Orðspor Íslendinga bíði hnekki eftir hroðalegt dýraníð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 13:06 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur barist fyrir því að blóðtöku mera á Íslandi verði hætt. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að orðspor Íslands bíði hnekki eftir heimildarmyndina sem sýnd var í gær, þar sem varpað var ljósi á slæma meðferð á íslenskum hryssum við blóðtöku. Hún vill að starfsemin verði bönnuð og að stjórnvöld komi til móts við bændur sem hafi reitt sig á starfsemina. „Þetta eru gríðarlegir orðsporshnekkir fyrir okkur sem þjóð. Gríðarlegir. Við sjáum líka þarna í myndinni að forstjóri Ísteka reynir ekki bara að koma í veg fyrir að myndin sé birt, heldur er hann greinilega staddur á þessum sérstaka bæ þar sem myndin er aðallega tekin,“ segir Inga og talar þar um Arnþór Guðlaugson, forstjóra Ísteka. Ísteka er líftæknifyrirtæki sem ber ábyrgð á blóðtöku mera á Íslandi. Blóðið er tekið úr fylfullum hryssum og unnið úr því hormón sem síðan er notað til að auka frjósemi svína til manneldis. Óafsakanlegt „Við, íslenska samfélagið, höfum kostað milljörðum króna í landkynningu fyrir okkur og bjóða okkar gestum og ferðamönnum heim að sækja okkar fallega og hreina land, og fest sig ásýnd. Orðsporshnekkir sem koma núna fram eru bara óafsakanlegir. Þetta er ekkert sem við getum ekki lagt af og komið þá til móts við þá bændur sem eru góðir bændur og virkilega langar að vera í sveitinni sinni. Íslenska ríkið skal þá bara gjöra svo vel að aðstoða þá við að geta lifað af sínum bújörðum,“ segir Inga. Inga, fyrir hönd Flokks fólksins auk tveggja þingmanna Pírata, lagði í mars fram frumvarp þar sem hún lagði til bann við blóðtöku mera hér á landi. Frumvarpið fékk hins vegar lítinn gaum á þingi. Inga telur að þar séu þrýstihópar og hagsmunaöfl að baki. Ekkert annað en dýraníð „Það eru miklir hagsmunir þarna undir og svona sterkir þrýstihópar sem hafa kannski getað haft áhrif, ætli það sé ekki meginástæðan. En hins vegar þá dregur þessi mynd raunveruleikann fram í dagsljósið – að minnsta kosti raunveruleikann hvað lítur að einhverjum sem stundar þennan svokallaða blóðmerabúskap.“ Hún ætlar að leggja fram nýtt frumvarp um leið og nýtt þing kemur saman. „Þetta er ekkert annað en dýraníð. Bara hroðalegt dýraníð. Þetta fer í algjöran forgang hjá okkur og ég er núna að leita eftir dýravinum á Alþingi Íslendinga sem vilja vera með okkur í málinu.“ Dýr Dýraheilbrigði Hestar Blóðmerahald Flokkur fólksins Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
„Þetta eru gríðarlegir orðsporshnekkir fyrir okkur sem þjóð. Gríðarlegir. Við sjáum líka þarna í myndinni að forstjóri Ísteka reynir ekki bara að koma í veg fyrir að myndin sé birt, heldur er hann greinilega staddur á þessum sérstaka bæ þar sem myndin er aðallega tekin,“ segir Inga og talar þar um Arnþór Guðlaugson, forstjóra Ísteka. Ísteka er líftæknifyrirtæki sem ber ábyrgð á blóðtöku mera á Íslandi. Blóðið er tekið úr fylfullum hryssum og unnið úr því hormón sem síðan er notað til að auka frjósemi svína til manneldis. Óafsakanlegt „Við, íslenska samfélagið, höfum kostað milljörðum króna í landkynningu fyrir okkur og bjóða okkar gestum og ferðamönnum heim að sækja okkar fallega og hreina land, og fest sig ásýnd. Orðsporshnekkir sem koma núna fram eru bara óafsakanlegir. Þetta er ekkert sem við getum ekki lagt af og komið þá til móts við þá bændur sem eru góðir bændur og virkilega langar að vera í sveitinni sinni. Íslenska ríkið skal þá bara gjöra svo vel að aðstoða þá við að geta lifað af sínum bújörðum,“ segir Inga. Inga, fyrir hönd Flokks fólksins auk tveggja þingmanna Pírata, lagði í mars fram frumvarp þar sem hún lagði til bann við blóðtöku mera hér á landi. Frumvarpið fékk hins vegar lítinn gaum á þingi. Inga telur að þar séu þrýstihópar og hagsmunaöfl að baki. Ekkert annað en dýraníð „Það eru miklir hagsmunir þarna undir og svona sterkir þrýstihópar sem hafa kannski getað haft áhrif, ætli það sé ekki meginástæðan. En hins vegar þá dregur þessi mynd raunveruleikann fram í dagsljósið – að minnsta kosti raunveruleikann hvað lítur að einhverjum sem stundar þennan svokallaða blóðmerabúskap.“ Hún ætlar að leggja fram nýtt frumvarp um leið og nýtt þing kemur saman. „Þetta er ekkert annað en dýraníð. Bara hroðalegt dýraníð. Þetta fer í algjöran forgang hjá okkur og ég er núna að leita eftir dýravinum á Alþingi Íslendinga sem vilja vera með okkur í málinu.“
Dýr Dýraheilbrigði Hestar Blóðmerahald Flokkur fólksins Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent