Opið bréf til gerenda Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 18:31 Þetta bréf er til karlkyns gerenda kynferðisofbeldis og/eða -áreitis. Ástæða þess að karlar eru ávarpaðir sérstaklega er sú að þeir eru í langflestum tilfellum gerendur í kynbundu ofbeldi. Þið eruð ekki vondir menn, þið fæddust ekki með innbyggða kvenfyrirlitningu og vilja til að vera andstyggilegir og meiðandi við konur. En þið hafið látið undan ykkar lægri hvötum með eða án meðvitundar um það. Menningin okkar og samfélag eru hönnuð af ykkar kynbræðrum, fyrir ykkur. Samfélagsleg gildi og verðmætamat er skilgreint með ykkar hagsmuni og forréttindi að leiðarljósi. Meintir andlegir og líkamlegir yfirburðir ykkar kyns hefur gjarnan verið notað sem réttlæting á forréttindastöðunni. Við vitum auðvitað betur en svo að trúa þeim meintu yfirburðum í dag en þó er eins og þetta standi samt í hugum margra. Stundum er þetta karlhannaða samfélag kallað feðraveldi. Samfélagið og feðraveldið hefur spilað með ykkur, almannarómurinn, og varið ykkur þegar þolendur hafa gert tilraunir til að fá fram réttlæti. Dómskerfið er fjandsamlegt þolendum og hliðhollt ykkur. Stjórnendur á vinnustöðum hafa verið meðvirkir með ykkur og látið þolendur fara frekar en að stíga inn í og stöðva skaðlega hegðun ykkar. Fjölskyldur hafa tekið afstöðu með ykkur og gegn þeirri sem brotið var á. Þolendur hafa þurft að flýja ykkur í gegnum tíðina og iðulega setið uppi með skömm og sök á því sem gerðist. En skömmin og sökin var aldrei þolenda, heldur ykkar. Ein af þeim skilaboðum sem þið hafið fengið úr menningunni er að líta á konur sem kynferðisleg viðföng. Einkum ungar konur en því eldri sem þær verða því óþarfari verða þær samkvæmt feðraveldinu. Ein tilgáta um skýringu á æskudýrkun á konum, er sú að því eldri sem konur verða því meira verður þeim sama um hvað körlum finnst, þær eru komnar með nóg af kvenfyrirlitningunni og þar með eru þær orðnar ógn við feðraveldið. Staðan í núinu er sú að ungum mönnum er bókstaflega innrætt að fyrirlíta konur og skilgreina þær á kynferðislegan hátt, með útbreiðslu á kynferðislega örvandi efni sem inniheldur niðurlægingu og ofbeldi gegn konum. Við köllum þetta klám og klámvæðingu í daglegu tali og þetta viðgengst og gegnsýrir menninguna svo til án athugasemda. Það væri upplagt að þið tækjuð afstöðu gegn þessari skaðlegu menningu sem beint er gegn ungu fólki sérstaklega, og töluðuð máli þess að efla jafnréttisfræðslu á öll skólastig Þið hafið aldrei haft leyfi kvenna til að lítillækka þær, áreita, niðurlægja eða beita ofbeldi. Aldrei. Hvergi. Þið hafið tekið ykkur þetta vald í kynferðislegum yfirgangi og tilkalli til yfirráða, valds og stundum með líkamlegum yfirburðum. Í mörgum tilfellum er yfirgangurinn til að bæta upp fyrir minnimáttarkennd og þörf til að drottna yfir öðrum. Þið hafið gert slæma hluti sem hafa valdið öðrum skaða – stundum litlum, í formi óþæginda og skammar, stundum óbætanlegum skaða, og allt þar á milli. Nú er spurning hvort þið ætlið að halda áfram að vera hluti af vandanum, eða snúa við blaðinu og vera hluti af lausninni. Ef þið kjósið að taka þátt í að gera samfélagið okkar betra, öruggara og farsælla þá eru hér tillögur til þess: -Axlið ábyrgð af auðmýkt og hugrekki -Látið til ykkar taka þegar þið verðið vitni að öðrum beita misrétti/kvenfyrirlitningu -Horfist í augu við eigin misgjörðir -Komið fram við öll af virðingu, alltaf og allstaðar -Hættið að horfa á konur sem kynverur fyrst og fremst -Leitið aðstoðar fagfólks ef þið ráðið ekki við hegðun ykkar -Þekkið forréttindin ykkar Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Klám Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta bréf er til karlkyns gerenda kynferðisofbeldis og/eða -áreitis. Ástæða þess að karlar eru ávarpaðir sérstaklega er sú að þeir eru í langflestum tilfellum gerendur í kynbundu ofbeldi. Þið eruð ekki vondir menn, þið fæddust ekki með innbyggða kvenfyrirlitningu og vilja til að vera andstyggilegir og meiðandi við konur. En þið hafið látið undan ykkar lægri hvötum með eða án meðvitundar um það. Menningin okkar og samfélag eru hönnuð af ykkar kynbræðrum, fyrir ykkur. Samfélagsleg gildi og verðmætamat er skilgreint með ykkar hagsmuni og forréttindi að leiðarljósi. Meintir andlegir og líkamlegir yfirburðir ykkar kyns hefur gjarnan verið notað sem réttlæting á forréttindastöðunni. Við vitum auðvitað betur en svo að trúa þeim meintu yfirburðum í dag en þó er eins og þetta standi samt í hugum margra. Stundum er þetta karlhannaða samfélag kallað feðraveldi. Samfélagið og feðraveldið hefur spilað með ykkur, almannarómurinn, og varið ykkur þegar þolendur hafa gert tilraunir til að fá fram réttlæti. Dómskerfið er fjandsamlegt þolendum og hliðhollt ykkur. Stjórnendur á vinnustöðum hafa verið meðvirkir með ykkur og látið þolendur fara frekar en að stíga inn í og stöðva skaðlega hegðun ykkar. Fjölskyldur hafa tekið afstöðu með ykkur og gegn þeirri sem brotið var á. Þolendur hafa þurft að flýja ykkur í gegnum tíðina og iðulega setið uppi með skömm og sök á því sem gerðist. En skömmin og sökin var aldrei þolenda, heldur ykkar. Ein af þeim skilaboðum sem þið hafið fengið úr menningunni er að líta á konur sem kynferðisleg viðföng. Einkum ungar konur en því eldri sem þær verða því óþarfari verða þær samkvæmt feðraveldinu. Ein tilgáta um skýringu á æskudýrkun á konum, er sú að því eldri sem konur verða því meira verður þeim sama um hvað körlum finnst, þær eru komnar með nóg af kvenfyrirlitningunni og þar með eru þær orðnar ógn við feðraveldið. Staðan í núinu er sú að ungum mönnum er bókstaflega innrætt að fyrirlíta konur og skilgreina þær á kynferðislegan hátt, með útbreiðslu á kynferðislega örvandi efni sem inniheldur niðurlægingu og ofbeldi gegn konum. Við köllum þetta klám og klámvæðingu í daglegu tali og þetta viðgengst og gegnsýrir menninguna svo til án athugasemda. Það væri upplagt að þið tækjuð afstöðu gegn þessari skaðlegu menningu sem beint er gegn ungu fólki sérstaklega, og töluðuð máli þess að efla jafnréttisfræðslu á öll skólastig Þið hafið aldrei haft leyfi kvenna til að lítillækka þær, áreita, niðurlægja eða beita ofbeldi. Aldrei. Hvergi. Þið hafið tekið ykkur þetta vald í kynferðislegum yfirgangi og tilkalli til yfirráða, valds og stundum með líkamlegum yfirburðum. Í mörgum tilfellum er yfirgangurinn til að bæta upp fyrir minnimáttarkennd og þörf til að drottna yfir öðrum. Þið hafið gert slæma hluti sem hafa valdið öðrum skaða – stundum litlum, í formi óþæginda og skammar, stundum óbætanlegum skaða, og allt þar á milli. Nú er spurning hvort þið ætlið að halda áfram að vera hluti af vandanum, eða snúa við blaðinu og vera hluti af lausninni. Ef þið kjósið að taka þátt í að gera samfélagið okkar betra, öruggara og farsælla þá eru hér tillögur til þess: -Axlið ábyrgð af auðmýkt og hugrekki -Látið til ykkar taka þegar þið verðið vitni að öðrum beita misrétti/kvenfyrirlitningu -Horfist í augu við eigin misgjörðir -Komið fram við öll af virðingu, alltaf og allstaðar -Hættið að horfa á konur sem kynverur fyrst og fremst -Leitið aðstoðar fagfólks ef þið ráðið ekki við hegðun ykkar -Þekkið forréttindin ykkar Höfundur er kennari.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun