Arnar Daði: Er ekki vanur að hrósa andstæðingnum Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 21. nóvember 2021 20:10 Tveir sigrar í röð hjá Gróttunni. Stöð 2/Skjáskot Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum sáttur með sitt lið er þeir sigruðu sinn annan leik í röð á tímabilinu gegn Víking á útivelli sem leikinn var fyrr í kvöld. Staðan var jöfn í hálfleik en í síðari hálfleik varð leikurinn kaflaskiptari sem endaði þó með fjögurra sigri marka sigri Seltirninga. Lokatölur í Víkinni, 26-22. „Þetta venst ágætlega. Þetta var gríðarlega erfiður leikur og Víkingarnir eiga hrós skilið fyrir sína spilamennsku. Ég er nú ekki vanur að hrósa andstæðingnum en við þurftum heldur betur að hafa fyrir þessu í dag.“ Sagði Arnar Daði strax að leik loknum. „Það er eiginlega ekki fyrr en um miðbik seinni hálfleiks sem þeir komast tveimur mörkum yfir að við förum að ná að snúa þessu aðeins okkur í vil. Við tökum þarna 5-1 vörn, við neyðumst eiginlega til þess að gera það. Stundum er bara allt í lagi að neyðast í eitthvað sem við erum ekki búnir að vera að æfa mikið. Lúðvík stóð sig vel fyrir framan og svo var Einar Baldvin frábær í markinu með nánast 50% markvörslu.“ „Þegar við erum komnir einhverjum fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik þá var eins og við værum komnir í einhvern þægindarramma, ég get ekki sagt að við höfum slakað á, en við tókum einhverjar óagaðar ákvarðanir sóknarlega og förum svolítið út úr okkar concepti. Hamza fer á eld þarna og skorar þrjú mörk á stuttum tíma, þá kólnum við aðeins niður.“ „Það var virkilegur karakter í strákunum. Við lendum tveimur mörkum undir í síðari hálfleik og snúum því við með 5-0 kafla. Það er þvílíkur karakter í þessu liði og það er eiginlega bara það sem ég tek út úr þessum leik. Þeir gefast aldrei upp. Þetta var virkilega erfitt eins og ég sagði áðan. Miklu erfiðari leikur heldur en síðasti sigur á móti Stjörnunni. Þetta var erfiður leikur.“ „Lykillinn að sigrinum var að Einar Baldvin var frábær í markinu. Svo var það virkilega agaður sóknarleikur þegar við spiluðum góða sókn. Byrjuð fínt sóknarlega í fyrri hálfleik og síðasta korterið líka. Þá vorum við að spila eftir því sem beðið var um að gera, þá opnaðist þetta. Á sama kafla í fyrri hálfleik vorum við líka að gera það en vorum ekki að nýta opnunina. Þegar þetta fór að detta inn í lokin þá sá maður þetta geisla af strákunum.“ „Við erum að spila núna sjö leiki á 26 dögum. HSÍ vill að við förum að spila átta leiki á 26 dögum en ég ætla að vona að menn fari á engjaveginn að skoða aðeins um hag fyrir leikmönnum, þjálfara og félaganna. Þannig ég ætla að vona að þetta verði bara sjö leikir. Strax á fimmtudaginn spilum við frestaðan leik á móti Selfoss og svo eigum við ÍBV á sunnudaginn og ég er í raun ekki kominn lengra en það. En það er erfið vika framundan og það er gott að fara með sigur inn í hana.“ Olís-deild karla Grótta Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Grótta 22-26 | Víkingar enn stigalausir Gróttumenn gerðu góða ferð í Víkina í Olís deildinni í handbolta í kvöld. 21. nóvember 2021 20:36 Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Staðan var jöfn í hálfleik en í síðari hálfleik varð leikurinn kaflaskiptari sem endaði þó með fjögurra sigri marka sigri Seltirninga. Lokatölur í Víkinni, 26-22. „Þetta venst ágætlega. Þetta var gríðarlega erfiður leikur og Víkingarnir eiga hrós skilið fyrir sína spilamennsku. Ég er nú ekki vanur að hrósa andstæðingnum en við þurftum heldur betur að hafa fyrir þessu í dag.“ Sagði Arnar Daði strax að leik loknum. „Það er eiginlega ekki fyrr en um miðbik seinni hálfleiks sem þeir komast tveimur mörkum yfir að við förum að ná að snúa þessu aðeins okkur í vil. Við tökum þarna 5-1 vörn, við neyðumst eiginlega til þess að gera það. Stundum er bara allt í lagi að neyðast í eitthvað sem við erum ekki búnir að vera að æfa mikið. Lúðvík stóð sig vel fyrir framan og svo var Einar Baldvin frábær í markinu með nánast 50% markvörslu.“ „Þegar við erum komnir einhverjum fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik þá var eins og við værum komnir í einhvern þægindarramma, ég get ekki sagt að við höfum slakað á, en við tókum einhverjar óagaðar ákvarðanir sóknarlega og förum svolítið út úr okkar concepti. Hamza fer á eld þarna og skorar þrjú mörk á stuttum tíma, þá kólnum við aðeins niður.“ „Það var virkilegur karakter í strákunum. Við lendum tveimur mörkum undir í síðari hálfleik og snúum því við með 5-0 kafla. Það er þvílíkur karakter í þessu liði og það er eiginlega bara það sem ég tek út úr þessum leik. Þeir gefast aldrei upp. Þetta var virkilega erfitt eins og ég sagði áðan. Miklu erfiðari leikur heldur en síðasti sigur á móti Stjörnunni. Þetta var erfiður leikur.“ „Lykillinn að sigrinum var að Einar Baldvin var frábær í markinu. Svo var það virkilega agaður sóknarleikur þegar við spiluðum góða sókn. Byrjuð fínt sóknarlega í fyrri hálfleik og síðasta korterið líka. Þá vorum við að spila eftir því sem beðið var um að gera, þá opnaðist þetta. Á sama kafla í fyrri hálfleik vorum við líka að gera það en vorum ekki að nýta opnunina. Þegar þetta fór að detta inn í lokin þá sá maður þetta geisla af strákunum.“ „Við erum að spila núna sjö leiki á 26 dögum. HSÍ vill að við förum að spila átta leiki á 26 dögum en ég ætla að vona að menn fari á engjaveginn að skoða aðeins um hag fyrir leikmönnum, þjálfara og félaganna. Þannig ég ætla að vona að þetta verði bara sjö leikir. Strax á fimmtudaginn spilum við frestaðan leik á móti Selfoss og svo eigum við ÍBV á sunnudaginn og ég er í raun ekki kominn lengra en það. En það er erfið vika framundan og það er gott að fara með sigur inn í hana.“
Olís-deild karla Grótta Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Grótta 22-26 | Víkingar enn stigalausir Gróttumenn gerðu góða ferð í Víkina í Olís deildinni í handbolta í kvöld. 21. nóvember 2021 20:36 Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Grótta 22-26 | Víkingar enn stigalausir Gróttumenn gerðu góða ferð í Víkina í Olís deildinni í handbolta í kvöld. 21. nóvember 2021 20:36