Reikna með að stórbæta aðsóknarmetið næsta sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. nóvember 2021 08:01 Íslensku stelpurnar verða meðal keppenda á EM 2022. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, reiknar með að aðsóknarmet á Evrópumót kvenna falli næsta sumar. Mikil eftirsókn er í miða á mótið og nú þegar búið að selja tugi þúsunda miða. Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram í Englandi næsta sumar. Mikið hefur verið rætt og ritað um leikvanga mótsins en Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur til að mynda sagt að leikvangurinn þar sem liðið leikur fyrstu tvo leiki sína á mótinu sé einfaldlega of lítill. Svo virðist sem Þorsteinn hafi eitthvað til síns máls en á vef UEFA kemur fram að sambandið reikni með því að aðsóknarmetið verði slegið og gott betur en það. Nú þegar hafa 162 þúsund miðar selst og þá hafa verið lagðar inn beiðnir um 268 þúsund miða til viðbótar. Koma beiðnirnar frá 118 löndum um heim allan. More than 268,000 ticket requests during the ballot window. Applications from fans in 118 countries. Wembley final oversubscribed by six times.#WEURO2022 is going to be huge! pic.twitter.com/OjhL6GdHQY— UEFA (@UEFA) November 19, 2021 Núverandi aðsóknarmet var sett á síðasta Evrópumóti, sem fram fór í Hollandi. Alls mættu þar 240 þúsund manns á leiki mótsins. Fór það svo að heimakonur stóðu uppi sem sigurvegari. Ef UEFA verður við beiðnum fólks um miða er ljóst að aðsóknarmetið er fallið og rúmlega það. Sambandið stefnir á að selja allt að 700 þúsund miða og miðað við eftirsókn ættu þeir að rjúka út. Ísland er eitt af þeim 16 liðum sem tekur þátt á EM í Englandi sumarið 2022. Ísland er í D-riðli er með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. Leikir Íslands fara fram á Manchester City Academy-vellinum í Manchester og New York-vellinum í Rotherham. Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram í Englandi næsta sumar. Mikið hefur verið rætt og ritað um leikvanga mótsins en Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur til að mynda sagt að leikvangurinn þar sem liðið leikur fyrstu tvo leiki sína á mótinu sé einfaldlega of lítill. Svo virðist sem Þorsteinn hafi eitthvað til síns máls en á vef UEFA kemur fram að sambandið reikni með því að aðsóknarmetið verði slegið og gott betur en það. Nú þegar hafa 162 þúsund miðar selst og þá hafa verið lagðar inn beiðnir um 268 þúsund miða til viðbótar. Koma beiðnirnar frá 118 löndum um heim allan. More than 268,000 ticket requests during the ballot window. Applications from fans in 118 countries. Wembley final oversubscribed by six times.#WEURO2022 is going to be huge! pic.twitter.com/OjhL6GdHQY— UEFA (@UEFA) November 19, 2021 Núverandi aðsóknarmet var sett á síðasta Evrópumóti, sem fram fór í Hollandi. Alls mættu þar 240 þúsund manns á leiki mótsins. Fór það svo að heimakonur stóðu uppi sem sigurvegari. Ef UEFA verður við beiðnum fólks um miða er ljóst að aðsóknarmetið er fallið og rúmlega það. Sambandið stefnir á að selja allt að 700 þúsund miða og miðað við eftirsókn ættu þeir að rjúka út. Ísland er eitt af þeim 16 liðum sem tekur þátt á EM í Englandi sumarið 2022. Ísland er í D-riðli er með Frakklandi, Ítalíu og Belgíu. Leikir Íslands fara fram á Manchester City Academy-vellinum í Manchester og New York-vellinum í Rotherham.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira