Elon Musk, forstjóri fyrirtækisins Teslu, greindi frá því á Twitter í gær að vandinn hefði skapast vegna bilunar í netþjóni en hún olli því að forrit sumra bílaeigenda gat ekki tengst bílum þeirra. Þeir komu þeim því ekki í gang og sátu margir hverjir fastir í nokkra klukkutíma.

Um fimm hundruð Teslu-eigendur tilkynntu um vandamálið víðs vegar um heim; í Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu og í Asíu, að því er fram kemur í frétt The Guardian um málið.
„Afsakið þetta, við munum grípa til ráðstafana svo að þetta komi aldrei fyrir aftur,“ sagði Elon Musk á Twitter seint í gær.
Should be coming back online now. Looks like we may have accidentally increased verbosity of network traffic.
— Elon Musk (@elonmusk) November 20, 2021
Apologies, we will take measures to ensure this doesn’t happen again.