Tökum orkufrekar ákvarðanir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 14:30 Því hefur verið haldið fram að við tökum 35 þúsund ákvarðanir á hverjum degi. Stórar og smáar, sumar skipta öllu máli, aðrar minna. Hin fullkomna náttúra hefur búið svo um hnúta að að vitum margar ákvarðanir án þess að í það fari mikil orka. Við erum því á nokkurs konar sjálfstýringu. Sjálfstýringin er á margan hátt jákvæð enda myndum við að öðrum kosti brenna yfir á stuttum tíma. Henni fylgja þó ákveðnar hættur, stundum þarf nefnilega að taka sjálfstýringuna af og setja orku í meðvitaða nálgun og rýni í ákvarðanatöku. Ástæðan er sú að við höfum þróað með okkur svokallaða ómeðvitaða hlutdrægni sem byggir á gildum okkar og reynsluheimi, jafnvel veruleika sem við speglum okkur sjálf í. Það hefur áhrif á ákvarðanatöku okkar og samskipti. Þegar við erum á sjálfstýringunni þá er ómeðvitaða hlutdrægnin oft að störfum. Yfirleitt er þetta ekki stórt vandamál en þetta getur komið sér illa og leitt okkur á villgötur einsleitni og þægilegustu leiða. Þetta getur meðal annars orðið til þess að við hyllum eða mismunum fólki vegna fyrirfram gefinna hugmynda og veljum frekar fólk til starfa sem er líkara okkur sjálfum eða fellur innan ákveðinna staðalímynda. Þannig getur ómeðvituð hlutdrægni verið okkar versti óvinur á jafnréttisvegferðinni. Hún getur haft mikil áhrif á ákvarðanir á vinnustaðnum. Ákvarðanir sem tengjast ráðningum, frammistöðumati og stöðuhækkunum. Til þess að koma í veg fyrir áhrif ómeðvitaðrar hlutdrægni hafa vinnustaðir útbúið áætlanir og gripið til aðgerða til að jafna hlutföll kynja í stjórnum félaga og stjórnunarstörfum, fengið jafnlaunavottun, komið sér upp viðbragðsáætlunum vegna eineltis og svo mætti lengi telja. En aðlögun er viðvarandi ferli og til viðbótar þessum aðgerðum þarf ákveðna viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði. Samkvæmt skýrslu McKinsey frá 2020 eru fjölbreyttustu fyrirtækin nú líklegri en nokkru sinni fyrr að standa sig betur þegar kemur að arðsemi. Greining ráðgjafafyrirtækisins sýnir að fyrirtæki í efsta fjórðungi í kynjafjölbreytni stjórnenda eru 25% líklegri en fyrirtæki í fjórða fjórðungi til að hafa arðsemi yfir meðallagi. Þar að auki sýndu niðurstöðurnar að því meiri fjölbreytni innan fyrirtækis – því meiri líkur eru á bættri frammistöðu.1 Við þurfum í sameiningu að byggja upp vinnustaðamenningu sem tekur enn frekara mið af reynslu, bakgrunni og þörfum fjölbreyttari hóps en við gerum í dag. Fjölbreytileiki á vinnustöðum skapar sterkara atvinnulíf og það er okkur öllum til hagsbóta. Við þurfum að taka sjálfstýringuna af og verja orku í upplýstar og ígrundaðar ákvarðanir. Höfundur er forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðamenning Jafnréttismál Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að við tökum 35 þúsund ákvarðanir á hverjum degi. Stórar og smáar, sumar skipta öllu máli, aðrar minna. Hin fullkomna náttúra hefur búið svo um hnúta að að vitum margar ákvarðanir án þess að í það fari mikil orka. Við erum því á nokkurs konar sjálfstýringu. Sjálfstýringin er á margan hátt jákvæð enda myndum við að öðrum kosti brenna yfir á stuttum tíma. Henni fylgja þó ákveðnar hættur, stundum þarf nefnilega að taka sjálfstýringuna af og setja orku í meðvitaða nálgun og rýni í ákvarðanatöku. Ástæðan er sú að við höfum þróað með okkur svokallaða ómeðvitaða hlutdrægni sem byggir á gildum okkar og reynsluheimi, jafnvel veruleika sem við speglum okkur sjálf í. Það hefur áhrif á ákvarðanatöku okkar og samskipti. Þegar við erum á sjálfstýringunni þá er ómeðvitaða hlutdrægnin oft að störfum. Yfirleitt er þetta ekki stórt vandamál en þetta getur komið sér illa og leitt okkur á villgötur einsleitni og þægilegustu leiða. Þetta getur meðal annars orðið til þess að við hyllum eða mismunum fólki vegna fyrirfram gefinna hugmynda og veljum frekar fólk til starfa sem er líkara okkur sjálfum eða fellur innan ákveðinna staðalímynda. Þannig getur ómeðvituð hlutdrægni verið okkar versti óvinur á jafnréttisvegferðinni. Hún getur haft mikil áhrif á ákvarðanir á vinnustaðnum. Ákvarðanir sem tengjast ráðningum, frammistöðumati og stöðuhækkunum. Til þess að koma í veg fyrir áhrif ómeðvitaðrar hlutdrægni hafa vinnustaðir útbúið áætlanir og gripið til aðgerða til að jafna hlutföll kynja í stjórnum félaga og stjórnunarstörfum, fengið jafnlaunavottun, komið sér upp viðbragðsáætlunum vegna eineltis og svo mætti lengi telja. En aðlögun er viðvarandi ferli og til viðbótar þessum aðgerðum þarf ákveðna viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði. Samkvæmt skýrslu McKinsey frá 2020 eru fjölbreyttustu fyrirtækin nú líklegri en nokkru sinni fyrr að standa sig betur þegar kemur að arðsemi. Greining ráðgjafafyrirtækisins sýnir að fyrirtæki í efsta fjórðungi í kynjafjölbreytni stjórnenda eru 25% líklegri en fyrirtæki í fjórða fjórðungi til að hafa arðsemi yfir meðallagi. Þar að auki sýndu niðurstöðurnar að því meiri fjölbreytni innan fyrirtækis – því meiri líkur eru á bættri frammistöðu.1 Við þurfum í sameiningu að byggja upp vinnustaðamenningu sem tekur enn frekara mið af reynslu, bakgrunni og þörfum fjölbreyttari hóps en við gerum í dag. Fjölbreytileiki á vinnustöðum skapar sterkara atvinnulíf og það er okkur öllum til hagsbóta. Við þurfum að taka sjálfstýringuna af og verja orku í upplýstar og ígrundaðar ákvarðanir. Höfundur er forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs SA.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar