Handbolti

Kristján Örn markahæstur í naumum sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Aix í kvöld.
Kristján Örn Kristjánsson skoraði sex mörk fyrir Aix í kvöld. EPA-EFE/ANNE-CHRISTINE POUJOULAT

Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC Aix unnu í kvöld nauman eins marks sigur á útivelli gegn Dunkerque í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lokatölur 29-30, en Kristján Örn var markahæsti leikmaður gestanna með sex mörk.

Kristján og félagar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en þegar gengið var til búningherbergja var staðan 10-17, Aix í vil.

Gengi liðanna snérist svo við í seinni hálfleik, en heimamenn í Dunkerque voru nálægt því að stela stigi af Kristjáni og félögum. Allt kom þó fyrir ekki og Kristján og félagar unnu góðan eins marks sigur, 29-30.

Eins og áður segir var Kristján markahæstur í liði Aix með sex mörk, en liðið situr í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig eftir 11 leiki, níu stigum meira en Dunkerque sem situr í 12. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×