Gengur hægt að ná bylgjunni niður vegna útbreiðslunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 14:40 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir von á niðurstöðum á næstunni um vörn örvunarskammtsins. Vísir/Vilhelm Vegna mikillar útbreiðslu í samfélaginu mun ganga hægt að ná bylgunni niður segir sóttvarnalæknir. 194 greindust með kórónuveiruna í gær og um helmingur var í sóttkví. Frá upphafi faraldursins hafa einungis einu sinni fleiri greinst með kórónuveiruna á einum degi - eða þegar 206 greindust fyrir um viku síðan. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjöldann vonbrigði en þó ekki óvæntan þar sem fleiri hafa jafnan verið að greinast eftir helgar. Honum sýnist bylgjan vera á niðurleið þrátt fyrir að stórir dagar geti komið upp. Hann telur því ekki tilefni til þess að herða aðgerðir að svo stöddu. „Þetta greinilega gengur hægt og það orsakast af mjög mikilli útbreiðslu í samfélaginu. Þetta er bara víða og svo kemur upp hópsmit í bæjarfélagi, eins og núna á Grundarfirði til dæmis, og þá hækka tölurnar. Þannig að þetta mun taka einhvern tíma,“ segir Þórólfur. Í morgun höfðu 34 greinst smitaðir í Grundarfirði og þar af tuttugu börn undir tólf ára aldri. Yfir eitt hundrað eru í sóttkví í bænum eða um 16% íbúa. Skólastarf fellur niður í dag auk þess Sem leikskólar eru lokaðir. Um sjötíu prósent boðaðra hafa mætt í örvunarskammt.Vísir/Vilhelm Bólusetningu með örvunarskömmtum var fram haldið í Laugardalshöll í dag. Um sjötíu prósent boðaðra hafa mætt í bólusetninguna og segir Þórólfur það undir væntingum. „Ég vona svo sannarlega að við sjáum meiri þáttöku en sjötíu prósent til að við sjáum almennt góðan árangur af þessu. Við erum að fylgjast með áhættunni af smiti eftir þriðja skammt á móti öðrum skammti og vonandi getum við fljótlega kynnt niðurstöður í því.“ Mælingar bendi til þess að mótefnasvörunin margfaldist. „Við sjáum það hér að það eru mjög fáir sem hafa smitast eftir þriðja skammtinn, en það eru þó um tuttugu eða þrjátu manns af þessum fjörutíu þúsund sem hafa fengið þriðja skammtinn. Þannig við þurufm bara að sjá hvort þetta haldi, þurfum að gera ákveðna útreikninga. Sjáum til á næstu dögum hvort við fáum niðurstöður úr því.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Frá upphafi faraldursins hafa einungis einu sinni fleiri greinst með kórónuveiruna á einum degi - eða þegar 206 greindust fyrir um viku síðan. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjöldann vonbrigði en þó ekki óvæntan þar sem fleiri hafa jafnan verið að greinast eftir helgar. Honum sýnist bylgjan vera á niðurleið þrátt fyrir að stórir dagar geti komið upp. Hann telur því ekki tilefni til þess að herða aðgerðir að svo stöddu. „Þetta greinilega gengur hægt og það orsakast af mjög mikilli útbreiðslu í samfélaginu. Þetta er bara víða og svo kemur upp hópsmit í bæjarfélagi, eins og núna á Grundarfirði til dæmis, og þá hækka tölurnar. Þannig að þetta mun taka einhvern tíma,“ segir Þórólfur. Í morgun höfðu 34 greinst smitaðir í Grundarfirði og þar af tuttugu börn undir tólf ára aldri. Yfir eitt hundrað eru í sóttkví í bænum eða um 16% íbúa. Skólastarf fellur niður í dag auk þess Sem leikskólar eru lokaðir. Um sjötíu prósent boðaðra hafa mætt í örvunarskammt.Vísir/Vilhelm Bólusetningu með örvunarskömmtum var fram haldið í Laugardalshöll í dag. Um sjötíu prósent boðaðra hafa mætt í bólusetninguna og segir Þórólfur það undir væntingum. „Ég vona svo sannarlega að við sjáum meiri þáttöku en sjötíu prósent til að við sjáum almennt góðan árangur af þessu. Við erum að fylgjast með áhættunni af smiti eftir þriðja skammt á móti öðrum skammti og vonandi getum við fljótlega kynnt niðurstöður í því.“ Mælingar bendi til þess að mótefnasvörunin margfaldist. „Við sjáum það hér að það eru mjög fáir sem hafa smitast eftir þriðja skammtinn, en það eru þó um tuttugu eða þrjátu manns af þessum fjörutíu þúsund sem hafa fengið þriðja skammtinn. Þannig við þurufm bara að sjá hvort þetta haldi, þurfum að gera ákveðna útreikninga. Sjáum til á næstu dögum hvort við fáum niðurstöður úr því.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira