Byssumaðurinn meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2021 11:02 Frá vettvangi við Dalsel í ágúst. GUÐMUNDUR HJALTI STEFÁNSSON Ákæra á hendur manninum, sem var skotinn af lögreglunni á Egilsstöðum í ágúst eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús í Dalseli, hefur verið birt. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. Ákæran var gefin út í síðustu viku en hefur nú fyrst verið birt og fréttastofa hefur fengið hana afhenta. Ákæran er í fimm liðum en í þeim fyrsta er maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, ákærður fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagabrot með því að hafa undir áhrifum áfengis hótað sambýliskonu sinni með því að hafa beint að henni skammbyssu af tegundinni Beretta A87 Target. Þá er maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot með því að hafa ruðst inn í íbúðarhús í Dalseli undir áhrifum áfengis og vopnaður hlaðinni Beretta A400 Lite haglabyssu og skammbyssu af sömu tegund. Hann hafi haft þann ásetning að bana húsráðanda, sem er samkvæmt heimildum fréttastofu barnsfaðir sambýliskonu byssumannsins, en hann hafði þá yfirgefið húsið. Þá hafi maðurinn í framhaldinu hleypt af þremur skotum úr haglabyssunni innandyra með þeim afleiðingum að valda spjöllum á skáp í eldhúsi, á ísskáp, spegli og vegg á bak við spegilinn. Þá hafi hann skotið af tveimur skotum úr skammbyssunni og brotið glerrúðu í eldhúsi og valdið eignaspjöllum á baðherbergishurð. Þá hafi maðurinn skotið tveimur skotum úr haglabyssunni utandyra sem farið hafi í hlið bifreiðar, og skotið sjö skotum í aðra bifreið. Flúðu út um bakdyr og inn í skóg Í þriðja ákærulið er manninum gert það að sök að hafa brotið gegn vopnalögum og barnaverndarlögum með því að hafa undir áhrifum áfengis hótað tveimur sonum sambýliskonu sinnar, tólf og fjórtán ára, með því að beina að þeim hlaðinni haglabyssu. Drengirnir náðu að flýja út um bakdyr og inn í nærliggjandi skóg. Þá er maðurinn ákærður fyrir aðra tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni, eignaspjöll, hættubrot og vopnalagabrot með því að hafa skotið þremur skotum úr haglabyssu úr dyragætt hússins sem hann braust inn í að tveimur lögreglumönnum en höglin lentu í lögreglubíl og framhlið hússins hinu megin við götuna. Maðurinn er í fimmta ákærulið ákærður fyrir að hafa brotið gegn valdstjórninni og vopnalögum með því að hafa undir áhrifum áfengis gengið út úr húsinu, sem hann braust inn í, og að lögreglubíl sem stóð kyrrstæður á götunni fyrir framan húsið og beint haglabyssu að lögreglumanni. Greiði á annan tug milljóna í miskabætur Gerð er krafa um að maðurinn verði dæmdur til refsingar og að skotvopn hans og skotfæri verði gerð upptæk. Þá hefur réttargæslumaður brotaþola lagt fram einkaréttarkröfur fyrir þeirra hönd. Það er fyrir hönd sambýliskonu mannsins, barnsföður hennar og tveggja sona þeirra. Barnsfaðirinn gerir þá kröfu að maðurinn greiði honum rúmar 2,9 milljónir króna í miskabætur. Gerð er krafa fyrir hönd unglingsdrengjanna tveggja að byssumaðurinn greiði þeim 2,5 milljónir króna hvorum í miskabætur. Þá gerir móðir drengjanna, sambýliskona byssumannsins, kröfu um að hann greiði sér 1,5 milljón króna í miskabætur. Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Dómsmál Múlaþing Tengdar fréttir Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 22. nóvember 2021 11:03 Skotmaðurinn kominn af gjörgæslu Maðurinn sem varð fyrir byssukúlu í skotbardaga við lögreglu á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld er kominn af gjörgæslu og er á batavegi. 29. ágúst 2021 17:50 Hvetur íbúa til að standa saman eftir skotárásina Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa á Egilsstöðum til þess að standa við bakið hver á öðrum eftir skotárás sem varð í bænum í fyrradag og er þakklátur lögreglu fyrir góð viðbrögð. Nokkrar fjölskyldur hafa leitað sér áfallahjálpar eftir árásina. 28. ágúst 2021 12:34 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Sjá meira
Ákæran var gefin út í síðustu viku en hefur nú fyrst verið birt og fréttastofa hefur fengið hana afhenta. Ákæran er í fimm liðum en í þeim fyrsta er maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, ákærður fyrir brot í nánu sambandi og vopnalagabrot með því að hafa undir áhrifum áfengis hótað sambýliskonu sinni með því að hafa beint að henni skammbyssu af tegundinni Beretta A87 Target. Þá er maðurinn ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot með því að hafa ruðst inn í íbúðarhús í Dalseli undir áhrifum áfengis og vopnaður hlaðinni Beretta A400 Lite haglabyssu og skammbyssu af sömu tegund. Hann hafi haft þann ásetning að bana húsráðanda, sem er samkvæmt heimildum fréttastofu barnsfaðir sambýliskonu byssumannsins, en hann hafði þá yfirgefið húsið. Þá hafi maðurinn í framhaldinu hleypt af þremur skotum úr haglabyssunni innandyra með þeim afleiðingum að valda spjöllum á skáp í eldhúsi, á ísskáp, spegli og vegg á bak við spegilinn. Þá hafi hann skotið af tveimur skotum úr skammbyssunni og brotið glerrúðu í eldhúsi og valdið eignaspjöllum á baðherbergishurð. Þá hafi maðurinn skotið tveimur skotum úr haglabyssunni utandyra sem farið hafi í hlið bifreiðar, og skotið sjö skotum í aðra bifreið. Flúðu út um bakdyr og inn í skóg Í þriðja ákærulið er manninum gert það að sök að hafa brotið gegn vopnalögum og barnaverndarlögum með því að hafa undir áhrifum áfengis hótað tveimur sonum sambýliskonu sinnar, tólf og fjórtán ára, með því að beina að þeim hlaðinni haglabyssu. Drengirnir náðu að flýja út um bakdyr og inn í nærliggjandi skóg. Þá er maðurinn ákærður fyrir aðra tilraun til manndráps, brot gegn valdstjórninni, eignaspjöll, hættubrot og vopnalagabrot með því að hafa skotið þremur skotum úr haglabyssu úr dyragætt hússins sem hann braust inn í að tveimur lögreglumönnum en höglin lentu í lögreglubíl og framhlið hússins hinu megin við götuna. Maðurinn er í fimmta ákærulið ákærður fyrir að hafa brotið gegn valdstjórninni og vopnalögum með því að hafa undir áhrifum áfengis gengið út úr húsinu, sem hann braust inn í, og að lögreglubíl sem stóð kyrrstæður á götunni fyrir framan húsið og beint haglabyssu að lögreglumanni. Greiði á annan tug milljóna í miskabætur Gerð er krafa um að maðurinn verði dæmdur til refsingar og að skotvopn hans og skotfæri verði gerð upptæk. Þá hefur réttargæslumaður brotaþola lagt fram einkaréttarkröfur fyrir þeirra hönd. Það er fyrir hönd sambýliskonu mannsins, barnsföður hennar og tveggja sona þeirra. Barnsfaðirinn gerir þá kröfu að maðurinn greiði honum rúmar 2,9 milljónir króna í miskabætur. Gerð er krafa fyrir hönd unglingsdrengjanna tveggja að byssumaðurinn greiði þeim 2,5 milljónir króna hvorum í miskabætur. Þá gerir móðir drengjanna, sambýliskona byssumannsins, kröfu um að hann greiði sér 1,5 milljón króna í miskabætur.
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Dómsmál Múlaþing Tengdar fréttir Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 22. nóvember 2021 11:03 Skotmaðurinn kominn af gjörgæslu Maðurinn sem varð fyrir byssukúlu í skotbardaga við lögreglu á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld er kominn af gjörgæslu og er á batavegi. 29. ágúst 2021 17:50 Hvetur íbúa til að standa saman eftir skotárásina Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa á Egilsstöðum til þess að standa við bakið hver á öðrum eftir skotárás sem varð í bænum í fyrradag og er þakklátur lögreglu fyrir góð viðbrögð. Nokkrar fjölskyldur hafa leitað sér áfallahjálpar eftir árásina. 28. ágúst 2021 12:34 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Sjá meira
Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 22. nóvember 2021 11:03
Skotmaðurinn kominn af gjörgæslu Maðurinn sem varð fyrir byssukúlu í skotbardaga við lögreglu á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld er kominn af gjörgæslu og er á batavegi. 29. ágúst 2021 17:50
Hvetur íbúa til að standa saman eftir skotárásina Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa á Egilsstöðum til þess að standa við bakið hver á öðrum eftir skotárás sem varð í bænum í fyrradag og er þakklátur lögreglu fyrir góð viðbrögð. Nokkrar fjölskyldur hafa leitað sér áfallahjálpar eftir árásina. 28. ágúst 2021 12:34