Kjaramál í upphafi þings Drífa Snædal skrifar 24. nóvember 2021 13:30 Nú má greina sterka undiröldu þar sem launafólk er krafið um að afsala sér kjarasamningsbundnum launahækkunum næsta árs. Þar leggjast ýmsir á árarnar; seðlabankastjóri, þingmenn og samtök atvinnurekenda. Sömu atvinnurekendur og ákváðu að segja ekki upp kjarasamningunum fyrir einungis tveimur mánuðum bera sig nú aumlega þegar þarf að standa við samningana. Það vekur eftirtekt hversu lítið heyrist frá öðrum þingmönnum en þeim sem taka sér stöðu með atvinnurekendum og lepja upp þeirra heimsmynd. Þarna eru að sjálfsögðu undantekningar en engan núverandi/tilvonandi stjórnarliða hef ég heyrt taka upp hanskann fyrir vinnandi fólk við þessar aðstæður. Ætla flokkar sem kenna sig við félagshyggju að ganga endanlega í björg og eftirláta fjármálaöflunum umræðuna um hag almennings? Nokkrar staðreyndir um kjaramál: Verðbólgan núna er ekki launadrifin. Gildandi kjarasamningar og lítil kjaraátök eiga ríkan þátt í því að hagkerfið kemur betur út úr kreppunni en flestir þorðu að vona. Styrking atvinnuleysistryggingakerfisins skipti sköpum fyrir fólk en var einnig liður í því að halda uppi innlendri neyslu, sem nú sér stað í afkomutölum til dæmis innlendrar verslunar. Sú ákvörðun var tekin gegn andmælum og harmakveinum samtaka atvinnurekenda sem höfðu tekið upp þá stefnu að farsælast væri að svelta fólk til að vinna störf sem þó voru ekki fyrir hendi. Kjarabætur síðustu ára sem fengnar eru með miklum átökum hafa ekki gert annað en tryggja launafólki hlutdeild í framleiðniaukningunni sem varð eftir hrunsárin. Að tryggja afkomu fólks og verja velferðarkerfin eru bestu ákvarðanirnar sem hægt er að taka í erfiðu árferði, undir þetta taka allar helstu alþjóðastofnanir hvort sem er á sviði velferðar eða fjármála. Það var mikill þrýstingur á launafólk að sæta skerðingum sem viðbrögð við kreppunni en góðu heilli náði verkalýðshreyfingin að verja samningana. Þarna átti einfaldlega að nýta ferðina og skara frekari eld að köku þeirra sem eiga, enda var aðeins hluti fyrirtækja í þeirri stöðu að eiga erfitt með að ná endum saman og það var ekki vegna launaliðarins heldur vegna heimsfaraldurs. Kjarasamningar þurfa að vera sanngjarnir og réttir og það er líka stjórnvalda að krefja atvinnurekendur um að virða reglur vinnumarkaðarins og velferðarsamfélagsins og koma í veg fyrir félagsleg undirboð. Húsnæðiskostnaður er stærsti einstaki liðurinn í útgjöldum heimilanna og kjaramálin eru nátengd stefnu í húsnæðismálum. Sú tilraun að eftirláta markaðsöflunum að tryggja húsnæðisöryggi er gjaldþrota og þarf algjöran viðsnúning í þeirri hugmyndafræði. Húsnæðismál eiga að snúast um að tryggja fólki húsnæðisöryggi en ekki að fæða arð fjárfesta. Stjórnvöld þurfa að sýna að þau ætla að taka á húsnæðismarkaðnum og það fljótt til að vera trúverðug í þríhliða samtali í tengslum við kjarasamninga næsta haust. Eitt er víst, á komandi þingvetri og kjörtímabili, að verkalýðshreyfingin mun ekki líða það að allar ákvarðanir verði teknar með hagsmuni fjármagnseigenda að leiðarljósi á kostnað almennings. Það verður eftir því tekið hvaða fulltrúar á þingi ætla sér að standa með verkalýðshreyfingunni í þeirri baráttu sem framundan er að verja kjarasamninga og sækja fram. Drífa Snædal,forseti ASÍ Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Drífa Snædal Alþingi Vinnumarkaður Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Nú má greina sterka undiröldu þar sem launafólk er krafið um að afsala sér kjarasamningsbundnum launahækkunum næsta árs. Þar leggjast ýmsir á árarnar; seðlabankastjóri, þingmenn og samtök atvinnurekenda. Sömu atvinnurekendur og ákváðu að segja ekki upp kjarasamningunum fyrir einungis tveimur mánuðum bera sig nú aumlega þegar þarf að standa við samningana. Það vekur eftirtekt hversu lítið heyrist frá öðrum þingmönnum en þeim sem taka sér stöðu með atvinnurekendum og lepja upp þeirra heimsmynd. Þarna eru að sjálfsögðu undantekningar en engan núverandi/tilvonandi stjórnarliða hef ég heyrt taka upp hanskann fyrir vinnandi fólk við þessar aðstæður. Ætla flokkar sem kenna sig við félagshyggju að ganga endanlega í björg og eftirláta fjármálaöflunum umræðuna um hag almennings? Nokkrar staðreyndir um kjaramál: Verðbólgan núna er ekki launadrifin. Gildandi kjarasamningar og lítil kjaraátök eiga ríkan þátt í því að hagkerfið kemur betur út úr kreppunni en flestir þorðu að vona. Styrking atvinnuleysistryggingakerfisins skipti sköpum fyrir fólk en var einnig liður í því að halda uppi innlendri neyslu, sem nú sér stað í afkomutölum til dæmis innlendrar verslunar. Sú ákvörðun var tekin gegn andmælum og harmakveinum samtaka atvinnurekenda sem höfðu tekið upp þá stefnu að farsælast væri að svelta fólk til að vinna störf sem þó voru ekki fyrir hendi. Kjarabætur síðustu ára sem fengnar eru með miklum átökum hafa ekki gert annað en tryggja launafólki hlutdeild í framleiðniaukningunni sem varð eftir hrunsárin. Að tryggja afkomu fólks og verja velferðarkerfin eru bestu ákvarðanirnar sem hægt er að taka í erfiðu árferði, undir þetta taka allar helstu alþjóðastofnanir hvort sem er á sviði velferðar eða fjármála. Það var mikill þrýstingur á launafólk að sæta skerðingum sem viðbrögð við kreppunni en góðu heilli náði verkalýðshreyfingin að verja samningana. Þarna átti einfaldlega að nýta ferðina og skara frekari eld að köku þeirra sem eiga, enda var aðeins hluti fyrirtækja í þeirri stöðu að eiga erfitt með að ná endum saman og það var ekki vegna launaliðarins heldur vegna heimsfaraldurs. Kjarasamningar þurfa að vera sanngjarnir og réttir og það er líka stjórnvalda að krefja atvinnurekendur um að virða reglur vinnumarkaðarins og velferðarsamfélagsins og koma í veg fyrir félagsleg undirboð. Húsnæðiskostnaður er stærsti einstaki liðurinn í útgjöldum heimilanna og kjaramálin eru nátengd stefnu í húsnæðismálum. Sú tilraun að eftirláta markaðsöflunum að tryggja húsnæðisöryggi er gjaldþrota og þarf algjöran viðsnúning í þeirri hugmyndafræði. Húsnæðismál eiga að snúast um að tryggja fólki húsnæðisöryggi en ekki að fæða arð fjárfesta. Stjórnvöld þurfa að sýna að þau ætla að taka á húsnæðismarkaðnum og það fljótt til að vera trúverðug í þríhliða samtali í tengslum við kjarasamninga næsta haust. Eitt er víst, á komandi þingvetri og kjörtímabili, að verkalýðshreyfingin mun ekki líða það að allar ákvarðanir verði teknar með hagsmuni fjármagnseigenda að leiðarljósi á kostnað almennings. Það verður eftir því tekið hvaða fulltrúar á þingi ætla sér að standa með verkalýðshreyfingunni í þeirri baráttu sem framundan er að verja kjarasamninga og sækja fram. Drífa Snædal,forseti ASÍ Höfundur er forseti ASÍ.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun