„Kerfisbundið og síendurtekið dýraníð“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. nóvember 2021 21:37 Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Formaður Félags hrossabænda segist telja fólk úr sínum röðum vera slegið yfir þeim myndum sem sáust í myndbandi sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku. Félag tamningamanna kallar eftir úrbótum og skorar á MAST að taka sig á í eftirliti. „Ég segi bara, það er ástæða til. Auðvitað þarf að fara ofan í saumana á þessu og sjá hvernig almennt er staðið að þessu,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda. Hann segist ekki vilja trúa því að almennt sé staðið svona að málum hjá yfir 90 aðilum sem stundi hrossabúskap. „Maður vill ekki trúa því.“ Talsmenn tamningamanna hér á landi virðast vera á sama máli, en Félag tamningamanna sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna málsins, þar sem skorað er á MAST að bæta eftirlit með blóðtökum úr fylfullum hryssum. Þar er því sjónarmiði lýst að hryssurnar sem sjást í myndinni hafi greinilega ekki fengið undirbúning og hafi ekki geðslag sem henti í starfsemina, það er að segja blóðtökuna. Að mati félagsins sé um að ræða kerfisbundið og síendurtekið dýraníð sem sjáist í myndbandinu. „Aðalmarkmið Félags Tamningamanna er að stuðla að réttri og góðri tamningu og meðferð íslenska hestsins. Stjórn Félags Tamningamanna ályktar að við þessar vafasömu aðgerðir sé lágmarkskrafa að hryssan sé tamin og róleg. Ef hún hefur ekki fengið nauðsynlegan undirbúning eða hefur ekki geðslag til þess ætti dýralæknir að vera skyldugur að neita að framkvæma aðgerðina. Að nota deyfilyf við þessa aðgerð ætti ekki að koma í stað tamningar.“ Þá telur félagið að MAST þurfi að tryggja að viðurkenndar aðferðir við að bandvenja hryssurnar og venja þær við aðstæður verði notaðar, sem og að hætt verðir við blóðtöku ef fyrir liggur að hryssa henti ekki íverkefnið, hvort sem er vegna ónógs undirbúnings eða vegna óhentugs geðslags. „Stjórn Félags Tamningamanna álítur þessa birtingarmynd vera kerfisbundið dýraníð og ekkert betra en hryllingsmyndbönd sem hafa verið birt úr sláturhúsum víða erlendis, nema síður sé þar sem hryssurnar fara ítrekað í sömu kringumstæður.“ Dýraheilbrigði Hestar Dýr Blóðmerahald Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
„Ég segi bara, það er ástæða til. Auðvitað þarf að fara ofan í saumana á þessu og sjá hvernig almennt er staðið að þessu,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda. Hann segist ekki vilja trúa því að almennt sé staðið svona að málum hjá yfir 90 aðilum sem stundi hrossabúskap. „Maður vill ekki trúa því.“ Talsmenn tamningamanna hér á landi virðast vera á sama máli, en Félag tamningamanna sendi í dag frá sér yfirlýsingu vegna málsins, þar sem skorað er á MAST að bæta eftirlit með blóðtökum úr fylfullum hryssum. Þar er því sjónarmiði lýst að hryssurnar sem sjást í myndinni hafi greinilega ekki fengið undirbúning og hafi ekki geðslag sem henti í starfsemina, það er að segja blóðtökuna. Að mati félagsins sé um að ræða kerfisbundið og síendurtekið dýraníð sem sjáist í myndbandinu. „Aðalmarkmið Félags Tamningamanna er að stuðla að réttri og góðri tamningu og meðferð íslenska hestsins. Stjórn Félags Tamningamanna ályktar að við þessar vafasömu aðgerðir sé lágmarkskrafa að hryssan sé tamin og róleg. Ef hún hefur ekki fengið nauðsynlegan undirbúning eða hefur ekki geðslag til þess ætti dýralæknir að vera skyldugur að neita að framkvæma aðgerðina. Að nota deyfilyf við þessa aðgerð ætti ekki að koma í stað tamningar.“ Þá telur félagið að MAST þurfi að tryggja að viðurkenndar aðferðir við að bandvenja hryssurnar og venja þær við aðstæður verði notaðar, sem og að hætt verðir við blóðtöku ef fyrir liggur að hryssa henti ekki íverkefnið, hvort sem er vegna ónógs undirbúnings eða vegna óhentugs geðslags. „Stjórn Félags Tamningamanna álítur þessa birtingarmynd vera kerfisbundið dýraníð og ekkert betra en hryllingsmyndbönd sem hafa verið birt úr sláturhúsum víða erlendis, nema síður sé þar sem hryssurnar fara ítrekað í sömu kringumstæður.“
Dýraheilbrigði Hestar Dýr Blóðmerahald Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira