Fær bætur eftir að hafa stigið ofan í niðurfall Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2021 10:57 Niðurfallið sem konan steig ofan í var svokallaður grjótsvelgur en það eru rör sem fyllt eru með grjóti og ætlað er að leiða vatn. Á myndinni er hins vegar hefðbundið niðurfall - ekki grjótsvelgur. Getty Images Fyrirtækið Geymsla Eitt hefur verið dæmt skaðabótaskylt vegna líkamstjóns sem kona hlaut þegar hún steig með fót sinn ofan í opið niðurfall. Við slysið meiddist konan á vinstri öxl. Konan var að aðstoða dóttur sína fyrir utan geymslurými fyrirtækisins í Hafnarfirðinum, en mæðgurnar voru flytja hluti inn í geymslu. Þegar konan tók stóran kassa úr aftursæti bíls, steig hún afturábak og vinstri fótur konunnar lenti í ofan í opnu niðurfalli. Hún féll þá aftur fyrir sig og slasaðist á vinstri öxl. Fyrirtækið, Geymsla Eitt, bar fyrir sig að ekkert benti til þess að gengið hafi verið óforsvaranlega frá niðurfallinu. Þá hafi ekki verið sýnt fram á saknæma háttsemi eiganda fyrirtækisins. Eigandi fyrirtækisins taldi einnig að nægileg sönnun hafi ekki komið fram í málinu. Ríkar kröfur til eigenda fyrirtækja Landsréttur sagði ljóst af dómaframkvæmd Hæstaréttar að gera verði ríkar kröfur til þeirra sem eiga eða reka verslun eða þjónustuhúsnæði. Þannig þurfi að gera sérstakar ráðstafanir til að tryggja að almenningi stafi ekki hætta af húsnæðinu eða umhverfi þess. Samkvæmt því þurfi að meta athafnaleysi eiganda fyrirtækisins til sakar, með því að hafa ekki gengið betur frá niðurfallinu. Konunni voru dæmdar tæp tvær og hálf milljón í bætur en varanleg örorka hennar var metin tíu prósent. Eiganda fyrirtækisins, Geymslu Eitt, var einnig gert að greiða rúmar þrjár milljónir í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómsmál Hafnarfjörður Tryggingar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Konan var að aðstoða dóttur sína fyrir utan geymslurými fyrirtækisins í Hafnarfirðinum, en mæðgurnar voru flytja hluti inn í geymslu. Þegar konan tók stóran kassa úr aftursæti bíls, steig hún afturábak og vinstri fótur konunnar lenti í ofan í opnu niðurfalli. Hún féll þá aftur fyrir sig og slasaðist á vinstri öxl. Fyrirtækið, Geymsla Eitt, bar fyrir sig að ekkert benti til þess að gengið hafi verið óforsvaranlega frá niðurfallinu. Þá hafi ekki verið sýnt fram á saknæma háttsemi eiganda fyrirtækisins. Eigandi fyrirtækisins taldi einnig að nægileg sönnun hafi ekki komið fram í málinu. Ríkar kröfur til eigenda fyrirtækja Landsréttur sagði ljóst af dómaframkvæmd Hæstaréttar að gera verði ríkar kröfur til þeirra sem eiga eða reka verslun eða þjónustuhúsnæði. Þannig þurfi að gera sérstakar ráðstafanir til að tryggja að almenningi stafi ekki hætta af húsnæðinu eða umhverfi þess. Samkvæmt því þurfi að meta athafnaleysi eiganda fyrirtækisins til sakar, með því að hafa ekki gengið betur frá niðurfallinu. Konunni voru dæmdar tæp tvær og hálf milljón í bætur en varanleg örorka hennar var metin tíu prósent. Eiganda fyrirtækisins, Geymslu Eitt, var einnig gert að greiða rúmar þrjár milljónir í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti.
Dómsmál Hafnarfjörður Tryggingar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira