Sambandslausir þjónar þjóðarinnar Flosi Eiríksson skrifar 19. nóvember 2021 15:30 Í Lífskjarasamningunum vorið 2019 á almennum vinnumarkaði var samið um hagvaxtarauka – hann var hugsaður þannig að ef það væri hagvöxtur í þjóðfélaginu þá hækkuðu laun, en meira hjá þeim sem taka laun samkvæmt töxtum. Með þessari aðferð er verið að reyna að tryggja að hagvöxtur leiði ekki bara til launaskriðs og hækkanna hjá þeim hæstlaunuðu sem oftast semja um sín laun við sjálft sig heldur til alls þorra almennings. Hagvaxtaraukinn var nýmæli og hefur var eitt af þeim atriðum sem var hvað mest kynnt og rætt um í framhaldi af undirritun samningsins. Þetta ákvæði í kjarasamningum og umræðan um það virðist hafa farið fram hjá Seðlabankanum og hann hreinlega ekki gert ráð fyrir hagvaxtaraukanum í spám sínum á undanförnum misserum.Þangað til á fundi peningastefnunefndar í vikunni þar sem Seðlabankastjóri fann honum allt til foráttu og sakaði þá sem undir þetta skrifuðu um alvarleg mistök og ætla að leiða einstakar hörmungar yfir þjóðina! Hagvaxtaraukinn ætti þó að hafa verið Seðlabankanum ljós, því það lá fyrir að hann hefði virkjast í einhverjum mæli samkvæmt öllum spám bankans eftir heimsfaraldur. Fyrir vikið mætti spyrja hvort bankinn hafi einfaldlega farið of bratt fram í vaxtalækkunum og blásið í eignabólur? Látum það liggja á milli hluta hvaða umfjöllun eða afleiðingar ummæli Seðlabankastjóra af þessum toga myndu leiða af sér í þróuðum vestrænum ríkjum, en viðbragðsleysið hér á landi segir kannski eitthvað um stöðu Seðlabankans og vigt hans í umræðunni. Seðlabankastjóri var spurður út í það á fundinum hvort ekki væri ástæða til að efna til samráðs við aðila vinnumarkaðarins.Bæði með tilliti til hagvaxtaraukans og einnig tilundirbúnings fyrirkjaraviðræður á komandi ári. Verri hugmynd virtist hann ekki hafa heyrt – Seðalbankinn gæti ekki verið að efna til samtals ,,út af einhverjum kjarasamningum“ þau þrjú sem sátu þarna í pallborði væru ,,þjónar þjóðarinnar“ og þau ein bæru samkvæmt lögum ábyrgð á verðstöðugleika, heill og hamingju þjóðarinnar og hananú! Við eigum semsagt að setja allt okkar traust á stofnun sem virðist ekki hafa áttað sig grunnatriðum í kjarasamningum sem skrifað var undir 2019, hefur engan áhuga á samtali eða samráði við samtök launafólks og SA og lítur svo á að efnislegar ábendingar um hagstjórn og vaxtastefnu feli í sér að fólk sé efnahagslega ólæst, hafi gert margvísleg mistök og eigi bara að hafa hægt um sig meðan ,,þjónar þjóðarinnar“ taka umsamdar kjarabætur af fólkinu í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Lífskjarasamningunum vorið 2019 á almennum vinnumarkaði var samið um hagvaxtarauka – hann var hugsaður þannig að ef það væri hagvöxtur í þjóðfélaginu þá hækkuðu laun, en meira hjá þeim sem taka laun samkvæmt töxtum. Með þessari aðferð er verið að reyna að tryggja að hagvöxtur leiði ekki bara til launaskriðs og hækkanna hjá þeim hæstlaunuðu sem oftast semja um sín laun við sjálft sig heldur til alls þorra almennings. Hagvaxtaraukinn var nýmæli og hefur var eitt af þeim atriðum sem var hvað mest kynnt og rætt um í framhaldi af undirritun samningsins. Þetta ákvæði í kjarasamningum og umræðan um það virðist hafa farið fram hjá Seðlabankanum og hann hreinlega ekki gert ráð fyrir hagvaxtaraukanum í spám sínum á undanförnum misserum.Þangað til á fundi peningastefnunefndar í vikunni þar sem Seðlabankastjóri fann honum allt til foráttu og sakaði þá sem undir þetta skrifuðu um alvarleg mistök og ætla að leiða einstakar hörmungar yfir þjóðina! Hagvaxtaraukinn ætti þó að hafa verið Seðlabankanum ljós, því það lá fyrir að hann hefði virkjast í einhverjum mæli samkvæmt öllum spám bankans eftir heimsfaraldur. Fyrir vikið mætti spyrja hvort bankinn hafi einfaldlega farið of bratt fram í vaxtalækkunum og blásið í eignabólur? Látum það liggja á milli hluta hvaða umfjöllun eða afleiðingar ummæli Seðlabankastjóra af þessum toga myndu leiða af sér í þróuðum vestrænum ríkjum, en viðbragðsleysið hér á landi segir kannski eitthvað um stöðu Seðlabankans og vigt hans í umræðunni. Seðlabankastjóri var spurður út í það á fundinum hvort ekki væri ástæða til að efna til samráðs við aðila vinnumarkaðarins.Bæði með tilliti til hagvaxtaraukans og einnig tilundirbúnings fyrirkjaraviðræður á komandi ári. Verri hugmynd virtist hann ekki hafa heyrt – Seðalbankinn gæti ekki verið að efna til samtals ,,út af einhverjum kjarasamningum“ þau þrjú sem sátu þarna í pallborði væru ,,þjónar þjóðarinnar“ og þau ein bæru samkvæmt lögum ábyrgð á verðstöðugleika, heill og hamingju þjóðarinnar og hananú! Við eigum semsagt að setja allt okkar traust á stofnun sem virðist ekki hafa áttað sig grunnatriðum í kjarasamningum sem skrifað var undir 2019, hefur engan áhuga á samtali eða samráði við samtök launafólks og SA og lítur svo á að efnislegar ábendingar um hagstjórn og vaxtastefnu feli í sér að fólk sé efnahagslega ólæst, hafi gert margvísleg mistök og eigi bara að hafa hægt um sig meðan ,,þjónar þjóðarinnar“ taka umsamdar kjarabætur af fólkinu í landinu. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar