Einstakt að hafa starfað með stofnanda Össurar hf. Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. nóvember 2021 07:01 Svavar Konráðsson er vélaverkfræðingur sem nú er að vinna að meistaraverkefninu sínu. Þrátt fyrir að Svavar sé eingöngu 33 ára gamall hefur hann verið áberandi í frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi. Svavar hefur meðal annars unnið með Össuri Kristinssyni, sem stofnaði bátasmiðjuna Rafnar en einnig Össur hf., en Össur er fyrirmynd Svavars sem uppfinningamaður. Svavar hefur líka smíðað kappakstursbíla, unnið Gulleggið, prentað ótrúlegustu hluti í þrívíddarprentara og starfar nú hjá Fab Lab á Ísafirði. „Það var einstakt að fá að vinna með stofnanda Rafnar, Össuri Kristinssyni. Hann er sá sami og stofnaði Össur hf. og er mín fyrirmynd sem uppfinningamaður,“ segir Svavar Konráðsson vélaverkfræðingur en þrátt fyrir að vera aðeins 33 ára gamall, hefur Svavar verið nokkuð áberandi í frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi. „Strax og komin er fram vænleg hugmynd þá vill Össur smíða frumgerð. Linnulaus frumgerðasmíð er það sem fleytir manni að markinu,“ segir Svavar og vitnar í slagorð sem þróunarteymið vann eftir hjá Rafnar: „Ástæðulaust er að gefa sér það fyrirfram að búið sé að finna upp bestu lausnirnar við öllu. Byrjaði á að smíða kappakstursbíl Svavar tók BS í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Árið 2010 var hann einn af stofnendum Team Spark, en það er kappaksturslið Háskóla Íslands. Jafn ævintýralega og það hljómar, hefur Team Spark smíðað nokkra kappakstursbíla síðan liðið var stofnað af um fjörtíu nemendum við verkfræði- og náttúruvísindasviði. TS11 var fyrsti bíllinn. Hann var með einfalt fjöðrunarkerfi, burðarvirki úr stáli og skel úr glertrefjum en ekki með drifkerfi þegar að liðið hélt til keppni á Silverstone í fyrsta sinn, en það var árið 2011. Keppnin fór þó vel og liðið hlaut verðlaun fyrir að sýna góðan liðsanda. Svavar tók þátt í vinnu Team Spark fyrstu tvö árin og segir að upphaflegt nafn liðsins hafi reyndar verið UI Racing Team, en UI stóð þá fyrir University of Iceland. Að fara frá því að vita ekkert hvað við vorum að gera yfir í það að keyra í rafmagnskappakstursbíl sem við hönnuðum og smíðuðum frá grunni var magnað ferðalag. Við þurftum að komast að því hvað er hægt að smíða á Íslandi og hvort fyrirtækin væru til í að styrkja okkur.“ Svavar segir að fyrsta grindin að fyrsta kappakstursbílnum sem Team Spark smíðaði hafi verið hálf klunnalegt. Hann segir það hins vegar hafa verið frábært verkefni að fást við að smíða frá grunni kappakstursbíl: Eitthvað sem hópurinn vissi lítið um í byrjun en endaði með að verða að fullbúnum bíl til að keppa á erlendis. Árið 2012 var fyrsti fullkláraði bíllinn kynntur til sögunnar: TS12. Rafhlöðurnar í þeim bíl voru settar fyrir aftan ökumannssætið og rafkerfið byggt frá grunni. Burðarvirkið var sterkt og öruggt, fjöðrun og drifkerfi einföld og bolurinn hannaður í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Liðið fór með bílinn í keppni í Bretlandi en því miður var bíllinn í ólagi á meðan á þeirri keppni stóð. Eins og gefur að skilja er smíði kappakstursbíla frá grunni viðamikið verkefni. Fjölmargir aðilar hafa þó styrkt verkefnið frá upphafi, meðal annars fyrirtækin sem Össur Kristinsson hefur stofnað, Össur hf. og Rafnar. „Við mættum miklum stuðningi og jákvæðni og við höfum lært ótrúlega margt af reynsluboltunum sem finnast í iðnfyrirtækjum um allar grundir. Minn hópur sá um grind bílsins og trefjaplastskelina og var í samskiptum við bátasmiðjuna OK Hull sem nú heitir Rafnar,“ segir Svavar. Svavar segir námið alltaf hafa nýst honum vel og gefið honum ýmis tækifæri. Þessi tækifæri geri erfiða stærðfræðiáfanga þess virði að kljást við. Í dag er Svavar að klára meistaragráðuna sína. „Þá má ég kalla mig verkfræðing, og mun framvegis alltaf fá athugasemdina „Ertu ekki verkfræðingur?“ þegar eitthvað tæknilegt vefst fyrir mér,“ segir Svavar. Fyrsti fullkláraði kappakstursbíllinn var kynntur til sögunnar árið 2012: TS 12. Rafhlöðurnar í þeim bíl voru settar fyrir aftan ökumannssætið og rafkerfið byggt frá grunni. Hér er hópurinn með bílinn á Silverstone í Bretlandi og neðst til hægri á mynd er Arnar Lárusson, einn af stofnendum Team Spark og liðsstjóra. Fyrsta hönnunar- og þróunarstarfið Samstarf Team Spark við fyrirtækið Rafnar, sem þá hét OK Hull, leiddi til þess að Svavar var ráðinn til fyrirtækisins, samhliða því að vera í námi. Hjá fyrirtækinu endaði hann sem tæknilegur hönnuður í fullu starfi. Svavar segir ýmiss fyrirtæki oft sækjast í þá nemendur sem unnið hafa að Team Spark. Enda séu þeir þá þegar farnir að þekkja störf þeirra. „Það er oft auðvelt fyrir stjórnendur þessara fyrirtækja að ráða liðsmenn úr Team Spark, vegna þess að þeir hafa unnið með þeim að smíði kappakstursbílsins og séð hvers nemarnir eru megnugir.“ Hér er Svavar í sjóprófun á bátnum Leiftur fyrir Landhelgisgæsluna en síðasta verkefni Svavars hjá Rafnar var að fá þessa bátaseríu öryggisvottaða hjá Lloyd‘s Register í Rotterdam þannig að hægt væri að selja þá á alþjóðamarkaði. Fyrsta verkefni Svavars hjá bátasmiðjunni var að gera tilraunir þar sem hann togaði mismunandi bátsskrokka eftir braut í sérsmíðaðri sundlaug. Það var gert til að athuga hver mótstaða bátskrokkana væri í vatni. Síðasta starf Svavars hjá Rafnar var að fá slöngubátaseríuna Leiftur öryggisvottaða hjá Lloyd‘s Register í Rotterdam þannig að hægt væri að selja þá á alþjóðamarkaði. „Í því fólust miklir útreikningar og samvinna með öllum sem komu að hönnun og smíði bátanna.“ Til viðbótar við þá upplifun að fá að starfa með fyrirmynd sinni, Össuri Kristinssyni, segir Svavar reynsluna sem hann öðlaðist hjá bátasmiðjunni ómetanlega. „Að fara alla leið frá grunnrannsóknum yfir í fullbúna og frábæra vöru á markaði í Rafnar var afar dýrmætt.“ Hér er mynd frá vinnuborði Svavars hjá Rafnari þar sem hann segir 1000 hestafla tryllitæki sjást frammi á vinnusvæði. Svavar Segir Össur stofnanda Rafnars og Össurar mikla fyrirmynd og að áhersla Össurs sé alltaf sú að um leið og vænleg hugmynd er komin fram, þá vilji hann smíða frumgerð því slík smíði fleyti manni á endanum að markinu. Slagorðið sem þróunarteymið vann eftir var: „Ástæðulaust er að gefa sér það fyrirfram að búið sé að finna upp bestu lausnirnar við öllu. Gulleggið: Fór í kleinu eftir sigurinn En Svavar hefur gert meira en þetta því næst lá fyrir hjá honum að stofna sitt eigið fyrirtæki á sviði þrívíddarprentunar: 3D-Prentun ehf. Þá sigraði hann Gulleggið árið 2017 með verkefninu „SAFE Seat.“ SAFE Seat er bátasæti sem Svavar vinnur enn að því að þróa og hanna. En um sigurinn í Gullegginu segir hann: Sigurinn í Gullegginu með fjaðrandi bátasætið var sætur, en einhvern veginn fór hann öfugt ofan í mig. Þetta voru verðlaun fyrir viðskiptaáætlun, það er eitthvað sem við áttum eftir að gera, og þess vegna fannst mér við ekki vera með neina innistæðu fyrir verðlaunum og athygli. Ég fann fyrir mikilli pressu á að meika það, ég fór í kleinu og kom engu í verk ansi lengi.“ Hér er hjarta sem Svavar prentaði í þrívíddarprentara úr mjúku plasti fyrir Landspítalann og Háskólann í Reykjavík. Í myndasafni Svavars má sjá ótrúlegustu hluti prentaða úr þrívíddarprentara: Varahluti, líkön sem notuð eru til að kynna stækkun Flugstöð Leifs Eiríkssonar, líkön sem notuð voru í sjónvarpsseríunni Black Mirror sem er á Netflix og margt fleira. Eins og svo ótrúlega margir, segist Svavar vera hálfgert kvíðabúnt í grunninn. Hann segir því sigur eins og í Gullegginu geta haft mismunandi áhrif og það eigi reyndar við um fleiri viðurkenningar: „Það er vel þekkt að fólk sem hefur unnið Óskarsverðlaun, Nóbelsverðlaun eða önnur slík á það til að fara í kleinu og gefa ekkert út eftir það. Fólk upplifir svo mikinn þrýsting á að allt sem það geri eftir það þurfi að vera stórkostlegt. En maður þarf bara að þjálfa hausinn á sér aðeins betur og þá er ég viss um að maður getur komist klakklaust frá því að vinna til verðlauna.“ Þegar Svavar fór hins vegar að einbeita sér eingöngu að verkefninu, upplifði hann ástríðuna og gleðina sem felst í að þróa og hanna. „Ég las vísindagreinar og gerði stærðfræðimódel og smíðaði frumgerðir og prófaði þær. Þannig á lífið að vera. Fullt af tilraunum og grúski. Og þar hjálpaði Gulleggið mikið til, því að það gerði það mun auðveldara að fá styrki til að vinna verkefnið og fá fólk til samstarfs,“ segir Svavar og bætir því við að það að sigra Gulleggið hafi í raun skilað sér eins og því er ætlað. „Maður verður bara að vera meðvitaður um bölvunina sem hvílir á öllum verðlaunum, sérstaklega þeim sem vekja mikla athygli.“ Hugmyndina að SAFE seat á Svavar reyndar ekki einn því forsaga verkefnisins er sú að hann, Birgir Fannar Birgisson iðnhönnuður og Páll Einarsson vöruhönnuður störfuðu allir saman í hönnunardeild Rafnar. Þar voru þeir oft að kasta á milli sín viðskiptahugmyndum sem á endanum leiddi til þess að þeir stofnuðu Driftwood ehf. og ákváðu að láta reyna á einhverjar af þessum hugmyndum. „Við ákváðum að búa til okkar eigin útgáfu af fjaðrandi bátasæti, vegna þess að þau sem voru á markaðinum voru ofboðslega dýr,“ segir Svavar og bætir við: ,,Við leigðum skrifstofu í Innovation House á Eiðistorgi og þar var vel hlúð að okkur. Í framhaldinu komum við okkur upp uppfinningaverkstæði og smíðuðum fleiri frumgerðir af sætinu, ásamt fleiri hlutum.“ En eins og frumkvöðlar þekkja manna best: Nýsköpun er ekki auðveld. „En það er hark að lifa á nýsköpun og það er auðvelt að dreifa athyglinni á of mörg verkefni. Eins og einhver sagði þá er betra að grafa einn djúpan brunn en marga grunna. Nú er ég að vinna að því að fullklára bátasætið og ganga frá því verkefni af minni hálfu.“ Ísafjörður meira heillandi en stórborg í útlöndum Til viðbótar við þróunina að bátasætinu, stofnaði Svavar einnig þrívíddarfyrirtækið 3D-Prentun ehf., fyrirtæki sem hann er nú að leysa upp. En á meðan var, stóð ekki á því að 3D-Prentun væri góður styrktaraðili Team Spark. „Ég prentaði ýmsa íhluti í kappakstursbílana þeirra í nokkur ár. Það reyndist vera svolítið basl að halda þjónustunni gangandi, en skemmtileg var hún.“ Svavar segist reynslunni ríkari eftir að hafa unnið yfir tvö hundruð teikni- og þrívíddarprentunarverkefni fyrir marga af helstu aðilum í nýsköpun og listum á landinu. Ekki síst hefur það verið gjöfult að kynnast öllu fólkinu sem er að búa til sniðuga hluti og fá að heyra af þeirra hugmyndum frá fyrstu hendi. Svavar er giftur Aðalbjörgu Sigurjónsdóttur og eiga þau saman tvo unga drengi. Annar er þriggja ára en sá yngri aðeins átta vikna. Í haust hefur litla fjölskyldan verið að koma sér fyrir á nýjum stað: Á Ísafirði þar sem Svavar fékk starf hjá Fab Lab. Svavar og Þórarinn Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson forstöðumaður Fab Lab á Ísafirði. Svavar er afar spenntur fyrir nýja starfinu hjá Fab Lab en fjölskyldan flutti úr vesturbænum á Ísafjörð í haust. Fyrir átta vikum eignuðust þau hjónin, Svavar og Aðalbjörg Sigurjónsdóttir yngri son sinn en sá eldri er þriggja ára. Svavar segir hugmyndir um að búa í stórborg í útlöndum hafa misst sinn sjarma eftir að Covid skall á en á Ísafirði líður honum afskaplega vel og segir hreinlega kyrrðina þar nærandi. „Við fluttum úr Vesturbænum til Ísafjarðar í gær. Sjórinn tekur við þar sem garðurinn okkar endar. Skipin sigla framhjá stofuglugganum og fjöllin eru í vetrarham. Mér líður vel hérna,“ segir Svavar. Kyrrðin á Ísafirði segir Svavar vera nærandi en lengi hafi það blundað í þeim hjónum að prófa að búa annars staðar en í Reykjavík. Í COVID hafa önnur lönd misst mikið af sínum sjarma. Mig langaði einu sinni að prófa að búa í stórborg, en nú þegar ég er með börn þá heillar það ekki lengur.“ Ástæðan fyrir því að Ísafjörður varð fyrir valinu er að þar er Aðalbjörg fædd og uppalin. Það lá því beinast við að ef flutt yrði út á land á Íslandi, yrði Ísafjörður fyrir valinu. Og Svavar sér ekki eftir því. „Það er margt í gangi í menningarlífinu hérna og ég sé fyrir mér að hafa meiri tækifæri til að taka þátt í slíku starfi en í Reykjavík. Ég held að það sé mjög gott að vera með börn á Ísafirði, þau fá að vera frjálsari og leika sér úti um allar trissur. Náttúran er alltaf nálæg og hún gefur manni mikið. Ég hlakka til að fara á gönguskíði í vetur með þann litla í eftirdragi. Og það þarf ekki meiriháttar átak til að komast í slíkan leiðangur, það er hægt að fara eftir vinnu og koma heim í kvöldmat.“ Þá segir Svavar lífsgæðin mikil og jafnvel þannig að hann hafi meiri tíma en hann hafði þegar fjölskyldan bjó í Reykjavík. Til dæmis til að sinna áhugamálum og líkamsrækt. „En það er erfitt að flytja burt frá mömmu, systrum mínum og börnunum þeirra. Ég hlakka til að fá þau í heimsókn.“ Og Svavar er spenntur fyrir komandi tímum og verkefnum í nýja starfinu hjá Fab Lab. „Ég get hjálpað Vestfirðingum sem ganga með hugmynd í maganum að komast af stað, því að ég hef farið nokkrum sinnum í gegnum vöruþróunarferlið sjálfur. Og á sama tíma mun ég þiggja hjálp við það að verða Vestfirðingur sem ég er að vísu aðeins aftur í ættir. Langafi minn var Konni í Vitanum. Margir kannast við dætur hans, Eddu Konn og Lóu Konn en Vitinn var sjoppa á eyrinni. Ég vil styðja við nýsköpun á svæðinu. Af nógu er að taka.“ Nýsköpun Starfsframi Tengdar fréttir Alein í sóttkví: Fagnaði flottum verðlaunum með kampavín og súkkulaði Þegar Raquelita Rós Aguilar, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá ISAVIA, var að pakka og búa sig undir morgunflug til Kaupmannahafnar fékk hún símtal um að hún ætti að fara í sóttkví. 22. nóvember 2021 07:00 „Mánudagsmorgnar alltaf í sérstöku uppáhaldi“ Kristján Sigurjónsson hefur haldið úti Túrista í tólf ár, en búið erlendis allan tíman og gerir enn. 1. nóvember 2021 07:01 Doktorsnám og nýtt starf: „Hef lært að maður þarf sjálfur að koma sér á framfæri“ „Ég var alls ekki að leita eftir því að fara í doktorsnám heldur kom sú hugmynd frá leiðbeinandanum mínum, Þresti Olaf Sigurjónssyni, þegar ég var að klára meistaranámið. Hann benti mér á að það væri vel hægt að blanda doktorsnámi og rannsóknum saman við starf hjá fyrirtækjum og hann hvatti mig til að skoða þann möguleika,“ segir Hildur Magnúsdóttir nýráðin viðskiptastjóri hjá DecideAct. 11. október 2021 07:00 Starfaði hjá Amazon: „Skýr sýn frá Jeff Bezos skilaði sér alla leið til okkar“ „Ég var nú búin að sækja um nokkrum sinnum hjá Amazon og öðrum stöðum en nálgunin hjá mér var líklega ekki rétt. Það var ekki fyrr en ég fór að leita ráða hjá þeim sem voru að vinna við að ráða fólk inn í alþjóðleg fyrirtæki þarna að hlutirnir fóru að gerast,“ segir Sylvía Ólafsdóttir um aðdragandann að því að hún hóf störf hjá Amazon í Evrópu og síðar við Kindle deild fyrirtækisins. Sylvía deilir reynslu sinni af starfinu hjá Amazon og segir meðal annars að ráðningaferlið hjá fyrirtækinu sé afar sérstakt. 20. september 2021 07:00 Regluvörður: „Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin“ „Ég get alveg sagt með fullri hreinskilni að þegar ég hóf störf hjá félaginu þá áttaði ég mig ekki fyllilega á starfi regluvarðar og því ábyrgðarhlutverki sem því fylgir. Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin, láta vaða og sjá hvað setur,“ segir Fanny Ósk Mellbin, lögfræðingur og regluvörður hjá Skeljungi. Og Fanny bætir við: „Ég held að ég sé ekki ein af þeim sem vissi sex ára við hvað ég vildi starfa við, heldur finnst mér lífið vera ákveðin vegferð, og það verða eflaust mörg tímabil á lífsins leið, hvert og eitt stútfullt af áskorunum og tækifærum.“ 6. september 2021 07:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira
„Strax og komin er fram vænleg hugmynd þá vill Össur smíða frumgerð. Linnulaus frumgerðasmíð er það sem fleytir manni að markinu,“ segir Svavar og vitnar í slagorð sem þróunarteymið vann eftir hjá Rafnar: „Ástæðulaust er að gefa sér það fyrirfram að búið sé að finna upp bestu lausnirnar við öllu. Byrjaði á að smíða kappakstursbíl Svavar tók BS í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Árið 2010 var hann einn af stofnendum Team Spark, en það er kappaksturslið Háskóla Íslands. Jafn ævintýralega og það hljómar, hefur Team Spark smíðað nokkra kappakstursbíla síðan liðið var stofnað af um fjörtíu nemendum við verkfræði- og náttúruvísindasviði. TS11 var fyrsti bíllinn. Hann var með einfalt fjöðrunarkerfi, burðarvirki úr stáli og skel úr glertrefjum en ekki með drifkerfi þegar að liðið hélt til keppni á Silverstone í fyrsta sinn, en það var árið 2011. Keppnin fór þó vel og liðið hlaut verðlaun fyrir að sýna góðan liðsanda. Svavar tók þátt í vinnu Team Spark fyrstu tvö árin og segir að upphaflegt nafn liðsins hafi reyndar verið UI Racing Team, en UI stóð þá fyrir University of Iceland. Að fara frá því að vita ekkert hvað við vorum að gera yfir í það að keyra í rafmagnskappakstursbíl sem við hönnuðum og smíðuðum frá grunni var magnað ferðalag. Við þurftum að komast að því hvað er hægt að smíða á Íslandi og hvort fyrirtækin væru til í að styrkja okkur.“ Svavar segir að fyrsta grindin að fyrsta kappakstursbílnum sem Team Spark smíðaði hafi verið hálf klunnalegt. Hann segir það hins vegar hafa verið frábært verkefni að fást við að smíða frá grunni kappakstursbíl: Eitthvað sem hópurinn vissi lítið um í byrjun en endaði með að verða að fullbúnum bíl til að keppa á erlendis. Árið 2012 var fyrsti fullkláraði bíllinn kynntur til sögunnar: TS12. Rafhlöðurnar í þeim bíl voru settar fyrir aftan ökumannssætið og rafkerfið byggt frá grunni. Burðarvirkið var sterkt og öruggt, fjöðrun og drifkerfi einföld og bolurinn hannaður í samstarfi við Listaháskóla Íslands. Liðið fór með bílinn í keppni í Bretlandi en því miður var bíllinn í ólagi á meðan á þeirri keppni stóð. Eins og gefur að skilja er smíði kappakstursbíla frá grunni viðamikið verkefni. Fjölmargir aðilar hafa þó styrkt verkefnið frá upphafi, meðal annars fyrirtækin sem Össur Kristinsson hefur stofnað, Össur hf. og Rafnar. „Við mættum miklum stuðningi og jákvæðni og við höfum lært ótrúlega margt af reynsluboltunum sem finnast í iðnfyrirtækjum um allar grundir. Minn hópur sá um grind bílsins og trefjaplastskelina og var í samskiptum við bátasmiðjuna OK Hull sem nú heitir Rafnar,“ segir Svavar. Svavar segir námið alltaf hafa nýst honum vel og gefið honum ýmis tækifæri. Þessi tækifæri geri erfiða stærðfræðiáfanga þess virði að kljást við. Í dag er Svavar að klára meistaragráðuna sína. „Þá má ég kalla mig verkfræðing, og mun framvegis alltaf fá athugasemdina „Ertu ekki verkfræðingur?“ þegar eitthvað tæknilegt vefst fyrir mér,“ segir Svavar. Fyrsti fullkláraði kappakstursbíllinn var kynntur til sögunnar árið 2012: TS 12. Rafhlöðurnar í þeim bíl voru settar fyrir aftan ökumannssætið og rafkerfið byggt frá grunni. Hér er hópurinn með bílinn á Silverstone í Bretlandi og neðst til hægri á mynd er Arnar Lárusson, einn af stofnendum Team Spark og liðsstjóra. Fyrsta hönnunar- og þróunarstarfið Samstarf Team Spark við fyrirtækið Rafnar, sem þá hét OK Hull, leiddi til þess að Svavar var ráðinn til fyrirtækisins, samhliða því að vera í námi. Hjá fyrirtækinu endaði hann sem tæknilegur hönnuður í fullu starfi. Svavar segir ýmiss fyrirtæki oft sækjast í þá nemendur sem unnið hafa að Team Spark. Enda séu þeir þá þegar farnir að þekkja störf þeirra. „Það er oft auðvelt fyrir stjórnendur þessara fyrirtækja að ráða liðsmenn úr Team Spark, vegna þess að þeir hafa unnið með þeim að smíði kappakstursbílsins og séð hvers nemarnir eru megnugir.“ Hér er Svavar í sjóprófun á bátnum Leiftur fyrir Landhelgisgæsluna en síðasta verkefni Svavars hjá Rafnar var að fá þessa bátaseríu öryggisvottaða hjá Lloyd‘s Register í Rotterdam þannig að hægt væri að selja þá á alþjóðamarkaði. Fyrsta verkefni Svavars hjá bátasmiðjunni var að gera tilraunir þar sem hann togaði mismunandi bátsskrokka eftir braut í sérsmíðaðri sundlaug. Það var gert til að athuga hver mótstaða bátskrokkana væri í vatni. Síðasta starf Svavars hjá Rafnar var að fá slöngubátaseríuna Leiftur öryggisvottaða hjá Lloyd‘s Register í Rotterdam þannig að hægt væri að selja þá á alþjóðamarkaði. „Í því fólust miklir útreikningar og samvinna með öllum sem komu að hönnun og smíði bátanna.“ Til viðbótar við þá upplifun að fá að starfa með fyrirmynd sinni, Össuri Kristinssyni, segir Svavar reynsluna sem hann öðlaðist hjá bátasmiðjunni ómetanlega. „Að fara alla leið frá grunnrannsóknum yfir í fullbúna og frábæra vöru á markaði í Rafnar var afar dýrmætt.“ Hér er mynd frá vinnuborði Svavars hjá Rafnari þar sem hann segir 1000 hestafla tryllitæki sjást frammi á vinnusvæði. Svavar Segir Össur stofnanda Rafnars og Össurar mikla fyrirmynd og að áhersla Össurs sé alltaf sú að um leið og vænleg hugmynd er komin fram, þá vilji hann smíða frumgerð því slík smíði fleyti manni á endanum að markinu. Slagorðið sem þróunarteymið vann eftir var: „Ástæðulaust er að gefa sér það fyrirfram að búið sé að finna upp bestu lausnirnar við öllu. Gulleggið: Fór í kleinu eftir sigurinn En Svavar hefur gert meira en þetta því næst lá fyrir hjá honum að stofna sitt eigið fyrirtæki á sviði þrívíddarprentunar: 3D-Prentun ehf. Þá sigraði hann Gulleggið árið 2017 með verkefninu „SAFE Seat.“ SAFE Seat er bátasæti sem Svavar vinnur enn að því að þróa og hanna. En um sigurinn í Gullegginu segir hann: Sigurinn í Gullegginu með fjaðrandi bátasætið var sætur, en einhvern veginn fór hann öfugt ofan í mig. Þetta voru verðlaun fyrir viðskiptaáætlun, það er eitthvað sem við áttum eftir að gera, og þess vegna fannst mér við ekki vera með neina innistæðu fyrir verðlaunum og athygli. Ég fann fyrir mikilli pressu á að meika það, ég fór í kleinu og kom engu í verk ansi lengi.“ Hér er hjarta sem Svavar prentaði í þrívíddarprentara úr mjúku plasti fyrir Landspítalann og Háskólann í Reykjavík. Í myndasafni Svavars má sjá ótrúlegustu hluti prentaða úr þrívíddarprentara: Varahluti, líkön sem notuð eru til að kynna stækkun Flugstöð Leifs Eiríkssonar, líkön sem notuð voru í sjónvarpsseríunni Black Mirror sem er á Netflix og margt fleira. Eins og svo ótrúlega margir, segist Svavar vera hálfgert kvíðabúnt í grunninn. Hann segir því sigur eins og í Gullegginu geta haft mismunandi áhrif og það eigi reyndar við um fleiri viðurkenningar: „Það er vel þekkt að fólk sem hefur unnið Óskarsverðlaun, Nóbelsverðlaun eða önnur slík á það til að fara í kleinu og gefa ekkert út eftir það. Fólk upplifir svo mikinn þrýsting á að allt sem það geri eftir það þurfi að vera stórkostlegt. En maður þarf bara að þjálfa hausinn á sér aðeins betur og þá er ég viss um að maður getur komist klakklaust frá því að vinna til verðlauna.“ Þegar Svavar fór hins vegar að einbeita sér eingöngu að verkefninu, upplifði hann ástríðuna og gleðina sem felst í að þróa og hanna. „Ég las vísindagreinar og gerði stærðfræðimódel og smíðaði frumgerðir og prófaði þær. Þannig á lífið að vera. Fullt af tilraunum og grúski. Og þar hjálpaði Gulleggið mikið til, því að það gerði það mun auðveldara að fá styrki til að vinna verkefnið og fá fólk til samstarfs,“ segir Svavar og bætir því við að það að sigra Gulleggið hafi í raun skilað sér eins og því er ætlað. „Maður verður bara að vera meðvitaður um bölvunina sem hvílir á öllum verðlaunum, sérstaklega þeim sem vekja mikla athygli.“ Hugmyndina að SAFE seat á Svavar reyndar ekki einn því forsaga verkefnisins er sú að hann, Birgir Fannar Birgisson iðnhönnuður og Páll Einarsson vöruhönnuður störfuðu allir saman í hönnunardeild Rafnar. Þar voru þeir oft að kasta á milli sín viðskiptahugmyndum sem á endanum leiddi til þess að þeir stofnuðu Driftwood ehf. og ákváðu að láta reyna á einhverjar af þessum hugmyndum. „Við ákváðum að búa til okkar eigin útgáfu af fjaðrandi bátasæti, vegna þess að þau sem voru á markaðinum voru ofboðslega dýr,“ segir Svavar og bætir við: ,,Við leigðum skrifstofu í Innovation House á Eiðistorgi og þar var vel hlúð að okkur. Í framhaldinu komum við okkur upp uppfinningaverkstæði og smíðuðum fleiri frumgerðir af sætinu, ásamt fleiri hlutum.“ En eins og frumkvöðlar þekkja manna best: Nýsköpun er ekki auðveld. „En það er hark að lifa á nýsköpun og það er auðvelt að dreifa athyglinni á of mörg verkefni. Eins og einhver sagði þá er betra að grafa einn djúpan brunn en marga grunna. Nú er ég að vinna að því að fullklára bátasætið og ganga frá því verkefni af minni hálfu.“ Ísafjörður meira heillandi en stórborg í útlöndum Til viðbótar við þróunina að bátasætinu, stofnaði Svavar einnig þrívíddarfyrirtækið 3D-Prentun ehf., fyrirtæki sem hann er nú að leysa upp. En á meðan var, stóð ekki á því að 3D-Prentun væri góður styrktaraðili Team Spark. „Ég prentaði ýmsa íhluti í kappakstursbílana þeirra í nokkur ár. Það reyndist vera svolítið basl að halda þjónustunni gangandi, en skemmtileg var hún.“ Svavar segist reynslunni ríkari eftir að hafa unnið yfir tvö hundruð teikni- og þrívíddarprentunarverkefni fyrir marga af helstu aðilum í nýsköpun og listum á landinu. Ekki síst hefur það verið gjöfult að kynnast öllu fólkinu sem er að búa til sniðuga hluti og fá að heyra af þeirra hugmyndum frá fyrstu hendi. Svavar er giftur Aðalbjörgu Sigurjónsdóttur og eiga þau saman tvo unga drengi. Annar er þriggja ára en sá yngri aðeins átta vikna. Í haust hefur litla fjölskyldan verið að koma sér fyrir á nýjum stað: Á Ísafirði þar sem Svavar fékk starf hjá Fab Lab. Svavar og Þórarinn Bjartur Breiðfjörð Gunnarsson forstöðumaður Fab Lab á Ísafirði. Svavar er afar spenntur fyrir nýja starfinu hjá Fab Lab en fjölskyldan flutti úr vesturbænum á Ísafjörð í haust. Fyrir átta vikum eignuðust þau hjónin, Svavar og Aðalbjörg Sigurjónsdóttir yngri son sinn en sá eldri er þriggja ára. Svavar segir hugmyndir um að búa í stórborg í útlöndum hafa misst sinn sjarma eftir að Covid skall á en á Ísafirði líður honum afskaplega vel og segir hreinlega kyrrðina þar nærandi. „Við fluttum úr Vesturbænum til Ísafjarðar í gær. Sjórinn tekur við þar sem garðurinn okkar endar. Skipin sigla framhjá stofuglugganum og fjöllin eru í vetrarham. Mér líður vel hérna,“ segir Svavar. Kyrrðin á Ísafirði segir Svavar vera nærandi en lengi hafi það blundað í þeim hjónum að prófa að búa annars staðar en í Reykjavík. Í COVID hafa önnur lönd misst mikið af sínum sjarma. Mig langaði einu sinni að prófa að búa í stórborg, en nú þegar ég er með börn þá heillar það ekki lengur.“ Ástæðan fyrir því að Ísafjörður varð fyrir valinu er að þar er Aðalbjörg fædd og uppalin. Það lá því beinast við að ef flutt yrði út á land á Íslandi, yrði Ísafjörður fyrir valinu. Og Svavar sér ekki eftir því. „Það er margt í gangi í menningarlífinu hérna og ég sé fyrir mér að hafa meiri tækifæri til að taka þátt í slíku starfi en í Reykjavík. Ég held að það sé mjög gott að vera með börn á Ísafirði, þau fá að vera frjálsari og leika sér úti um allar trissur. Náttúran er alltaf nálæg og hún gefur manni mikið. Ég hlakka til að fara á gönguskíði í vetur með þann litla í eftirdragi. Og það þarf ekki meiriháttar átak til að komast í slíkan leiðangur, það er hægt að fara eftir vinnu og koma heim í kvöldmat.“ Þá segir Svavar lífsgæðin mikil og jafnvel þannig að hann hafi meiri tíma en hann hafði þegar fjölskyldan bjó í Reykjavík. Til dæmis til að sinna áhugamálum og líkamsrækt. „En það er erfitt að flytja burt frá mömmu, systrum mínum og börnunum þeirra. Ég hlakka til að fá þau í heimsókn.“ Og Svavar er spenntur fyrir komandi tímum og verkefnum í nýja starfinu hjá Fab Lab. „Ég get hjálpað Vestfirðingum sem ganga með hugmynd í maganum að komast af stað, því að ég hef farið nokkrum sinnum í gegnum vöruþróunarferlið sjálfur. Og á sama tíma mun ég þiggja hjálp við það að verða Vestfirðingur sem ég er að vísu aðeins aftur í ættir. Langafi minn var Konni í Vitanum. Margir kannast við dætur hans, Eddu Konn og Lóu Konn en Vitinn var sjoppa á eyrinni. Ég vil styðja við nýsköpun á svæðinu. Af nógu er að taka.“
Nýsköpun Starfsframi Tengdar fréttir Alein í sóttkví: Fagnaði flottum verðlaunum með kampavín og súkkulaði Þegar Raquelita Rós Aguilar, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá ISAVIA, var að pakka og búa sig undir morgunflug til Kaupmannahafnar fékk hún símtal um að hún ætti að fara í sóttkví. 22. nóvember 2021 07:00 „Mánudagsmorgnar alltaf í sérstöku uppáhaldi“ Kristján Sigurjónsson hefur haldið úti Túrista í tólf ár, en búið erlendis allan tíman og gerir enn. 1. nóvember 2021 07:01 Doktorsnám og nýtt starf: „Hef lært að maður þarf sjálfur að koma sér á framfæri“ „Ég var alls ekki að leita eftir því að fara í doktorsnám heldur kom sú hugmynd frá leiðbeinandanum mínum, Þresti Olaf Sigurjónssyni, þegar ég var að klára meistaranámið. Hann benti mér á að það væri vel hægt að blanda doktorsnámi og rannsóknum saman við starf hjá fyrirtækjum og hann hvatti mig til að skoða þann möguleika,“ segir Hildur Magnúsdóttir nýráðin viðskiptastjóri hjá DecideAct. 11. október 2021 07:00 Starfaði hjá Amazon: „Skýr sýn frá Jeff Bezos skilaði sér alla leið til okkar“ „Ég var nú búin að sækja um nokkrum sinnum hjá Amazon og öðrum stöðum en nálgunin hjá mér var líklega ekki rétt. Það var ekki fyrr en ég fór að leita ráða hjá þeim sem voru að vinna við að ráða fólk inn í alþjóðleg fyrirtæki þarna að hlutirnir fóru að gerast,“ segir Sylvía Ólafsdóttir um aðdragandann að því að hún hóf störf hjá Amazon í Evrópu og síðar við Kindle deild fyrirtækisins. Sylvía deilir reynslu sinni af starfinu hjá Amazon og segir meðal annars að ráðningaferlið hjá fyrirtækinu sé afar sérstakt. 20. september 2021 07:00 Regluvörður: „Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin“ „Ég get alveg sagt með fullri hreinskilni að þegar ég hóf störf hjá félaginu þá áttaði ég mig ekki fyllilega á starfi regluvarðar og því ábyrgðarhlutverki sem því fylgir. Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin, láta vaða og sjá hvað setur,“ segir Fanny Ósk Mellbin, lögfræðingur og regluvörður hjá Skeljungi. Og Fanny bætir við: „Ég held að ég sé ekki ein af þeim sem vissi sex ára við hvað ég vildi starfa við, heldur finnst mér lífið vera ákveðin vegferð, og það verða eflaust mörg tímabil á lífsins leið, hvert og eitt stútfullt af áskorunum og tækifærum.“ 6. september 2021 07:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira
Alein í sóttkví: Fagnaði flottum verðlaunum með kampavín og súkkulaði Þegar Raquelita Rós Aguilar, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá ISAVIA, var að pakka og búa sig undir morgunflug til Kaupmannahafnar fékk hún símtal um að hún ætti að fara í sóttkví. 22. nóvember 2021 07:00
„Mánudagsmorgnar alltaf í sérstöku uppáhaldi“ Kristján Sigurjónsson hefur haldið úti Túrista í tólf ár, en búið erlendis allan tíman og gerir enn. 1. nóvember 2021 07:01
Doktorsnám og nýtt starf: „Hef lært að maður þarf sjálfur að koma sér á framfæri“ „Ég var alls ekki að leita eftir því að fara í doktorsnám heldur kom sú hugmynd frá leiðbeinandanum mínum, Þresti Olaf Sigurjónssyni, þegar ég var að klára meistaranámið. Hann benti mér á að það væri vel hægt að blanda doktorsnámi og rannsóknum saman við starf hjá fyrirtækjum og hann hvatti mig til að skoða þann möguleika,“ segir Hildur Magnúsdóttir nýráðin viðskiptastjóri hjá DecideAct. 11. október 2021 07:00
Starfaði hjá Amazon: „Skýr sýn frá Jeff Bezos skilaði sér alla leið til okkar“ „Ég var nú búin að sækja um nokkrum sinnum hjá Amazon og öðrum stöðum en nálgunin hjá mér var líklega ekki rétt. Það var ekki fyrr en ég fór að leita ráða hjá þeim sem voru að vinna við að ráða fólk inn í alþjóðleg fyrirtæki þarna að hlutirnir fóru að gerast,“ segir Sylvía Ólafsdóttir um aðdragandann að því að hún hóf störf hjá Amazon í Evrópu og síðar við Kindle deild fyrirtækisins. Sylvía deilir reynslu sinni af starfinu hjá Amazon og segir meðal annars að ráðningaferlið hjá fyrirtækinu sé afar sérstakt. 20. september 2021 07:00
Regluvörður: „Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin“ „Ég get alveg sagt með fullri hreinskilni að þegar ég hóf störf hjá félaginu þá áttaði ég mig ekki fyllilega á starfi regluvarðar og því ábyrgðarhlutverki sem því fylgir. Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin, láta vaða og sjá hvað setur,“ segir Fanny Ósk Mellbin, lögfræðingur og regluvörður hjá Skeljungi. Og Fanny bætir við: „Ég held að ég sé ekki ein af þeim sem vissi sex ára við hvað ég vildi starfa við, heldur finnst mér lífið vera ákveðin vegferð, og það verða eflaust mörg tímabil á lífsins leið, hvert og eitt stútfullt af áskorunum og tækifærum.“ 6. september 2021 07:00