Sambandslausir þjónar þjóðarinnar Flosi Eiríksson skrifar 19. nóvember 2021 15:30 Í Lífskjarasamningunum vorið 2019 á almennum vinnumarkaði var samið um hagvaxtarauka – hann var hugsaður þannig að ef það væri hagvöxtur í þjóðfélaginu þá hækkuðu laun, en meira hjá þeim sem taka laun samkvæmt töxtum. Með þessari aðferð er verið að reyna að tryggja að hagvöxtur leiði ekki bara til launaskriðs og hækkanna hjá þeim hæstlaunuðu sem oftast semja um sín laun við sjálft sig heldur til alls þorra almennings. Hagvaxtaraukinn var nýmæli og hefur var eitt af þeim atriðum sem var hvað mest kynnt og rætt um í framhaldi af undirritun samningsins. Þetta ákvæði í kjarasamningum og umræðan um það virðist hafa farið fram hjá Seðlabankanum og hann hreinlega ekki gert ráð fyrir hagvaxtaraukanum í spám sínum á undanförnum misserum.Þangað til á fundi peningastefnunefndar í vikunni þar sem Seðlabankastjóri fann honum allt til foráttu og sakaði þá sem undir þetta skrifuðu um alvarleg mistök og ætla að leiða einstakar hörmungar yfir þjóðina! Hagvaxtaraukinn ætti þó að hafa verið Seðlabankanum ljós, því það lá fyrir að hann hefði virkjast í einhverjum mæli samkvæmt öllum spám bankans eftir heimsfaraldur. Fyrir vikið mætti spyrja hvort bankinn hafi einfaldlega farið of bratt fram í vaxtalækkunum og blásið í eignabólur? Látum það liggja á milli hluta hvaða umfjöllun eða afleiðingar ummæli Seðlabankastjóra af þessum toga myndu leiða af sér í þróuðum vestrænum ríkjum, en viðbragðsleysið hér á landi segir kannski eitthvað um stöðu Seðlabankans og vigt hans í umræðunni. Seðlabankastjóri var spurður út í það á fundinum hvort ekki væri ástæða til að efna til samráðs við aðila vinnumarkaðarins.Bæði með tilliti til hagvaxtaraukans og einnig tilundirbúnings fyrirkjaraviðræður á komandi ári. Verri hugmynd virtist hann ekki hafa heyrt – Seðalbankinn gæti ekki verið að efna til samtals ,,út af einhverjum kjarasamningum“ þau þrjú sem sátu þarna í pallborði væru ,,þjónar þjóðarinnar“ og þau ein bæru samkvæmt lögum ábyrgð á verðstöðugleika, heill og hamingju þjóðarinnar og hananú! Við eigum semsagt að setja allt okkar traust á stofnun sem virðist ekki hafa áttað sig grunnatriðum í kjarasamningum sem skrifað var undir 2019, hefur engan áhuga á samtali eða samráði við samtök launafólks og SA og lítur svo á að efnislegar ábendingar um hagstjórn og vaxtastefnu feli í sér að fólk sé efnahagslega ólæst, hafi gert margvísleg mistök og eigi bara að hafa hægt um sig meðan ,,þjónar þjóðarinnar“ taka umsamdar kjarabætur af fólkinu í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Í Lífskjarasamningunum vorið 2019 á almennum vinnumarkaði var samið um hagvaxtarauka – hann var hugsaður þannig að ef það væri hagvöxtur í þjóðfélaginu þá hækkuðu laun, en meira hjá þeim sem taka laun samkvæmt töxtum. Með þessari aðferð er verið að reyna að tryggja að hagvöxtur leiði ekki bara til launaskriðs og hækkanna hjá þeim hæstlaunuðu sem oftast semja um sín laun við sjálft sig heldur til alls þorra almennings. Hagvaxtaraukinn var nýmæli og hefur var eitt af þeim atriðum sem var hvað mest kynnt og rætt um í framhaldi af undirritun samningsins. Þetta ákvæði í kjarasamningum og umræðan um það virðist hafa farið fram hjá Seðlabankanum og hann hreinlega ekki gert ráð fyrir hagvaxtaraukanum í spám sínum á undanförnum misserum.Þangað til á fundi peningastefnunefndar í vikunni þar sem Seðlabankastjóri fann honum allt til foráttu og sakaði þá sem undir þetta skrifuðu um alvarleg mistök og ætla að leiða einstakar hörmungar yfir þjóðina! Hagvaxtaraukinn ætti þó að hafa verið Seðlabankanum ljós, því það lá fyrir að hann hefði virkjast í einhverjum mæli samkvæmt öllum spám bankans eftir heimsfaraldur. Fyrir vikið mætti spyrja hvort bankinn hafi einfaldlega farið of bratt fram í vaxtalækkunum og blásið í eignabólur? Látum það liggja á milli hluta hvaða umfjöllun eða afleiðingar ummæli Seðlabankastjóra af þessum toga myndu leiða af sér í þróuðum vestrænum ríkjum, en viðbragðsleysið hér á landi segir kannski eitthvað um stöðu Seðlabankans og vigt hans í umræðunni. Seðlabankastjóri var spurður út í það á fundinum hvort ekki væri ástæða til að efna til samráðs við aðila vinnumarkaðarins.Bæði með tilliti til hagvaxtaraukans og einnig tilundirbúnings fyrirkjaraviðræður á komandi ári. Verri hugmynd virtist hann ekki hafa heyrt – Seðalbankinn gæti ekki verið að efna til samtals ,,út af einhverjum kjarasamningum“ þau þrjú sem sátu þarna í pallborði væru ,,þjónar þjóðarinnar“ og þau ein bæru samkvæmt lögum ábyrgð á verðstöðugleika, heill og hamingju þjóðarinnar og hananú! Við eigum semsagt að setja allt okkar traust á stofnun sem virðist ekki hafa áttað sig grunnatriðum í kjarasamningum sem skrifað var undir 2019, hefur engan áhuga á samtali eða samráði við samtök launafólks og SA og lítur svo á að efnislegar ábendingar um hagstjórn og vaxtastefnu feli í sér að fólk sé efnahagslega ólæst, hafi gert margvísleg mistök og eigi bara að hafa hægt um sig meðan ,,þjónar þjóðarinnar“ taka umsamdar kjarabætur af fólkinu í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun