Fleiri fóru yfir Ermarsundið í dag og tala látinna hækkar Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2021 16:38 Nýlegar grafir farand- og flóttafólks í Calais í Frakklandi. AP/Rafael Yaghobzadeh Fleiri Farand- og flóttamenn hafa lagt leið sína yfir Ermarsundið við erfiðar aðstæður í dag. Það er degi eftir að minnst 27 drukknuðu eftir að loftið fór úr slöngubát þeirra á Ermarsundinu. Meðal þeirra sem dóu voru ólétt kona og minnst þrjú börn. Tveir sem voru um borð í bátnum eru í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi í Frakklandi vegna ofkælingar, samkvæmt frétt BBC. Annar þeirra er frá Írak og hinn er frá Sómalíu. Eitt lík til viðbótar fannst í dag en ekki liggur fyrir hvort viðkomandi hafi verið um borð í bátnum sem fórst í gær eða einhverjum öðrum. BBC segir fimm hafa verið handtekna vegna slyssins í gær og hafa saksóknarar í Frakklandi opnað manndráps-rannsókn vegna dauðsfallanna. Í dag náðu um 40 farand- og flóttamenn í land við Dover en aðstæður á svæðinu voru nokkuð erfiðar. Kalt er í veðri og nokkur vindur en hann varð öflugri seinni partinn og hætti fólk við að reyna að fara yfir Ermarsundið. Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt Sky News þar sem meðal annars má sjá mynd sem sögð er vera af bátnum sem fórst í gær. Yfirvöld í Bretlandi hafa heitið því að fara í harðar aðgerðir gegn smyglurum sem flytji fólk yfir Ermarsundið. Talið er að þeir taki um þrjú þúsund pund fyrir að koma einni manneskju um borð í báta. Það samsvarar rúmum fimm hundruð þúsund krónum. Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, mun ræða við Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands í dag, og ætlar Patel að bjóða Frökkum mikla aðstoð við að herja á smyglara. Frakkar segjast ætla að auka öryggi við Ermasundið. Sky News hefur eftir Darmanin að mun meiri samvinnu ríkja á milli sé þörf. Ekki bara frá Bretum heldur einnig frá Belgíu og Þýskalandi. Þar þurfi ráðamenn einnig að beita sér gegn smyglurum og koma að málefnum farand- og flóttafólks. Í annarri frétt Sky segir að það sé gífurlega auðvelt að finna smyglara sem flytja fólk yfir Ermarsundið. Nóg sé í mörgum tilfellum að skrifa leita með orðinu „smyglari“ á samfélagsmiðlum. Auglýsingar um leiðir inn í Evrópu og Bretland séu iðulega auglýstar á samfélagsmiðlum. Bretland Flóttamenn Frakkland Evrópusambandið Tengdar fréttir Hittast á neyðarfundi vegna dauðsfalla flóttafólks á Ermarsundi Franska ríkisstjórnin hittist í dag á neyðarfundi til að ræða málefni flóttafólks, eftir að 27 drukknuðu í gær á Ermarsundi við að reyna að komast til Bretlands. 25. nóvember 2021 07:25 Tugir flóttamanna fórust á Ermarsundi í morgun Að minnsta kosti þrjátíu flóttamenn létu lífið á Ermarsundi eftir að bátur þeirra sökk nærri Calais í Frakklandi. Um fimmtíu voru um borð í bátnum og einhverra er enn leitað. Aldrei hafa fleiri flóttamenn látið lífið á Ermarsundi. 24. nóvember 2021 21:47 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Tveir sem voru um borð í bátnum eru í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi í Frakklandi vegna ofkælingar, samkvæmt frétt BBC. Annar þeirra er frá Írak og hinn er frá Sómalíu. Eitt lík til viðbótar fannst í dag en ekki liggur fyrir hvort viðkomandi hafi verið um borð í bátnum sem fórst í gær eða einhverjum öðrum. BBC segir fimm hafa verið handtekna vegna slyssins í gær og hafa saksóknarar í Frakklandi opnað manndráps-rannsókn vegna dauðsfallanna. Í dag náðu um 40 farand- og flóttamenn í land við Dover en aðstæður á svæðinu voru nokkuð erfiðar. Kalt er í veðri og nokkur vindur en hann varð öflugri seinni partinn og hætti fólk við að reyna að fara yfir Ermarsundið. Hér má sjá stutta sjónvarpsfrétt Sky News þar sem meðal annars má sjá mynd sem sögð er vera af bátnum sem fórst í gær. Yfirvöld í Bretlandi hafa heitið því að fara í harðar aðgerðir gegn smyglurum sem flytji fólk yfir Ermarsundið. Talið er að þeir taki um þrjú þúsund pund fyrir að koma einni manneskju um borð í báta. Það samsvarar rúmum fimm hundruð þúsund krónum. Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, mun ræða við Gerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands í dag, og ætlar Patel að bjóða Frökkum mikla aðstoð við að herja á smyglara. Frakkar segjast ætla að auka öryggi við Ermasundið. Sky News hefur eftir Darmanin að mun meiri samvinnu ríkja á milli sé þörf. Ekki bara frá Bretum heldur einnig frá Belgíu og Þýskalandi. Þar þurfi ráðamenn einnig að beita sér gegn smyglurum og koma að málefnum farand- og flóttafólks. Í annarri frétt Sky segir að það sé gífurlega auðvelt að finna smyglara sem flytja fólk yfir Ermarsundið. Nóg sé í mörgum tilfellum að skrifa leita með orðinu „smyglari“ á samfélagsmiðlum. Auglýsingar um leiðir inn í Evrópu og Bretland séu iðulega auglýstar á samfélagsmiðlum.
Bretland Flóttamenn Frakkland Evrópusambandið Tengdar fréttir Hittast á neyðarfundi vegna dauðsfalla flóttafólks á Ermarsundi Franska ríkisstjórnin hittist í dag á neyðarfundi til að ræða málefni flóttafólks, eftir að 27 drukknuðu í gær á Ermarsundi við að reyna að komast til Bretlands. 25. nóvember 2021 07:25 Tugir flóttamanna fórust á Ermarsundi í morgun Að minnsta kosti þrjátíu flóttamenn létu lífið á Ermarsundi eftir að bátur þeirra sökk nærri Calais í Frakklandi. Um fimmtíu voru um borð í bátnum og einhverra er enn leitað. Aldrei hafa fleiri flóttamenn látið lífið á Ermarsundi. 24. nóvember 2021 21:47 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Hittast á neyðarfundi vegna dauðsfalla flóttafólks á Ermarsundi Franska ríkisstjórnin hittist í dag á neyðarfundi til að ræða málefni flóttafólks, eftir að 27 drukknuðu í gær á Ermarsundi við að reyna að komast til Bretlands. 25. nóvember 2021 07:25
Tugir flóttamanna fórust á Ermarsundi í morgun Að minnsta kosti þrjátíu flóttamenn létu lífið á Ermarsundi eftir að bátur þeirra sökk nærri Calais í Frakklandi. Um fimmtíu voru um borð í bátnum og einhverra er enn leitað. Aldrei hafa fleiri flóttamenn látið lífið á Ermarsundi. 24. nóvember 2021 21:47