Leiðtogar 21. aldarinnar Kristrún Frostadóttir skrifar 24. nóvember 2021 07:01 Styrkleiki þessarar ríkisstjórnar er einnig hennar mesti veikleiki; skortur á pólitískri stefnu og sýn. Þar af leiðandi hefur gagnrýnin ekki rist djúpt, því efnislega hefur lítið verið að gagnrýna. Friðurinn um stjórnina hefur ríkt því hún hefur ekki haft samstöðu til að fara fram með mál sem gætu vakið upp tilfinningar hjá fólki. En þessi nálgun mun ekki ráða fram úr þeim risastóru áskorunum í heilbrigðis-, húsnæðis- og loftslagsmálum sem við stöndum frammi fyrir. Það þarf breiða stefnumótun þvert á ráðuneyti til að koma fram með lausnir sem virka í breyttum heimi. Í þessu samhengi kemur varla á óvart að stærstu málin sem ríkisstjórnin skreytir sig með eru mál líkt og Farsældarfrumvarp félagsmálaráðherra þar sem kostnaðurinn og útfærslan fellur að stærstum hluta á sveitarfélögin. Með því að varpa ábyrgðinni á herðar sveitarfélaganna næst samstaða í ríkisstjórn um fjármögnun, þ.e. að láta aðra borga. Smáskrefastjórnin snýr sér svo við og hneykslast á rekstrarstöðu sveitarfélaga. Reynslan af slíkri útvistun ábyrgðar er umtalsverð. Hún hefur falið í sér niðurskurð í nærþjónustu í gegnum bakdyrnar. Um 9 milljarða vantar inn í málaflokk fatlaðra á sveitarfélagastiginu vegna vanfjármögnunar í tengslum við flutning málaflokksins frá ríkinu. Þessi bakdyraniðurskurður heldur nú áfram í nafni ríkisstjórnar smárra skrefa. Ef litið er á fjármálaáætlun sem kom út í vor, og ekkert bendir til að breytist, má sjá að gert er ráð fyrir að sveitarfélagastigið skili einni bestu afkomu sem sést hefur undanfarna þrjá áratugi næstu árin þrátt fyrir að koma út úr einni erfiðustu kreppu sögunnar. Þessar kröfur eru upprunnar á borði ráðherra, ekki sveitastjórna. Hreinsa á til á ríkisstjórnarborðinu í gegnum stjórnsýslustig sem virðist ekki koma þeim við. Svona stefnuleysi er rándýrt fyrir samfélagið. Í áætlun ríkisstjórnarinnar er tekið fram að erfitt sé fyrir sveitarfélögin að afla tekna til að mæta viðbótarkostnaði næstu árin. Rúmlega helmingur rekstrarútgjalda sveitarfélaga er launakostnaður, m.v. þriðjung hjá ríkissjóði. Aðgerða- og stefnuleysi ríkisins á húsnæðismarkaði, sem setur kröfur á frekari launahækkanir, bitnar því hlutfallslega mun þyngra á sveitarfélögunum en ríkinu. Þessum vítahring er svo endanlega lokað í fjármálaáætlun smáskrefastjórnarinnar þar sem fram kemur að ein grundvallarforsenda þess að afkomuáætlun sveitarfélagastigsins gangi upp næstu árin er að fasteignaskattar skili meiru en áður var talið – vegna þess hve mikið fasteignaverð hefur og mun hækka. Afstöðuleysi smáskrefastjórnarinnar sem treystir sér ekki til að móta markaði með samfélagið að leiðarljósi hefur gert samfélagið háð fasteignaverðshækkunum. Sömu fasteignaverðshækkunum og drífa nú að áfram mikla verðbólgu í landinu. Breytingar eru erfiðar. Vandinn við stærstu áskoranir okkar tíma er að viðbrögðin við þeim þurfa að eiga sér stað jafnt og þétt annars skella þær á okkur af fullum þunga. En við höfum misst dýrmætan tíma. Og nú er svo komið að til að tryggja áframhaldandi stöðugleika þarf ákveðna róttækni til. Vandinn á húsnæðismarkaði mun vinda upp á sig ef við keyrum á sama líkaninu. Hið sama á við um stöðuna í heilbrigðiskerfinu og í loftslagsmálum. Íhaldssemi í stjórnarfari í nafni stöðugleika hefur orðið til þess að við förum á mis við tækifæri, töpum kröftum fólks og eyðum háum upphæðum í skammtímalausnir. Við blasir enn meira umrót ef þetta stjórnarsamstarf heldur áfram á sömu forsendum. Það þarf frumkvæði, ákveðin skref, til að rjúfa vítahringi. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Smáskrefastjórnin er á sjálfsstýringu í stórum málaflokkum, en með svona viðhorfi getum við aldrei verið stórhuga. Þar er enginn að leiða okkur inn í 21. öldina. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Styrkleiki þessarar ríkisstjórnar er einnig hennar mesti veikleiki; skortur á pólitískri stefnu og sýn. Þar af leiðandi hefur gagnrýnin ekki rist djúpt, því efnislega hefur lítið verið að gagnrýna. Friðurinn um stjórnina hefur ríkt því hún hefur ekki haft samstöðu til að fara fram með mál sem gætu vakið upp tilfinningar hjá fólki. En þessi nálgun mun ekki ráða fram úr þeim risastóru áskorunum í heilbrigðis-, húsnæðis- og loftslagsmálum sem við stöndum frammi fyrir. Það þarf breiða stefnumótun þvert á ráðuneyti til að koma fram með lausnir sem virka í breyttum heimi. Í þessu samhengi kemur varla á óvart að stærstu málin sem ríkisstjórnin skreytir sig með eru mál líkt og Farsældarfrumvarp félagsmálaráðherra þar sem kostnaðurinn og útfærslan fellur að stærstum hluta á sveitarfélögin. Með því að varpa ábyrgðinni á herðar sveitarfélaganna næst samstaða í ríkisstjórn um fjármögnun, þ.e. að láta aðra borga. Smáskrefastjórnin snýr sér svo við og hneykslast á rekstrarstöðu sveitarfélaga. Reynslan af slíkri útvistun ábyrgðar er umtalsverð. Hún hefur falið í sér niðurskurð í nærþjónustu í gegnum bakdyrnar. Um 9 milljarða vantar inn í málaflokk fatlaðra á sveitarfélagastiginu vegna vanfjármögnunar í tengslum við flutning málaflokksins frá ríkinu. Þessi bakdyraniðurskurður heldur nú áfram í nafni ríkisstjórnar smárra skrefa. Ef litið er á fjármálaáætlun sem kom út í vor, og ekkert bendir til að breytist, má sjá að gert er ráð fyrir að sveitarfélagastigið skili einni bestu afkomu sem sést hefur undanfarna þrjá áratugi næstu árin þrátt fyrir að koma út úr einni erfiðustu kreppu sögunnar. Þessar kröfur eru upprunnar á borði ráðherra, ekki sveitastjórna. Hreinsa á til á ríkisstjórnarborðinu í gegnum stjórnsýslustig sem virðist ekki koma þeim við. Svona stefnuleysi er rándýrt fyrir samfélagið. Í áætlun ríkisstjórnarinnar er tekið fram að erfitt sé fyrir sveitarfélögin að afla tekna til að mæta viðbótarkostnaði næstu árin. Rúmlega helmingur rekstrarútgjalda sveitarfélaga er launakostnaður, m.v. þriðjung hjá ríkissjóði. Aðgerða- og stefnuleysi ríkisins á húsnæðismarkaði, sem setur kröfur á frekari launahækkanir, bitnar því hlutfallslega mun þyngra á sveitarfélögunum en ríkinu. Þessum vítahring er svo endanlega lokað í fjármálaáætlun smáskrefastjórnarinnar þar sem fram kemur að ein grundvallarforsenda þess að afkomuáætlun sveitarfélagastigsins gangi upp næstu árin er að fasteignaskattar skili meiru en áður var talið – vegna þess hve mikið fasteignaverð hefur og mun hækka. Afstöðuleysi smáskrefastjórnarinnar sem treystir sér ekki til að móta markaði með samfélagið að leiðarljósi hefur gert samfélagið háð fasteignaverðshækkunum. Sömu fasteignaverðshækkunum og drífa nú að áfram mikla verðbólgu í landinu. Breytingar eru erfiðar. Vandinn við stærstu áskoranir okkar tíma er að viðbrögðin við þeim þurfa að eiga sér stað jafnt og þétt annars skella þær á okkur af fullum þunga. En við höfum misst dýrmætan tíma. Og nú er svo komið að til að tryggja áframhaldandi stöðugleika þarf ákveðna róttækni til. Vandinn á húsnæðismarkaði mun vinda upp á sig ef við keyrum á sama líkaninu. Hið sama á við um stöðuna í heilbrigðiskerfinu og í loftslagsmálum. Íhaldssemi í stjórnarfari í nafni stöðugleika hefur orðið til þess að við förum á mis við tækifæri, töpum kröftum fólks og eyðum háum upphæðum í skammtímalausnir. Við blasir enn meira umrót ef þetta stjórnarsamstarf heldur áfram á sömu forsendum. Það þarf frumkvæði, ákveðin skref, til að rjúfa vítahringi. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Smáskrefastjórnin er á sjálfsstýringu í stórum málaflokkum, en með svona viðhorfi getum við aldrei verið stórhuga. Þar er enginn að leiða okkur inn í 21. öldina. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun