Brjósklospési... eða hvað? Helga B. Haraldsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 17:01 Ég er svona brjósklospési sagði maður við mig í sundi um daginn þegar hann kveinkaði sér í bakinu. Þessi fáu orð bera vott um mikinn sársauka. Það er fátt jafnþrúgandi og erfitt og að vera þjakaður af verkjum og óvissunni sem fylgir þeim. Það þekkja um 20% Íslendinga en álitið er að einn af hverjum fimm þjáist af langvinnum verkjum. Langvinnir verkir geta yfirtekið líf fólks. Þeir verða oft fyrsta hugsun þegar fólk vaknar á morgnana og það síðasta þegar lagst er á koddann að kvöldi. Einn verkjasjúklingur talaði um að í verstu köstunum þá vaknaði hann á morgnana og hugsaði um að það væru 14 tímar þangað til að hann fengi að sofna aftur, fengi aftur hvíld frá verkjunum. Hann gat yfirleitt sofið þrátt fyrir verki en það geta ekki allir, sumir eiga hverja andvökunóttina á fætur annarri vegna verkja. Margir brjósklospésar og píur hafa fengið hvert verkjakastið á fætur öðru en litla hjálp. En hvað þýðir það að hafa brjósklos? Í stórri safngreiningu (e. meta-analysis) voru skoðaðar myndir af baki (CT eða MRI) hjá 3.110 manns á öllum aldri sem höfðu enga sögu um bakverki, fólk sem taldi sig með sterkt og heilbrigt bak. Í ljós kom að stór hluti þeirra var með slit í baki og margir með brjósklos. Í safngreiningunni var þessum einkennalausu þátttakendum raðað niður eftir aldri. Í ljós kom að 33% fólks um fertugt og 38% fólks um sextugt höfðu brjósklos. Ég minni á að allir þátttakendurnir töldu sig hafa heilbrigt bak. Brjósklos eru eðlilegur þáttur í hryggnum, rétt eins og hrukkur á húðinni og grátt hár. Þetta er ekki hættulegt og er sjaldnast að orsaka verki. Bæði líkurnar á brjósklosi og sliti í baki aukast með hækkandi aldri og tíðnin er hæst hjá elsta aldurshópnum. Þrátt fyrir það eru bakverkir algengastir hjá fólki á miðjum aldri. Orsök verkjanna virðist nefnilega sjaldnast vera að finna í bakinu sjálfu. Krónískir verkir eru oftar en ekki villuboð (false alarm) frá taugakerfinu því svæðið sem okkur verkjar í er heilbrigt. Ég tek það fram að þessi villuboð eru alveg jafn sársaukafull og boð frá vefjaskemmd. Lorimer Moseley háskólaprófessor í Ástralíu hefur helgað líf sitt verkjafræðum og gerði stutt myndband sem ég mæli með fyrir alla verkjasjúklinga, sjá tamethebeast. Með ákveðnum aðferðum getur stór hluti verkjasjúklinga náð bata. Nýlega kom út grein í virtu læknatímariti, Jama, um rannsókn á bakverkjasjúklingum þar sem sálfræðimeðferðinni verkjaendurferlun (e. Pain Reprocessing Therapy) var beitt hjá hluta þátttakenda. Þátttakendur voru um 150 og var þeim skipt í þrjá hópa. Hópurinn sem fékk verkjaendurferlun lærði að hugsa á annan hátt um verkina sína og bregðast öðruvísi við þeim og var árangurinn mun betri hjá þeim hópi en hinum tveimur. Verkjaendurferlun stóð yfir í einn mánuð (8 klst hjá sálfræðingi) og 66% þátttakenda voru nánast eða alveg verkjalausir eftir meðferðina og 98% náðu einhverjum bata. Ári síðar hélst þessi bati að mestu. Það skal tekið fram að þau höfðu að meðaltali verið að kljást við bakverki í 11 ár. Þessir þátttakendur þurftu ekki að forðast ákveðna stóla, þeir þurftu ekki að mæta í nudd eða til kírópraktors vikulega, kaupa dýrustu tegund af dýnu, læra nýtt göngulag eða leggjast undir hnífinn. Þeir einfaldlega öðluðust þekkingu í taugavísindum og lærðu að bregðast á annan hátt við verkjum og verkjaáreiti en áður. Ef þú ert verkjasjúklingur þá eru góðar líkur á að þú getir náð bata, þú átt skilið betra líf. Höfundur er sálfræðingur hjá Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í verkjaendurferlun (PRT). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er svona brjósklospési sagði maður við mig í sundi um daginn þegar hann kveinkaði sér í bakinu. Þessi fáu orð bera vott um mikinn sársauka. Það er fátt jafnþrúgandi og erfitt og að vera þjakaður af verkjum og óvissunni sem fylgir þeim. Það þekkja um 20% Íslendinga en álitið er að einn af hverjum fimm þjáist af langvinnum verkjum. Langvinnir verkir geta yfirtekið líf fólks. Þeir verða oft fyrsta hugsun þegar fólk vaknar á morgnana og það síðasta þegar lagst er á koddann að kvöldi. Einn verkjasjúklingur talaði um að í verstu köstunum þá vaknaði hann á morgnana og hugsaði um að það væru 14 tímar þangað til að hann fengi að sofna aftur, fengi aftur hvíld frá verkjunum. Hann gat yfirleitt sofið þrátt fyrir verki en það geta ekki allir, sumir eiga hverja andvökunóttina á fætur annarri vegna verkja. Margir brjósklospésar og píur hafa fengið hvert verkjakastið á fætur öðru en litla hjálp. En hvað þýðir það að hafa brjósklos? Í stórri safngreiningu (e. meta-analysis) voru skoðaðar myndir af baki (CT eða MRI) hjá 3.110 manns á öllum aldri sem höfðu enga sögu um bakverki, fólk sem taldi sig með sterkt og heilbrigt bak. Í ljós kom að stór hluti þeirra var með slit í baki og margir með brjósklos. Í safngreiningunni var þessum einkennalausu þátttakendum raðað niður eftir aldri. Í ljós kom að 33% fólks um fertugt og 38% fólks um sextugt höfðu brjósklos. Ég minni á að allir þátttakendurnir töldu sig hafa heilbrigt bak. Brjósklos eru eðlilegur þáttur í hryggnum, rétt eins og hrukkur á húðinni og grátt hár. Þetta er ekki hættulegt og er sjaldnast að orsaka verki. Bæði líkurnar á brjósklosi og sliti í baki aukast með hækkandi aldri og tíðnin er hæst hjá elsta aldurshópnum. Þrátt fyrir það eru bakverkir algengastir hjá fólki á miðjum aldri. Orsök verkjanna virðist nefnilega sjaldnast vera að finna í bakinu sjálfu. Krónískir verkir eru oftar en ekki villuboð (false alarm) frá taugakerfinu því svæðið sem okkur verkjar í er heilbrigt. Ég tek það fram að þessi villuboð eru alveg jafn sársaukafull og boð frá vefjaskemmd. Lorimer Moseley háskólaprófessor í Ástralíu hefur helgað líf sitt verkjafræðum og gerði stutt myndband sem ég mæli með fyrir alla verkjasjúklinga, sjá tamethebeast. Með ákveðnum aðferðum getur stór hluti verkjasjúklinga náð bata. Nýlega kom út grein í virtu læknatímariti, Jama, um rannsókn á bakverkjasjúklingum þar sem sálfræðimeðferðinni verkjaendurferlun (e. Pain Reprocessing Therapy) var beitt hjá hluta þátttakenda. Þátttakendur voru um 150 og var þeim skipt í þrjá hópa. Hópurinn sem fékk verkjaendurferlun lærði að hugsa á annan hátt um verkina sína og bregðast öðruvísi við þeim og var árangurinn mun betri hjá þeim hópi en hinum tveimur. Verkjaendurferlun stóð yfir í einn mánuð (8 klst hjá sálfræðingi) og 66% þátttakenda voru nánast eða alveg verkjalausir eftir meðferðina og 98% náðu einhverjum bata. Ári síðar hélst þessi bati að mestu. Það skal tekið fram að þau höfðu að meðaltali verið að kljást við bakverki í 11 ár. Þessir þátttakendur þurftu ekki að forðast ákveðna stóla, þeir þurftu ekki að mæta í nudd eða til kírópraktors vikulega, kaupa dýrustu tegund af dýnu, læra nýtt göngulag eða leggjast undir hnífinn. Þeir einfaldlega öðluðust þekkingu í taugavísindum og lærðu að bregðast á annan hátt við verkjum og verkjaáreiti en áður. Ef þú ert verkjasjúklingur þá eru góðar líkur á að þú getir náð bata, þú átt skilið betra líf. Höfundur er sálfræðingur hjá Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í verkjaendurferlun (PRT).
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar