning fyrir þær að vita að eftir þeim og þeirra verkum sé tekið. En það er bara mín nálgun og alls ekki nauðsynlegt. Það sem er hins vegar nauðsynlegt er að halda áfram að draga kvenfyrirmyndir þessa lands fram í dagsljósið og ein leið til þess er að tilnefna þær til FKA verðlaunanna. Tekið er á móti tilnefningum á vefsíðu FKA. Höfundur er frumkvöðull, stjórnandi, femínisti og félagskona í FKA.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar