Innlent

Dagskráin í dag: Fundað á Kjarvals- og Bessastöðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum í dag.
Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum í dag. Vísir/vilhelm

Ný ríkisstjórn verður skipuð í dag og verður Vísir í beinni útsendingu frá kynningu nýs stjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum. Þá munu tvö ríkisráð funda á Bessastöðum.

Formenn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs halda fréttamannafund á Kjarvalsstöðum klukkan eitt í dag þar sem nýr stjórnarsáttmáli verður kynntur og undirritaður.

Fyrst verður bein útsending frá fréttamannafundi ríkisstjórnarinnar á Kjarvalsstöðum en hún hefst klukkan eitt.

Dagskráin á Bessastöðum hefst svo klukkan þrjú Það sem fyrsta ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur fær lausn og annað ráðuneyti hennar tekur við á nýjum ríkisráðsfundi strax þar á eftir.

Það er að segja að ríkisráð síðustu ríkisstjórnar fundar klukkan þrjú og klukkan fjögur hefst fundur ríkisráðs nýrrar ríkisstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×