BSRB fari fram með áróður sem skaði láglaunafólk Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. nóvember 2021 11:21 Aðalsteinn situr í samninganefnd Starfsgreinasambandsins. vísir/vilhelm Stjórnarmaður í Starfsgreinasambandinu segir BSRB fara með rangfærslur um launamun milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Hann óttast að yfirlýsingarnar geti skaðað lægst launaðu umbjóðendur sína. BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi og semja um kjör félagsmanna sinna við svetarfélög og ríki. Starfsgreinasambandið er sömuleiðis stæsta samband starfsfólks á almennum vinnumarkaði og semur við Samtök atvinnulífsins. BSRB hefur undanfarið talað fyrir því að launamunur opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði verði jafnaður - munurinn sé orðinn um það bil 17 prósent og það opinberum starfsmönnum í óhag. Þetta fellst Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík og einn stjórnarmanna Starfsgreinasambandsins, ekki á og kallar þessar fullyrðingar BSRB áróður. „Ég hef bara gert formlegar athugasemdir við það að BSRB skuli halda því fram að launakjör félagsmanna innan BSRB hafi þróast með öðrum hætti en á almenna vinnumarkaðinum, það er að segja að það hafi verið mun minni launahækkanir þar en á almenna vinnumarkaðinum, sem að er bara ekki rétt,“ segir Aðalsteinn Skaðleg orðræða fyrir láglaunafólk Hann segir að það megi vel vera að launamunurinn sé svo mikill ef að best launuðu störfin eru borin saman en þegar kemur að láglaunafólki, sem er í miklum meirihluta er launamunurinn opinberum starfsmönnum í vil. „Það er þess vegna sem ég er að vekja athygli á þessu að mér finnst þetta skaða mitt fólk og þarna er verið að halda að fólki röngum upplýsingum. Og ég vil bara koma því á framfæri að þarna er ég að tala um stóra hópa ferðaþjónustunnar, fiskvinnslufólk, kjötvinnslufólk, ræstingafólk og bílstjóra og fleiri. Og ég er bara að koma þessu á framfæri að þetta er ekki rétt,“ segir Aðalsteinn. Þessir hópar fái flestir grunnlaun á bilinu 330 þúsund krónum upp í 350 þúsund krónur á almennum vinnumarkaði en bilið er 371 þúsund til 472 þúsund krónur hjá opinberum starfsmönnum. Vill Aðalsteinn þá ekki sjá laun opinberra starfsmanna hækka? „Jú, það er bara þannig að það eru margir opinberir starfsmenn sem eiga rétt á hækkunum að mínu mati. Það eru margir opinberir starfsmenn sem eru illa launaðir og það er bara þannig en staðan er bara því miður miklu verri hjá almennu verkafólki heldur en hjá opinberum starfsmönnum, það er bara þannig.“ Vinnumarkaður Kjaramál Norðurþing Stéttarfélög Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna á Íslandi og semja um kjör félagsmanna sinna við svetarfélög og ríki. Starfsgreinasambandið er sömuleiðis stæsta samband starfsfólks á almennum vinnumarkaði og semur við Samtök atvinnulífsins. BSRB hefur undanfarið talað fyrir því að launamunur opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum vinnumarkaði verði jafnaður - munurinn sé orðinn um það bil 17 prósent og það opinberum starfsmönnum í óhag. Þetta fellst Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík og einn stjórnarmanna Starfsgreinasambandsins, ekki á og kallar þessar fullyrðingar BSRB áróður. „Ég hef bara gert formlegar athugasemdir við það að BSRB skuli halda því fram að launakjör félagsmanna innan BSRB hafi þróast með öðrum hætti en á almenna vinnumarkaðinum, það er að segja að það hafi verið mun minni launahækkanir þar en á almenna vinnumarkaðinum, sem að er bara ekki rétt,“ segir Aðalsteinn Skaðleg orðræða fyrir láglaunafólk Hann segir að það megi vel vera að launamunurinn sé svo mikill ef að best launuðu störfin eru borin saman en þegar kemur að láglaunafólki, sem er í miklum meirihluta er launamunurinn opinberum starfsmönnum í vil. „Það er þess vegna sem ég er að vekja athygli á þessu að mér finnst þetta skaða mitt fólk og þarna er verið að halda að fólki röngum upplýsingum. Og ég vil bara koma því á framfæri að þarna er ég að tala um stóra hópa ferðaþjónustunnar, fiskvinnslufólk, kjötvinnslufólk, ræstingafólk og bílstjóra og fleiri. Og ég er bara að koma þessu á framfæri að þetta er ekki rétt,“ segir Aðalsteinn. Þessir hópar fái flestir grunnlaun á bilinu 330 þúsund krónum upp í 350 þúsund krónur á almennum vinnumarkaði en bilið er 371 þúsund til 472 þúsund krónur hjá opinberum starfsmönnum. Vill Aðalsteinn þá ekki sjá laun opinberra starfsmanna hækka? „Jú, það er bara þannig að það eru margir opinberir starfsmenn sem eiga rétt á hækkunum að mínu mati. Það eru margir opinberir starfsmenn sem eru illa launaðir og það er bara þannig en staðan er bara því miður miklu verri hjá almennu verkafólki heldur en hjá opinberum starfsmönnum, það er bara þannig.“
Vinnumarkaður Kjaramál Norðurþing Stéttarfélög Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira