Flösku aftur grýtt í Payet og óöldin lengist í frönskum fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2021 11:00 Dimitri Payet fékk flösku í hausinn í Lyon í gærkvöld. Skjáskot Ólæti áhorfenda halda áfram að varpa skugga á leiktíðina í frönsku 1. deildinni í fótbolta. Í gær varð að blása af leik Lyon og Marseille eftir að flösku var kastað í höfuð Dimitri Payet á fimmtu mínútu leiksins. Þetta er í annað sinn á leiktíðinni þar sem að Payet, sem er landsliðsmaður Frakklands og fyrrverandi leikmaður West Ham, fær flösku í hausinn í leik með Marseille. Payet var að taka hornspyrnu þegar stuðningsmaður heimamanna í Lyon kastaði flösku í höfuð hans. Payet féll til jarðar en gat svo stigið upp eftir að búið var að huga að honum. Dómari leiksins sendi bæði lið til búningsklefa. Supporting our captain, @dimpayet17 #OLOM | pic.twitter.com/9rcwy6RoGr— Olympique de Marseille (@OM_English) November 21, 2021 Eftir um 75 mínútna bið tilkynnti vallarþulur að leikurinn myndi hefjast að nýju og leikmenn Lyon skokkuðu út á völl. Það gerðu Payet og félagar í Marseille hins vegar ekki enda mun Payet hafa verið í áfalli yfir því sem gerðist. „Hann er andlega særður“ Á endanum tók dómarinn þá ákvörðun að leikurinn hæfist ekki að nýju og óvíst er hvenær hann verður kláraður. Strax í upphitun varð Payet fyrir aðkasti þegar stuðningsmenn Lyon létu niðrandi athugasemdum rigna yfir hann. „Hann er andlega særður,“ sagði Pablo Longoria, forseti Marseille. „Það sem er í gangi hérna er ekki eðlilegt. Við höfum alltaf fordæmt allt ofbeldi,“ sagði Longoria. Áhorfandinn sem henti flöskunni fannst og var honum vikið af leikvanginum, eftir að hafa fengið kinnhest frá öðrum stuðningsmanni Lyon. The Lyon fan who threw the bottle at Dimitri Payet was slapped by his own fans after the game with Marseille was suspended.pic.twitter.com/TLsNGoXFkw— Sam Street (@samstreetwrites) November 21, 2021 Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, sagði að í ljósi þess að hinn brotlegi hefði verið handtekinn hefði „engin hætta verið á að aftur skapaðist hættuástand“, og kenndi hann Marseille um að leikurinn hefði ekki hafist að nýju. Síðast kastaði Payet flöskunni til baka Payet fékk einnig flösku í hausinn í leik gegn Nice í ágúst, og svaraði þá fyrir sig með því að kasta flöskunni til baka. Þá sauð allt upp úr, áhorfendur brutu sér leið inn á völlinn og flauta þurfti leikinn af. Nokkur fleiri dæmi eru um mikil ólæti stuðningsmanna á leikjum í frönsku deildinni í haust. Unglingur meiddist þegar sæti var kastað á leik PSG og Lyon í september. Stuðningsmenn réðust inn á völlinn í leik Lens og Lille í sama mánuði eftir að áflog brutust út í stúkunni. Í október tafðist leikur Saint-Etienne og Angers um klukkutíma eftir að stuðningsmenn brutust inn á völlinn og blysum var kastað. Fleiri dæmi mætti nefna. „Eftir svona kvöld og miðað við þá stöðu sem við erum í þá held ég að franskur fótbolti þurfi að íhuga vandlega hvernig við komum í veg fyrir þessi atvik,“ sagði Longoria. Franski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Þetta er í annað sinn á leiktíðinni þar sem að Payet, sem er landsliðsmaður Frakklands og fyrrverandi leikmaður West Ham, fær flösku í hausinn í leik með Marseille. Payet var að taka hornspyrnu þegar stuðningsmaður heimamanna í Lyon kastaði flösku í höfuð hans. Payet féll til jarðar en gat svo stigið upp eftir að búið var að huga að honum. Dómari leiksins sendi bæði lið til búningsklefa. Supporting our captain, @dimpayet17 #OLOM | pic.twitter.com/9rcwy6RoGr— Olympique de Marseille (@OM_English) November 21, 2021 Eftir um 75 mínútna bið tilkynnti vallarþulur að leikurinn myndi hefjast að nýju og leikmenn Lyon skokkuðu út á völl. Það gerðu Payet og félagar í Marseille hins vegar ekki enda mun Payet hafa verið í áfalli yfir því sem gerðist. „Hann er andlega særður“ Á endanum tók dómarinn þá ákvörðun að leikurinn hæfist ekki að nýju og óvíst er hvenær hann verður kláraður. Strax í upphitun varð Payet fyrir aðkasti þegar stuðningsmenn Lyon létu niðrandi athugasemdum rigna yfir hann. „Hann er andlega særður,“ sagði Pablo Longoria, forseti Marseille. „Það sem er í gangi hérna er ekki eðlilegt. Við höfum alltaf fordæmt allt ofbeldi,“ sagði Longoria. Áhorfandinn sem henti flöskunni fannst og var honum vikið af leikvanginum, eftir að hafa fengið kinnhest frá öðrum stuðningsmanni Lyon. The Lyon fan who threw the bottle at Dimitri Payet was slapped by his own fans after the game with Marseille was suspended.pic.twitter.com/TLsNGoXFkw— Sam Street (@samstreetwrites) November 21, 2021 Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, sagði að í ljósi þess að hinn brotlegi hefði verið handtekinn hefði „engin hætta verið á að aftur skapaðist hættuástand“, og kenndi hann Marseille um að leikurinn hefði ekki hafist að nýju. Síðast kastaði Payet flöskunni til baka Payet fékk einnig flösku í hausinn í leik gegn Nice í ágúst, og svaraði þá fyrir sig með því að kasta flöskunni til baka. Þá sauð allt upp úr, áhorfendur brutu sér leið inn á völlinn og flauta þurfti leikinn af. Nokkur fleiri dæmi eru um mikil ólæti stuðningsmanna á leikjum í frönsku deildinni í haust. Unglingur meiddist þegar sæti var kastað á leik PSG og Lyon í september. Stuðningsmenn réðust inn á völlinn í leik Lens og Lille í sama mánuði eftir að áflog brutust út í stúkunni. Í október tafðist leikur Saint-Etienne og Angers um klukkutíma eftir að stuðningsmenn brutust inn á völlinn og blysum var kastað. Fleiri dæmi mætti nefna. „Eftir svona kvöld og miðað við þá stöðu sem við erum í þá held ég að franskur fótbolti þurfi að íhuga vandlega hvernig við komum í veg fyrir þessi atvik,“ sagði Longoria.
Franski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti